Færsluflokkur: Umhverfismál
Ekkert er "Saving Iceland" óviðkomandi, samtökunum sem berjast svo ötullega gegn því að íslenska þjóðin nýti auðlindir sínar.
"The whales would be scared away by the waves of aluminium cargo vessels."
... segir í textanum á þessu áróðursspjaldi frá samtökunum, um áhrif fyrirhugaðrar álverksmiðju á Bakka við Húsavík.
Hvalverndunarsinnar vilja ekki að við nýtum hvala-auðlind okkar til matar. "Bara skoða, ekki snerta", segja þeir. Svo segja þeir okkur hvað muni gerast ef við veiðum þessi dýr. Hvalaskoðunarfyrirtækin munu fara á hausinn.... og svo koma furðulegar röksemdir fyrir þeirri fullyrðingu... í belg og biðu.
Ég óska hvalaskoðunarfyrirtækjum alls hins besta á komandi "vertíð". Þetta er skemmtileg atvinnugrein og auðgar atvinnuflóruna í landinu. Ekki veitir af.
![]() |
Hvalaleikir á Faxaflóa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 16.3.2010 (breytt kl. 21:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er greinilega engin Álfheiður Ingadóttir eða ígildi hennar á Grænlandi, sem mýgur í brækurnar af geðshræringu yfir skotnum ísbirni.
Maður skyldi þó aldrei segja aldrei
![]() |
Ísbjörn á rölti við blokkirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 9.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Línu, köku og súlurit eru gagnleg þegar sýna á myndrænt ákveðna þróun. Það er þó hægt að villa mönnum sín með slíkum framsetningum. Skoðum dæmi:
Ef við ímyndum okkur að hér sé verið að sýna hækkun sjávarborðs á tilteknu tímabili og að hækkunin sé u.þ.b. 2 mm. á ári, þá sjáum við að hækkunin er sláandi mikil ef hæðarkvarðinn er í millimetrum (svarta línan). Rauða línan sínir hækkunina í cm. og sú bláa, sem sést varla er í metrum.
Línuritið gæti litið svipað út ef sýna á hitastigsbreytingar.
Hvaða línurit nota þeir sem hæst hrópa um hnattræna hlýnun?
Umhverfismál | 25.2.2010 (breytt kl. 12:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fjármálaráðherrar G7 ríkjanna eru hræsnarar og hunsuðu selkjötsveislu vegna hræðslu við umhverfisverndarsamtök heima fyrir. Þeir hafa séð fyrir sér að óróður gegn þeim yrði óbærilegur ef þeir hefðu lagt sér selkjöt til munns... að maður tali ekki um ef þeir hefðu sett feita rassa sína á selskinnsstóla.
Umhverfisverndarsamtök fá töluverðan hljómgrunn meðal almennings sem þekkir ekki matvæli nema í dósum og í snyrtilegum kjötborðum verslana. Áróður PETA gegn selveiðum, er tekjulind þeirra og rökræður um málið koma ekki til greina af þeirra hálfu.
![]() |
Hunsuðu boð um selkjötsveislu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 8.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur orðið fyrir álitshnekkjum að undanförnu. Það sem er svo alvarlegt þegar slíkt gerist, er tengt spurningunum: "Hvað höfum við, ef ekki vísindin? Hverju á að trúa?"
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar skemmtilega grein: "Fleira að bráðna en jöklar"
Hvernig væri nú að þið hatursmenn Hannesar, drægjuð hausinn úr rassinum ykkar og tækjuð hlutlaust afstöðu til þess sem hann hefur að segja um þetta mál.
![]() |
Ófærð í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 3.2.2010 (breytt kl. 16:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nei, þau geta það auðvitað ekki en ef sú staða kemur upp að ísbirnir ganga á land fjarri byggðu bóli og engri hættu stafar af þeim, svona í byrjun, þá ætla ég ekki að beita mér sérstaklega gegn því að þessi alþjóðlegu samtök, http://www.polarbearsinternational.org/ bjargi dýrunum á SINN kostnað.
![]() |
Harma ísbjarnadráp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 2.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Hvað segir Álfheiður Ingadóttir nú?
Það hefur verið kostulegt að sjá ummæli sumra bloggara og jafnvel einstakra þingmanna, þegar glorhungraðir ísbirnir hafa slæðst hér á land og skotnir.
Orðið "Veruleikafirring", kemur sterklega inn í hugann þegar mér verður hugsað til þessa fólks.
![]() |
Búið að skjóta ísbjörninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 27.1.2010 (breytt kl. 16:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
"Alarmistar" vegna hnattrænnar hlýnunnar grípa svona tækifæri og dreifa þeirri vitleysu að hér sé hækkun sjávar um að kenna.
Vísindamenn hafa vitað í áratugi að Feneyjar eru að síga og vandamál Feneyinga hefur ekkert með hækkun sjávar að gera.
![]() |
Feneyjar undir vatni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 23.12.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um daginn var frétt á CNN um miklar loftslagsbreytingar í Nepal. Fréttamaður tók viðtal við háfjallabónda sem bar sig illa vegna hlýnunarinnar. Bóndinn sagði að til marks um ástandið, þá væri hægt að rækta epli í mun meiri hæð en áður
Er það slæmt?
Þarna lifir fólk við tiltölulega frumstæð skilyrði, vélar og tæki af skornum skamti og óvíða rafmagn. Hrís og sprek er notað til húshitunar og eldunar.
Og svo kom rúsínan í pylsuendanum í fréttinni.
Það vakti nefnilega áhyggjur, allur þessi bruni á hrísinu og sprekinu hjá þessu fólki sem yki enn meir á losun gróðurhúsalofttegunda. Haft var eftir einhverjum "fræðingi", að til væri lausn á því vandamáli; nefnilega að vestræn ríki leggðu fram fjármagn svo fólkið hætti brennslunni.
Það verður sjálfsagt ágætis vinna fyrir einhverja að finna öll fjallaþorp í veröldinni og fá fólkið til að hætta að brenna sprek.
Sei sei já, fín vinna.
![]() |
ESB heitir milljörðum evra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 11.12.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Borgin Groningen í Hollandi er mesta reiðhjólaborg Evrópu, en 50% allrar umferðar þar er á reiðhjólum, auk þess sem almenningssamgöngur eru afar góðar. Mikið er um græn svæði í borginni og snyrtimennskan á götum úti er til fyrirmyndar.
Groningen er 180 þús. manna borg og þar af eru um 50 þúsund hákólastúdentar. Ég heimsótti borgina fyrir nokkrum dögum síðan og bílaumferðin er eins og í þægilegum smábæ.
Skrítið að Groningen skuli ekki vera á blaði yfir umhverfisvænar borgir á meðan ein sóðalegasta borg Evrópu, Kaupmannahöfn, trjónir á toppnum.
Er þarna spilling og klíkuskapur í gangi? Kæmi svo sem ekki á óvart
Reiðhjólastæði í Groningen. Þessi sjón blasti víða við í miðbænum.
![]() |
Kaupmannahöfn umhverfisvænust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 8.12.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 946852
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"
- Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)
- Hnattvæðingin er lokin
- 48% grunar að Covid faraldurinn sé ásetnings gjörningur
- Gleðilega páska á flekamótum
- Bæn dagsins...
- Í tilefni af PÁSKUNUM sem að eru í dag og fjalla um UPPRISUNA: "KRISTUR ER UPPRISINN":