Færsluflokkur: Pepsi-deildin
Ég átti orðastað við kunningja minn um daginn um landsleikina við Króata. Hann spáði slæmri útreið okkar manna en spá hans var svona:
Eftir kraftmikla byrjun Íslendinga í fyrri leiknum heima og 1-0 forystu í háleik, setja Króatar í gang í seinni hálfleik og skora á okkur 3 mörk og niðurstaðan því 1-3 tap. Í seinni leiknum leggja Íslendingar allt í sölurnar og stilla upp sókndjörfu leikkerfi. Því er svarað af Króötum með 4 mörkum og niðurstaðan 0-4 tap. Lokatölur, 1-7 fyrir Króata.
Þessi spá er martröð líkust en ég verð að viðurkenna að þessi niðurstaða er vel möguleg. Ég ætla hins vegar að vera bjartsýnni og mín spá er svona:
Við vinnum fyrri leikinn 1-0 en hefðum vel getað skorað fleiri mörk. Við töpum svo seinni leiknum 2-1 og komumst áfram á marki á útivelli. Mikið mun mæða á okkar mönnum í seinni hálfleik, þrátt fyrir að Króatar verði einum færri síðasta hálftímann.
Ísland – Króatía 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 4.11.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Willum er eflaust drengur góður...og allt það, en "öskur-aðferðin" gengur ekki til lengdar. Menn fá hreinlega nóg.
Willum er ágætlega skipulagður þjálfari og veit sínu viti um fótbolta, en keppnisskapið fer alveg með taugarnar hjá honum og það smitast í leikmenn.
Willum ekki áfram með Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 4.10.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Margt kemur a ovart thegar taflan er skodud, nu thegar motid er lidlega halfnad. Hver hefdi t.d. truad thvi i vor ad Frammarar vermdu botnsaetid um thessar mundir?
Breidablik hlytur ad vera "vonbrigdi" sumarsins, en kemur mer samt ekkert serstaklega a ovart. Eg hef einfaldlega enga tru a Olafi Kristjanssyni sem thjalfara. Breidablik small saman i fyrra med Alfred Finnbogason i broddi fylkingar og lidid hefdi unnid titilinn thjalfaralaust. Slikt gerist odru hvoru i knattspyrnunni.
Arangur FH-inga hlytur einnig ad vera undir vaentingum theirra en their eru e.t.v. ad na ser a strik. Baedi i ar og i fyrra byrjudu FH-ingar motid mjog illa og thad er eitthvad sem Heimir Gudjonsson tharf ad taka til skodunar.
Stjarnan og Fylkir sygla lygna sjo en oll lidin thar fyrir nedan eru i fallhaettu. Eg geri hreinlega rad fyrir thvi ad Fram falli ekki og ef thad verdur raunin, tha sjaum vid ad 11 stig er fallsaeti og Keflavik er einungi 6 stigum fra thvi saeti. Willum Thor hja Keflavik er ad fara a taugum ad venju. Spurning hvada ahrif thad hefur a lidid.
Matthías: Einstaklega ljúft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 27.7.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Besti og markahæsti leikmaður Íslandsmótsins kemst ekki í 18 manna 21 árs landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar.
Kristinn hefur reyndar ekki mikið verið með í leikjum landsliðsins á leiðinni í úrslitakeppnina. En mér finnst hann bara svo fjári góður og hann og Alfreð Finnbogason þekkja vel til hvors annars. Þeir gætu orðið skemmtilegt "dúó".
Kristinn jók forystuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 9.6.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef enga trú á því að þolinmæði Safamýrarmanna fari þverrandi gagnvart Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara Fram. Þorvaldur er afbragðs þjálfari og Fram á eftir að hala inn mörg stig undir stjórn hans í sumar.
Samt er það alltaf svo að fljótlega fara þjálfarastólar að hitna þegar illa gengur. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Sumir vilja reka strax þegar aðrir vilja bíða og sjá til.
Ég set hér inn skoðanakönnun til hægri. Endilega segið ykkar skoðun; hvaða þjálfari fær fyrstur að fjúka?
Þorvaldur: Gaman að sjá færsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 30.5.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðasti leikur Fjarðabyggðar í næst efstu deild sumarið 2010, var leikur upp á líf og dauða fyrir þetta efnilega lið. Leikurinn var einnig gríðarlega mikilvægur fyrir Þór, því þeir áttu möguleika á úrvalsdeildarsæti ef Leiknismenn misstigu sig.
Fjarðabyggð var jaftn að stigum og Grótta fyrir síðustu umferðina, en með mun betra markahlutfall og sat því í 10. sæti deildarinnar. Grótta atti kappi lang við neðsta lið deildarinnar og hina þegar föllnu Njarðvíkinga. Sá leikur fór reyndar jafntefli og því hefði Fjaraðabyggð dugað jafntefli í leiknum á móti Þór.
Í stuttu máli varð leikurinn við Þórsara að martröð strax á 9. mínústu leiksins, þegar öflugum manni úr Fjarðabyggðarliðinu var vísað af velli og vítaspyrna dæmd. Þórsarar unnu svo leikinn 9-1.
Srdjan Rajkovic, markvörður Fjarðabyggðar, spilaði ekki leikinn á móti Þór. Ég man ekki hver skýringin var, en ég tók því eins og hverju öðru hundsbiti, en ég vissi að möguleikar minna manna minnkuðu töluvert við brotthvarf hans.
Það er eðlilegt að hinn 34 ára gamli og stórgóði markvörður, langi til að spreyta sig í efstu deild, eftir dygga þjónustu hér eystra. En þessi atburðarrás verður tortryggileg, nú þegar Rajko er genginn til liðs við Þórsara. Hvað er langt síðan þreifingar byrjuðu milli Knattspyrnudeildar Þórs og Srdjan Rajkovic?
Annað vil ég minnast á, sem svertir minningu þessa knattspyrnusumars fyrir leikmenn Fjarðabyggðar. Oft fannst leikmönnum og áhangendum Fjarðabyggðar, á liðið hallað hvað dómgæsluna varðaði, sérstaklega í útileikjunum. Það er auðvitað þekkt að "minna" liðið verði fyrir því að vafaatrið falla þeim sjaldnar í skaut, en maður vill samt ekki trúa því að dómarar ákveði fyrirfram að dæma þannig.
Framkoma eins dómar eftir tapleik Fjarðabyggðar snemma í sumar, bendir þó til annars, þegar hann sagði í hæðnis tón þegar hann rölti af velli með leikmönnum: "Gangi ykkur vel í 2. deildinni næsta sumar".
Getur verið að það spili inn í að Austfirðir þyki langt í burtu? Frá höfuðborginni er fyrst klukkutíma flug og svo rútuferð í 45 mínútur. Fyrir Akureyringa og nágranna er þetta 8 tíma rútuferð, fram og til baka. Er gott að vera laus við að þurfa að fara austur?
Lið Fjarðabyggðar er kornungt og efnilegt en breiddin er lítil og það kostaði sitt þegar meiðsli hrjáðu leikmenn. Liðið spilaði á köflum skemmtilega knattspyrnu í sumar og ef vel tekst til við að halda utan um þennan mannskap, þá fer liðið strax upp aftur. Það er auðvitað skarð fyrir skyldi að missa Rajkovic og hugsanlega verður liðið að líta út fyrir heimabyggðina varðandi markmannsstöðuna.
Áfram Fjarðabyggð!
Srdjan Rajkovic í mark Þórsara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 3.10.2010 (breytt kl. 14:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Birgir Ævarsson, vinur minn til 30 ára, var gallharður Bliki. Hann lést úr krabbameini þann 9. desember sl., fimmtugur að aldri.
Þeir voru ófáir leikirnir sem við Biggi fórum á saman til að sjá Val og Breiðablik spila, en ég hef verið Valsari frá blautu barnsbeini. Biggi fékk ekki að upplifa Breiðablik sem Íslandsmeistara... ekki í þessu lífi.
Daginn sem Birgir var jarðaður, lést Hrafkell Kristjánsson, íþróttafréttamaður eftir bílslys, en hann var eins og margir vita, bróðir Ólafs, þjálfara Breiðabliks. Ólafur sagði í viðtali eftir að Blikarnir voru orðnir meistarar að þrátt fyrir hið mikla áfall við fráfall bróður síns, hafi hann þó einnig getað sótt styrk frá minningu hans í hinni miklu baráttu undanfarinna vikna.
Ég óska öllum Blikum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Besta og skemmtilegasta liðið stóð uppi sem sigurvegari.
Hér er Biggi með 7 punda lax sem hann fékk í Sléttuá í Reyðarfirði, í ágúst 2005. Við fengum auk þess rúmlega 50 sjóbleikjur í ánni þennan fallega dag. Ég sakna Bigga.
Breiðablik er Íslandsmeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 26.9.2010 (breytt kl. 15:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Valur er með mannskap sem passar alveg við stöðu þeirra á töflunni. Ofar en þetta væri mikill bónus og maður spyr sig;.... á kostnað hvaða liðs, ættu þeir að vera ofar á töflunni?
Þessi mynd hér til hægri, af Guðjóni Þórðarsyni, birtist með Mbl.- fréttinni, undir fyrirsögninni: "Þjálfaraskipti hjá Val ".
Hvort er þetta kóróna eða nautshorn yfir höfði hins skapmikla þjálfara?
Yfirlýsing frá Val: Ekki leitað til annarra aðila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 26.8.2010 (breytt kl. 22:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held að Willum sé drengur góður, en hann virðist þola pressu afar illa. KR-ingar voru með langbesta mannskapinn þegar hann gerði þá að Íslandsmeisturum, nánast sjálfspilandi lið. ÉG hefði treyst mér til að gera þá að meisturum. En svo fór hann á taugum þegar á móti blés, það mátti glögglega sjá í sjónvarpsviðtölum við hann.
Hungrið í Valsmönnum var mikið þegar þeir urðu meistarar 2007, en liðið spilaði samt engan stjörnubolta. Eftir titilinnn var "down hill" hjá liðinu og sumarið var herfilegt og ekki skánaði það með tilkomu Atla, nema síður sé.
Keflvíkingar hafa spilað á köflum glimrandi fótbolta og ég vona að Willum skemmi það ekki.
Willum Þór skrifaði undir hjá Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 1.10.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atli bestur hjá FH-ingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 27.9.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 946205
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Frábær innsetningarræða Trump
- Ranghugmynd dagsins - 20250120
- Orkuver út á sjó
- I wish I was in Dixie
- Fyrsta nýja Tungl ársins 2025
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Flokkur Fólksins hefur aðlagað sig að stefnumálum Samfó og Viðreisnar
- Innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta haldin innandyra
- Í mesta lagi framkvæmdastjórar
- Trump snýr til baka