Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Landsliðsmaður?

Ég bloggaði um það fyrr í sumar, sjá HÉR , að mér finndist Atli Guðnason besti leikmaðurinn á Íslandi í dag. Hann er snöggur og fjölhæfur, á margar stoðsendingar og skorar slatta sjálfur.

Sumir segja e.t.v. að hann sé léttur og ekki nógu sterkur, en margir smáir en knáir knattspyrnumenn hafa skinið skært á stjörnuhimni fótboltans í gegnum tíðina. Má þar nefna Allan Simonsen hinn danska, Kevin Keegan og Paul Scholes. Scholes er reyndar svaka kubbur, þó hann sé innan við einn og sjötíu á hæð.

frh00365skb00261Af "nettum" íslenskum knattspyrnumönnum sem getið hafa sér gott orð á vellinum, má nefna Karl Þórðarson. Það var oft unun að fylgjast með Kalla Þórðar fífla andstæðing sinn upp úr skónum. Þetta fékk maður oft að sjá í landsleikjum á Laugardalsvelli hér í denn og íslenska hjartað tók kipp af fögnuði.

Ég segi að Atli Guðnason eigi klárlega að fá séns í landsliðinu.


mbl.is „Klárlega mitt besta sumar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið skorað í ár

Nú þegar 88 leikir eru búnir af 132 í efstu deild, hafa verið skoruð 287 mörk sem gera 3,26 mörk á leik.  Það kæmi mér ekki á óvart ef meðalskorið verður met í ár.

funny-football-pictures-4Það voru herfileg mistök að ráða Atla sem þjálfara Vals. Mér fannst Atli frábær fótboltamaður og örugglega góður liðsfélagi, jafnt í sínum félagsliðum sem landsliðinu, en sem "kallinn í brúnni" er hann alveg glataður. Miðað við gengi liðsins eftir að hann tók við, þá hljóta leikmennirnir að vera svipaðrar skoðunnar og ég. Það fyrsta markverða sem gerðist eftir að Atli tók við, var að besti leikmaðurinn þeirra í sumar, Ólafur Páll Snorrason, yfirgaf félagið. Frábær byrjun hjá Atla... eða þannig.

15

Valsmenn í skyndisókn gegn Grindvíkingum í kvöld.

Gengi Valsmanna hefur valdið mér miklum vonbrigðum í sumar en nú fer að styttast í EM kvenna. Ég hef fulla trú á stelpunum og þættirnir á RÚV um þær er fín upphitun.

Flottar stelpur Smile


mbl.is Grindvíkingar nældu í mikilvæg stig gegn Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt, veit hvað er að. Það er allt

valur1 Atli Eðvaldsson er að brjóta blað í íslenskri þjálfarasögu með ummælum sínum. Eftir tapleikinn á heimavelli gegn Fylki, sagði hann margt jákvætt í leik liðsins. Ég sá ekkert, frekar en þeir sem lýstu leiknum á st2 sport. Það var hrein hörmung að sjá til liðsins. Og í kvöld sagði hann margt jákvætt við leikinn, nefnilega allt ómögulegt. Sumir segja að það sé gott að falla til botns því þá náist viðspyrna, en Valsmenn eiga ekki að hugsa þannig. "Valur flýgur vængjum þöndum", brotlending er aldrei góð.

Atli á að einbeita sér að teppasölunni, er hann ekki enn í því annars?


mbl.is Sanngjarn sigur Fjölnis á Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissi ekki um innáskiptingar

17159_380_wÉg þekki Atla Eðvaldsson, persónulega ekki neitt en mér hefur aldrei líkað við hann sem þjálfara. Atli var mikill baráttujaxl sem leikmaður. Sumir hefðu jafnvel kallað hann grófan leikmann. Hann var ótrúlega markheppinn miðjumaður en mig minnir samt að hann hafir spilað í fremstu víglínu hjá Dortmund í Þýskalandi.

Undir stjórn Atla lék landslið okkar afspyrnu leiðinlega, og í þokkabót árangurslitla knattspyrnu. Hjá Þrótti, einhverjum árum fyrr, entist hann stutt og var látin fara. KR-liðið þurfti ekki þjálfara á þessum árum þegar Atli var þar við stjórn, ekki frekar en Skagamenn þegar Logi Ólafsson, núverandi þjálfari KR-inga gerði þá að Íslandsmeisturum.

Atli hafði ekki hugmynd um hve marga varamenn hann hafði notað í leiknum, þegar hann spurði Kjartan varmarkvörð hvort hann væri klár að koma í markið en Kjartan svaraði honum að það væri ekki hægt, skiptingarnar væri búnar. "Þá leið mér ekki vel," sagði Atli. Shocking


mbl.is Atli: Hér get ég varla tapað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegur þjálfari

703518966_8213152192olikris_jpg_550x400_q95Tveimur þjálfurum í efstu deild karla í fótbolta hafa löngum farið nett í taugarnar á mér en það eru Willum Þór hjá Val og Ólafur Kristjánsson hjá Breiðabliki. Þeir eru alltaf að reyna að vera voða "cool" og klárir og þegar liðum þeirra gengur illa og þeir eru undir pressu, þá verða þeir nánast óþolandi. Þegar þeir eru fengnir sem álitsgjafar í leikjalýsingum, þá mætti halda að fótbolti væri flókin íþrótt, sem hún er einmitt ekki.

Síðustu dagar Willum hjá KR voru hrein pína, því hann virtist vera í taugaáfalli í öllum viðtölum sem tekin voru við hann. Það þarf sjálfsagt sterk bein til að vera þjálfari fótboltaliðs.... en hey... við erum á Íslandi. Það er ekki eins og það séu miljarðar í húfi Errm


mbl.is Willum: Buðum þeim upp á að skora
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun frá maí - júní

Sigurbjörn Hreiðarsson hefur verið atkvæðamikill með Val að...Ég gerði skoðanakönnun á blogginu í maí og júní um hvaða þjálfari fengi fyrstur að fjúka úr starfi. Svindlað var á skoðanakönnuninni því síðasta daginn komu skyndilega 40 atkvæði og öll á Ásmund Arnarson þjálfara Fjölnis. En augljós sigurvegari könnunarinnar var Logi Ólafsson KR,  í 2. sæti varð Leifur Garðarsson Fylki og í 3. sæti Willum Þór Þórsson, Val.

Samkvæmt könnuninni eru Heimir Guðjónsson, Guðjón Þórðarsson og Kristján Guðmundsson ÍBK, öruggastir í starfi.

Valur þarf þjálfara eins og Yuri Illitsev hinn sovétska, sem réði málum á Hlíðarenda um og fyrir 1980. Skoðanakönnunin fór annars svona: (Ath. að Ásmundur á einungis að vera með örfá atkvæði)

Hvaða þjálfari í efstu deild fær fyrstur að fjúka?
Ólafur Kristjánsson, Breiðablik 6.2%
Heimir Guðjónsson, FH 0.8%
Ásmundur Arnarsson, Fjölni 17.8%
Þorvaldur Örlygsson, Fram 2.3%
Leifur Garðarsson, Fylki 18.6% (3)
Milan Stefán Jankovic, Grindavík 6.6%
Gunnar Guðmundsson, HK 5.4% (1)
Guðjón Þórðarson, ÍA 1.2% (2)
Kristján Guðmundsson, ÍBK 0.8%
Logi Ólafsson, KR 29.5%
Willum Þór Þórsson, Val 7.8%
Gunnar Oddsson, Þrótti 3.1%
258 hafa svarað
Rauðir eru þeir sem þegar eru farnir, röð innan sviga.

mbl.is Skagamenn með útisigur á Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun frá maí

Ég gerði skoðanakönnun hér á blogginu mínu hver yrði fyrstur látinn fjúka. Könnunina má sjá HÉR  Gunnar Guðmundsson varð fyrsti þjálfari Landsbankadeildar í...
mbl.is Gunnari sagt upp sem þjálfara HK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá fyrsti sem fær að fjúka

Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks.Ég spái því að Ólafur Kristjánsson verði fyrsti þjálfarinn í sumar sem verður látinn taka pokann sinn. Nema að hann sé einhver allt önnur persóna með strákunum á æfingum en í sjónvarpinu.

Ég ætla að gera könnun hér á blogginu, hver þjálfaranna í efstu deild lesendur mínir halda að fái þann vafasama heiður að verða fyrstur til að fjúka.


mbl.is Ólafur Kristjánsson: Hugarfarið miklu betra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líknarmorð

Maður heyrir að KR-ingar séu með svaka þéttan mannskap en svo er ekki að sjá á leikvellinum. Hreint út sagt lélegir leikmenn sem eru að spila fyrir liðið. Það þarf ekki að flækja analíseringuna frekar.

mban85l


mbl.is Fyrsti sigur Blika - annað tap KR-inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband