Kunnuglegir frasar

Kannski verður ávöxtunarkrafa í hlutabréfum lægri og jafnvel "eðlilegri", í kjölfar skipbrotsins á fjármálamörkuðum heimsins. Kannski er fólk tilbúið að fjárfesta með "hóflegum" væntingum um arð. Annars fannst mér þessi frétt um þennan vinnufund, ekki segja manni neitt. En ef ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur á RUV, þegar hún hélt því fram að skattgreiðendur væru nú að greiða 150 milljarða fjárglæfraskuldir vegna Kárahnjúka, er vísun í það sem koma skal hjá þessum vinnuhópi, þá getum við gleymt því að hann nái einhverjum árangri. 

Þetta er það helsta sem ég las úr fréttinni:

  • "...að halda landinu í byggð"
  • "Að halda vel menntuðu fólki hér á landi"
  • "...líta meira á Ísland sem eina heild“
  • "...  hvernig getum við hugsað hlutina upp á nýtt"
  • "...hvernig getur hátæknin hjálpað menntun, líftæknin heilsunni og svo framvegis,“
  • "...þykja vænlegar til arðsemi og aukningar á sjálfbærni og fjölbreytileika"

Einhvern veginn finnst mér ég kannast við þessa frasa. Jæja, við sjáum hvað setur.

cga0348l

 


mbl.is Róttæk endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Almennt www.kjaftæði.izz

Ég er enn á því að bretarnir séu að réttlátlega að refza okkur fyrir að  Björk bjó í þeirra landi í rúmann áratug. 

Steingrímur Helgason, 20.10.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hehehe.... gæti verið

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælir. Það er greinilega þörf á að kynna til sögunnar grein úr Morgunblaðinu sem fjallar einmitt um og sýnir fram á mikið tap af þessari oflofuðu virkjun. Greinin er eftir Marínó G Njálsson sem er með blogsíðu hér. Þessi grein styður einmitt við niðurstöðu hagfræðinganna Þorsteins Siglaugssonar, dr. Sigurð Jóhannesson Zoëga hjá Hagfræðistofnun HÍ og GuðmundÓlafsson hagfræðing einnig hjá HÍ.

Marinó G. NjálssonMarinó G. Njálsson

Af hagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar

Birt í Morgunblaðinu sunnudaginn 13. febrúar, 2000

Af hagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar

Fyrir 11 árum komst ég að þeirri niðurstöðu, segir Marinó G. Njálsson, að raforkusala frá Fljótsdalsvirkjun til stóriðju borgar sig ekki.

ÍSLAND er óvenju ríkt af góðum virkjunarkostum. Þeir kostir, sem hafa verið í umræðunni vegna fyrirhugaðs álvers við Reyðarfjörð eru allir stórbrotnir og kalla á umtalsverða röskun á náttúru landsins. Flytja á stórfljót dala á milli, grafa göng í gegnum holt og hæðir og dreifa möl um heiðar og dalverpi. Allt á að gera þetta í nafni byggðastefnu og til að tryggja um 500 manns atvinnu og 2000 til viðbótar lífsviðurværi.

Heildarkostnaðurinn við þessar virkjunarfræmkvæmdir hleypur á milljarða tugum ef ekki hundruðum. Þegar slíkar tölur eru uppi á borðinu vaknar sú spurning hvort þetta borgi sig yfir höfuð. Hver er arðsemin af þessari framkvæmd? Landsvirkjun hefur sagt að tekjur umfram rekstrarkostnað virkjananna séu áætlaðar á bilinu 2 til 3 milljarðar króna. Ekki er tekinn inn í útreikninga Landsvirkjunar kostnaður vegna annarra þátta eða tekjutap vegna skerðingar á útivistargildi svæðanna og minnkandi aðdráttarafli fyrir ferðamenn.

Ekki allt gull sem glóir

Ekki eru allir sammála því að hagnaður verði af þessu brölti. Nýlega birtist í Frjálsri verslun grein eftir Sigurð Jóhannesson, hagfræðing, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að 13 milljarða króna tap verði af Fljótsdalsvirkjun. Í útreikningum sínum notar Sigurður tölur úr ársreikningum Landsvirkjunar og setur sér ákveðnar arðsemiskröfur og gengur út frá tilteknu raforkuverði til stóriðju. Líkt og Landsvirkjun tekur hann ekki inn í útreikninga sína kostnað eða tekjutap vegna landsgæða sem tapast. Landsvirkjun hefur mótmælt niðurstöðum Sigurðar. Forstjóri Landsvirkjunar þorir að vísu ekki að segja annað en að Sigurður reikni rétt en noti bara vitlausar forsendur.

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur kemst að líkri niðurstöðu í útreikningum sem hann birtir á heimasíðu sinni. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið 16. desember að hann hafi byrjað útreikninga sína með það í huga að Fljótsdalsvirkjun væri arðbær, en honum til mikillar furðu varð niðurstaðan á allt annan veg.

Ég var mjög glaður að sjá skrif Sigurðar og Guðmundar vegna þess að fyrir 11 árum komst ég að sambærilegri niðurstöðu, þ.e. að raforkusala frá Fljótsdalsvirkjun til stóriðju borgar sig ekki. Á þeim árum var ég við nám við Stanford háskóla í Kaliforníu í fræðum sem heita aðgerðarannsóknir (operations reserach). Lokaverkefni mitt var reiknilíkan sem var ætlað að líkja eftir virkjanakerfi landsins. Líkanið tók á samspili framboðs og eftirspurnar á raforku og áhrif þess á raforkuverð. Í heilt ár velti ég fyrir mér öllu mögulegu og ómögulegu varðandi áform Landsvirkjunar. Á þeim árum var verið að virkja Blöndu og hafði hún verið tekin fram yfir Fljótsdalsvirkjun í mikilli óþökk við Austfirðinga. Búið var að fullhanna virkjanir kenndar við Sultartanga, Fljótsdal, Vatnsfell og Villingarnes, stækkun á Búrfellsvirkjun og fimm stig Kvíslaveitna. Einnig voru vangaveltur um útflutning á raforku um sæstreng og umfangsmikla uppbyggingu orkufreksiðnaðar. Allar upplýsingar um stofnkostnað, rekstrarkostnað, raforkuverð, rennsli fallvatna, burðargetu raforkukerfisins og spár um raforkunotkun voru fengnar frá Landsvirkjun og Orkustofnun. Ég gat því tekið inn í líkanið allar helstu stærðir sem þurfti til að reikna út hagkvæmni og arðsemi virkjananna, þó svo að það hafi ekki verið aðalmarkmiðið heldur að finna út hagkvæmustu virkjunarröð. Ég hafði mér til ráðgjafar prófessor Allan Manne við Stanford háskóla, sem hefur meðal annars verið ráðgjafi Alþjóðabankans í orkumálum sem og ríkisstjórna víða um heim.

Meginforsendur líkans míns, fyrir utan ofangreindar tölulegar upplýsingar og spár, voru að raforkuverð ákvarðaðist af langtímajaðarkostnaði afls (MW) og orku (GW stundir) og að það verð sem kaupendur voru tilbúnir greiða liti sambærilegri verðteygni og viðgekkst í Noregi á þessum árum. Verðteygni lýsir vilja orkukaupandans að greiða uppsett verð þó forsendur breytast hjá honum. Þannig er í flestum samningum við stóriðju sett inn ákvæði um að raforkuverð breytist með heimsmarkaðsverði á afurðum. Út úr þessu öllu kom það sem heitir ólínulegt bestunarlíkan sem túlkaði tengsl framboðs og eftirspurnar á þremur tímapunktum, þ.e. 1995, 2005 og 2015, miðað við ólíkar spár um orkueftirspurn og röð virkjana.

Niðurstöður útreikninga minna komu mér virkilega á óvart. Mér hafði alltaf fundist sjálfgefið að virkjanir væru með því hagkvæmasta sem við Íslendingar leggðum fyrir okkur. Líkan mitt sýndi því miður að ýmsar nýjar virkjanir reyndust vera á mörkunum að borga sig. Kvað svo rammt við, að oft sýndi líkanið að eini hagur ríkisins af virkjunum og stóriðjuverum tengdum þeim væru skattar starfsmanna og uppsöfnunaráhrif vegna launa þeirra. Tekið skal fram að líkan mitt reyndi ekki að taka á uppsöfnunaráhrifum vegna þjónustu við stóriðjuverin. Ein af þeim virkjunum sem fékk falleinkunn var Fljótsdalsvirkjun.

Ég sendi Landsvirkjun afrit af ritgerðinni minni, en einu viðbrögðin þaðan voru"að alltaf eru þessir háskólanemar að rífa sig" Á þeim tíma fannst mér það ekki vera í mínum verkahring að reyna frekar að opna augu Landsvirkjunar eða ráðamanna fyrir þessum staðreyndum. Auk þess voru þessi áform lögð til hliðar einu sinni sem oftar vegna skorts á áhuga erlendra fjárfesta.

Tekið skal skýrt fram að mjög margar forsendur hafa breyst frá því ég lauk verkefni mínu árið 1988. Hönnun Fljótsdalsvirkjun hefur verið breytt, þannig að í dag er miðað við 210 MW virkjun í stað 252 MW. Stofn- og rekstrarkostnaður hefur hækkað sem og gengi Bandaríkjadals (úr um 36 kr í 73 kr). Stækkun Búrfellsvirkjunar hefur verið tekin frá, ef svo má segja, til að uppfylla aukna eftirspurn á almennum markaði. Uppbygging orkufreksiðnaðar hefur verið hraðari en áætlanir gerðu ráð fyrir og fyrirhugað álver á Reyðarfirði gæti orðið mun stærra en mestu stórhuga dreymdi á þessum árum.

Arðsemi er lykilorðið

Ég er ekki að segja, að við eigum ekki að reisa stórar virkjanir og freista þess að fá til landsins erlenda fjárfesta sem vilja nýta þá orku sem við höfum upp á að bjóða. Langt því frá. Við eigum endilega að leita eins margra leiða til að styrkja stoðið efnahagslífs okkar og kostur er. Ég tel aftur á móti eðlilegt, að sá aðili, sem nýtir auðlindir landsins, greiði sanngjarnt gjald fyrir raforkuna og að stjórnvöld setji það háar kröfur um arðsemi, að tekjur fari ekki eingöngu í að greiða niður lán á afskriftartíma heldur skili líka viðunandi tekjum í ríkissjóð. Einnig, að hver virkjun fyrir sig beri sig án tekna frá öðrum hluta raforkukerfisins. Með þessu er tryggt, að kaupendur raforku til stóriðju fái hana ekki niðurgreidda af eldri virkjunum, sem hafa verið að fullu greiddar upp.

Umhverfisáhrif

Það er önnur hlið á virkjunaráformum Landsvirkjunar. Það eru hin neikvæðu áhrif, sem fyrirhugaðar vatnsaflsvirkjanir hafa á náttúru landsins. Ósnortnar víðáttur eiga að skerðast mikið, mynda á uppistöðulón, sem breyta ásýnd landsins og sökkva friðlendum fugla og dýra svo eitthvað sé nefnt. Ekki eru allir eins hrifnir af þessari hlið og telst ég til þeirra. Náttúra Íslands er of dýrmæt til að leggja hana í fljótfærni undir virkjanir sem auk þess er vafasamt að skili okkur viðunandi arði. Ég fór um sum þessara svæða með foreldrum mínum sem barn og vonast til að geta farið þangað með mín börn innan fárra ára. Það er réttur allra Íslendinga, óháður búsetu.

Norðmenn hafa komist að því, að þeir gengu of langt með vatnsaflsvirkjanir sínar. Í Morgunblaðinu 11. október 1998 er haft eftir Erlend Grimstad, pólitískum ráðgjafa orku- og olíumálaráðherra Noregs, að það hafi orðið hugarfarsbreyting hjá Norðmönnum. Þar í landi vilja menn ekki lengur virkja virkjananna vegna, heldur verði að gæta hófs og viðurkenna verðmæti náttúrunnar. Áður voru virkjanir reistar eins og pólitískir minnisvarðar, en bæði Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forstætisráðherra og Eivind Reiten fyrrverandi olíu- og orkumálaráðherra Noregs hafa viðurkennt að of langt hafi verið gengið og þegar hafi verið búið að eyðileggja of mikið af fallegum fossum. Lærum af reynslu Norðmanna og forðumst mistök þeirra. Við eigum einnig ýmsa fleiri kosti eins og jarðhita, vindafl og sjávarföllin. Á Reykjanesi einu eru lítið nýtt háhitasvæði með virkjanlega orku upp á margar Fljótsdalsvirkjanir.

Aðrar leiðir til að styrkja byggð

Ég þykist vita að stjórnvöld bera hag landsmanna fyrir brjósti þegar þau vinna að áformum um virkjanir og stóriðju. En fyrst að hægt er að setja milljarðatugi í virkjanir, sem samkvæmt útreikningum Landsvirkjunar sýna ekki arðsemi upp á nema 4 - 5 % má velta því fyrir sér hvaða arðsemi væri hægt að fá út úr ferðaþjónustu, ef hún fengi sömu milljarðatugi til afnota. Hvað með hugbúnaðariðnaðinn eða líftæknistarfsemi? Líklegt er að allir þessir þrír geirar gefi mun meira af sér fyrir mun minni pening. Fyrrverandi viðskiptaráðherra kynnti á síðasta ári hugmyndir um alþjóða viðskiptastofnun á Íslandi. Hvernig væri að iðnaðarráðherra semji við viðskiptaráðherra um að láta miðstöð þessarar stofnunar vera á Austurlandi eða fara í samstarf við viðskiptabankana um að opna útibú verðbréfafyrirtækja sinna þar? Viðskiptaráðherra stjórnar ennþá meirihluta hlutafjár í Landsbanka og Búnaðarbanka og það tekur stuttan tíma og þarf ekkert umhverfismat til að opna slíka starfsemi.

Óhófleg áhætta

Með álveri í Reyðarfirði á að stofna til 250 starfa við álverið og kannski annað eins í þjónustu við það. Bera Austfirðir svona mikla fjölgun starfa á stuttum tíma? Hvað gerist ef Norsk Hydro dregur lappirnar í þessu máli eins og Atlantsál-hópurinn gerði á sínum tíma? Verður þá tap á Fljótsdalsvirkjun í fleiri ár eins og Blönduvirkjun? Hver borgar það tap aðrir en almennir notendur? Landsvirkjun mun þegar hafa lagt út 3 milljarða vegna undirbúnings virkjunarinnar og hún muni vilja þá peninga til baka. Var ekki stofnað til þess kostnaðar vegna væntanlegrar kísilmálmverksmiðju, sem aldrei varð, eða var það vegna álvers Atlantsáls-hópsins sem leist ekkert á Austfirðina. Iðnaðarráðherra talar um að Landsvirkjun eigi skaðabótakröfu á ríkið verði hætt við Fljótsdalsvirkjun. Hvort er væntur skaði meiri fyrir skattgreiðendur eða raforkunotendur? Vel á minnst: Lög um Landsvirkjun meina fyrirtækinu að greiða raforku til stóriðju niður með of háu verði til almennings. Hvernig gengur það upp ef virkjað verður vegna álvers sem aldrei kemur eða verður lokað eftir 15 ár eins og iðnaðarráðherra hefur gefið í skyn?

Vöndum vinnubrögð

Alþingi hefur þegar samþykkt þingályktunartillögu fyrrverandi iðnaðarráðherra og þingmenn eru búnir að missa af tækifærinu til að krefja ráðherra og Landsvirkjun um ítarlegri upplýsingar. Ég er sammála formanni Framsóknarflokksins að skipulagsstjóri á ekki að taka ákvörðun um hvort virkjað verði eða ekki. Það er pólitísk ákvörðun. En skipulagsstjóri hefur faglega þekkingu til að tryggja að allar nauðsynlegar upplýsingar um umhverfisáhrif virkjunar og álvers verði dregnar fram í dagsljósið. Gefið honum tækifæri til að vinna sitt verk og takið síðan pólitíska ákvörðun í framhaldi af því. Ef Norsk Hydro gefst upp á biðinni, þá hefur þegar komið fram að eigendur Norðuráls eru tilbúnir til viðræðna.

Er það stefna núvernandi ríkisstjórnar að virkja hvað sem það kostar? Austfirðingar vilja ekki ölmusu úr höndum Bjarkar Guðmundsdóttur og félaga. Nei, það skal setja hundruð milljarða í að tryggja búsetu á svæði sem hefur spjarað sig ágætlega til þessa. Mun ódýrara væri að styrkja við bakið á þeim fyrirtækjum, sem eru á staðnum, stuðla að uppbyggingu smáfyrirtækja og notfæra sér veðursæld og útvistargildi svæðisins til að laða þangað fleiri ferðamenn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.10.2008 kl. 10:51

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú rangt hjá þér að Guðmundur Ólafsson hafi tekið undir skýrslu Þorsteins Siglaugssonar. Þvert á móti rakkaði hann útreikninga hans niður lið fyrir lið og sýndi fram á hversu arfavitlausar forsendur hann gaf sér fyrir arðsemismatinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 11:46

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Auk þess sem þarna er verið að tala um allt aðra framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 11:47

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er rétt að hér er um Fljótsdalsvirkjun að ræða, en sýnir glöggt lygar um arðsemi og feluleik sem Landsvirkjun virðist hafa ástundað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.10.2008 kl. 12:28

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skrítinn fullyrðing að tala um arðsemi virkjunar, þegar ekki er einu sinni búið að ákveða hver kaupir orkuna og á hvaða verði. Þetta bull dæmir sig sjálft.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 12:37

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að sjálfsögðu vil ég sanngjarna gagnrýni, en hún verður þá að halda vatni. Ég hef ekki enn staðið LV að ósannindum, en leynd vissulega sem er eðlilegt að vissu marki. Við vitum ca. hvað rafmagnið er selt á, en ekki nákvæmlega. Hvert % getur skipt gríðarlegu máli á löngum tíma. Leyndin er til að styrkja samningsstöðu LV í framtíðinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2008 kl. 10:22

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þó það sé leynd yfir þessu, þá er samt ekki eins og það sé fámenn klíka sem hafi upplýsingar. Í stjórn LV eru menn frá öllum flokkum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2008 kl. 11:21

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

sömuleiðis takk

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2008 kl. 13:28

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ekkert bull Gunnar. Það lágu fyrir forsendur um kostnað og allir útreikningar lágu fyrir. Þannig er hægt að vita hvað orkan þarf að kosta til að dæmið skili ekki tapi.

Hvað varðar Kárahnjúkavirkjun, þá fór hún nokkuð framyfir áætlanir í kostnaði þannig að það tap sem menn reiknuðu þegar í upphafi mun verða enn meira bara af þeim sökum. Sömuleiðis hefur álverð hríðfallið.

Þá missti aðstoðarfors´tjóri auðhringsins út úr sér í fyrravetur hvað þeir greiða hlægilega lágt verð til Landsvirkjunar, og það var á háa álverðinu. Það verð lækkar með fallandi heimsmarkaðsverði á áli.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband