Fisherman´s Wharf í Frisco

Frisco 109

Önnur af tveimur skoðunarferðum sem ég fór í með skólastjórnendum af Austurlandi á ferð okkar til San Francisco, var að "Bryggju #39", (Pier 39) Fisherman´sWharf. 

Þarna er gríðarlegt úrval af veitingahúsum sem sérhæfa sig í sjávarréttum af ýmsu tagi.

Frisco 110

Hópurinn skellti sér inn á einn veitingastaðinn og fengum okkur "Súpu í súrdeigsbrauði". Við Ásta fengum okkur skelfisksúpu, en Hilmar og Halldóra fengu sér mexíkóska baunasúpu.

Frisco 114

Í þessu bryggjuhverfi er einnig fjöldi smáverslana sem selja ferðamönnum minjagripi af ýmsu tagi.

Frisco 113

Þarna var einnig sölustandur með baðsölt í mörgum litum... og lyktum. Konurnar í hópnum féllu að sjálfsögðu fyrir þessu. Joyful

Frisco 117

Búð fyrir örvhenta. Þarna var margt fyndið að sjá.

Frisco 126

Á "Pier 39" er einnig frægt "Sæljónastæði". Þessir trépallar eru þarna sérstaklega fyrir sæljónin. Engu var líkara en þarna væru margar tegundir sæljóna, svo ólík voru þau að stærð, lit og í feldgerð, en mér skilst að þau séu bara svona misjöfn eftir aldri og kyni.

Frisco 128

Þó ekki værum við þarna á "High season"ferðamannatímabili, þá var mikill mannfjöldi í Fisherman´s Wharf og sæljónin voru vinsæl.

Frisco 132

Á leið okkar í rútunni til Golden Gate brúarinnar frá Fisherman´s Wharf, benti leiðsögumaður okkur á þennan mann. Ég rétt náði að smella af honum mynd út um gluggann. Í Wikipedia segir:

World Famous Bushman  "David Johnson, also known as the World Famous Bushman, is a homeless man who has been scaring passers-by along Fisherman's Wharfin San Franciscosince 1980"

Þegar fólk gengur í grandaleysi sínu fram hjá þessum runna, stekkur hann fram, stundum með óhljóðum. Þeir sem standa álengdar og fylgjast með, gefa honum peninga fyrir skemmtunina. Í Wikipedia er vitnað í Bush-manninn og segist þessi "heimilisleysingi"hafa í góðum árum, allt að 7 miljónir ÍSKR í tekjur.

Á tímabili réði hann sér"lífvörð" til að verja sig gegn fólki sem ekki var skemmt yfir uppátæki hans.

Næst er blogg um Golden Gate.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög áhugavert, það skemmtilega við staðina sem maður kemur á er að yfirleitt eiga þeir sér skemmtilega sögu eins og þessi um Bushman.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband