Könnun á Austurlandi

Sl. haust gerði Capacent Gallup könnun á viðhorfum og væntingum gagnvart Alcoa álverinu á Reyðarfirði. Fréttatilkynningin um niðurstöður könnunarinnar fór ekki hátt, en hún var athyglisverð og algjörlega á skjön við fullyrðingar álvers og virkjanaandstæðinga. Nýlega heyrði ég þingmann VG segja að áhrif álversins væru vonbrigði fyrir Austfirðinga.

UntitledSpurt var:

Telur þú að álver Alcoa á Reyðarfirði hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á búsetuskilyrði á Austurlandi?

Eins og sjá má á kökunni hér til hliðar er niðurstaðan afgerandi. Þrátt fyrir þessa könnun, sem ég er fullviss að þingmönnum VG hafi verið kunnugt um, þá halda þeir áfram að ljúga að almenningi og segja að Austfirðingar séu nú að átta sig á að þetta voru allt saman tóm mistök. Mistök sem þeir vöruðu við.

Allir hafa rétt á sinni skoðun, en kjörnir fulltrúar VG á Alþingi ljúga og blekkja þjóðina í gengdarlausum bulláróðri, til þess að fá þá sem ekki vita betur, í lið með sér. 

 


mbl.is 88% ánægð með líf sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Kemur mér ekki á óvart svipu niðurstaða var hér í Hafnarfirði á sínum tíma eða rétt eftir 1970

Rauða Ljónið, 3.4.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og þá andskotaðist Hjörleifur Guttormsson gegn þessu, þannig að þessir últra vinstrimenn hafa lengi verið við sama heygarðshornið.

Þá voru umhverfismál ekki í umræðunni, heldur var keyrt á áróðri gegn auðhringum og hin meintu völd sem þeir öðluðust hér á litla Íslandi, ef þeir fengju að stíga hér inn fæti.

Eins og allir vita, hafa Hafnfirðingar verið þjakaðir af kúgun og ofbeldi álrisans í Straumsvík allar götur síðan

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Þeir eru víst búnir að snúa við plötuni en lagið er og textinn er hinn sami aðeins í öðrum búningi sem hentar tíðarandanum í dag, víst er það böl að hafa stóriðju sem skapar störf og gjaldeyrir í sinni heimabyggð og er landi og þjóð lyftistöng til menntunnar og framsóknar um betri lífsafkomu handa landanum.

Rauða Ljónið, 3.4.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband