Færsluflokkur: Sakamál
Heili karlmannsins er bæði flókinn og einfaldur.... kannski aðallega einfaldur
Það þarf oft lítið til að gleðja karlmenn
En þegar öllu er á botninn hvolft.....
Kynmök til að aflétta bölvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 13.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það hefur sennilega verið tæknileg mistök hjá Árna að kæra Agnesi. Hann hefur séð það eftir á að þetta yrðu töluverð fjárútlát fyrir hann. En það sem var enn verra fyrir hann er sú staðreynd sem hlýtur að hafa blasað við við honum og lögfræðingi hans, að Agnes hefði aldrei verið dæmd sek fyrir ummæli sín. Enda hvernig er það hægt fyrir að segja sannleikann? Og það að Agnes yrði dæmd sýkn saka, hefði í raun verið staðfesting á því að allt sem hún sagði var satt og rétt.
Kannski hefur kæran, og nú að draga hana til baka verið "P.R. stunt" hjá Árna. En það eru líka tæknileg mistök. Tæknin er alltaf eitthvað að stríða Árna greyinu.
Árni kom sér í alla sína ógæfu, einn og óstuddur. Ef menn vilja skreyta sig með svona hálstaui, þá er alltaf hætta á tæknilegum mistökum
Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 9.9.2008 (breytt kl. 17:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvers vegna ættu mennirnir að fara inn í rörið, ef þeim hefur verið bannað það? Starfsmaður á vinnusvæði Hellisheiðarvirkjunnar sagði mér í dag að verktakinn væri að reyna að komast undan siðferðilegri ábyrgð á harmleiknum og væri hreinlega að ljúga því að mönnunum hefði verið bannað að fara inn í rörið. Hefja átti verkið í dag, en svo var svindlað "aðeins" á því og byrjað deginum áður.
Viðeigandi öryggisreglum var ekki sinnt þegar ákveðið var að senda mennina inn í dauðagildruna. Hrikalegt ef satt er.
Bannað að fara inn í rörið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 21.8.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Það verur gerð bíómynd um þennan atburð. Crhistopher Plummer leikur kallinn og Scarlett Johansson stelpuna.
Plummerinn er helv. líkur ófreskjunni
Scarlett Johansson
Fá öll ný nöfn og kennitölur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 30.5.2008 (breytt kl. 09:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fólk er að hneikslast á þessum dómi. Ekki ég. Að brjóta skilorð má ekki, punktur.
Doing
Stal súpu og fer í fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 21.5.2008 (breytt kl. 22:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrir suma einstaklinga getur bið eftir afplánun verið óbærileg. Ég veit dæmi þess að ungur maður framdi sjálfsmorð eigandi yfir höfði sér tiltölulega stutta afplánun. Ég get auðvitað ekkert fullyrt að maðurinn hafi beinlinis stytt sér aldur vegna biðarinnar en ég veit hins vegar að honum kveið afskaplega mikið fyrir afplánuninni. Hann hafði aldrei setið inni áður og hann vissi ekki hvað beið hans. Ímyndunaraflið getur stundum hlaupið með menn í gönur.
Brotið sem hann framdi var ekki ýkja alvarlegt. Þetta var svona bernskubrek og hann var ódæll eins og stundum er sagt, á aldrinum 17-20 ára. Á þessum tíma var ekki möguleiki á að afplána refsinguna með samfélagsþjónustu.
Fyrir um tuttugu árum síðan var kunningi minn tekinn fyrir ölvun við akstur í Noregi. Hann fékk viku fangelsisdóm og hóf afplánunina að mig minnir viku síðar.
Það verður að koma þessum fangelsismálum í lag. Ástandið er ómannúðlegt.
140 dæmdir menn á biðlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 10.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Foreldrar míns umbjóðanda eru mjög ósáttir við orð hans í Dagblaðinu, segit réttargæslumaður annarrar stúlkunnar sem hefur kært séra Gunnar Björnsson. Hann hafi í raun vegið að trúverðugleika stúlkunnar.
Í fjölmiðlum hafa komið fram að einhverju leyti frásögn stúlkunnar af þessu máli en má þá ekki koma fram frásögn prestsins? Vega ekki orð stúlkunnar að trúverðugleika guðsmannsins?
Ekki hvarflar að mér að leggja neinn dóm á þetta mál, eða að ákveða refsinguna, ef einhver verður, eins og sumir bloggarar hafa nú þegar gert. Til þess eru dómstólar landsins.
Minn prestur hér á Reyðarfirði faðmar gjarnan safnaðarmeðlimi sína og kyssir þá jafnvel á kynnina við ýmis tækifæri. Sumum finnst það e.t.v. óþægilegt, en ekki mér. Ég á ekki vona á því að hann sé að kyssa fermingarbörn sín í einrúmi, eins og fréttir herma að sr. Gunnar hafi gert. En hvað vita bloggarar um, hvort það sé rétt?
Ef presturinn reynist sekur um kynferðislega áreitni, þá er það auðvitað skelfilegt áfall fyrir samfélagið þarna og þjóðkirkjuna í heild.
Meint áreitni stóð í mörg ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 6.5.2008 (breytt kl. 12:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki í skilningnum um (ó) mannlega hegðun. Það er ekki vafi á því að feður hafa getið börn með dætrum sínum hér eins og annarsstaðar. En ég vona samt að þjóðfélagið fari ekki í móðursýkiskast yfir svona fréttum. Mér fannst örla á því fyrir nokkrum árum, þegar syfjaspellsmál voru mikið í umræðunni. Umræðan beindist sterkt gegn öfum, er fréttir bárust af slíkum syfjaspellsmálum. Svo heiftarleg varð umræðan, að ég heyrði af afa nokkrum sem veigraði sér við að hossa barnabarni sínu á kné sér, af ótta við að það yrði misskilið.
Ef Austurríkismálið hefði verið í skáldsögu, þá hefði hún verið afskrifuð sem "of" mikil fabúlering, ótrúverðugt bull, sem fáir hefðu nennt að lesa.
HÉR er myndband af Josef Fritz að skemmta sér í Thailandi árið 1988 með vini sínum. Þá hafði hann haft dóttur sína innilokaða 4 ár í kjallaranum. Glaðlegur og hamingjusamur kall að sjá á myndbandinu
Norsk kona eignaðist þrjú börn með föður sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 1.5.2008 (breytt kl. 15:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það væri nú frekar ósnnfærandi ef Josef Fritzl tæki upp á því að iðrast nú, eftir 24gra ára djöfulsskap. Ef til væri iðrunarvottur í sjúkum hugarheimi þessa manns, þá hefði þetta ekki viðgengist svona lengi.
Lögreglan lýsir vistarverunni í kjallaranum sem afar þröngri með mörgum herbergjum, en sá gamli bætti við herbergjum eftir því sem fjölgaði í fjölskyldunni. "Hobby room" fær nýja og óhugnanlega merkingu.
Mér þykir það ótrúlegt að kona þessa skrímslis hafi ekkert vitað um athæfi karlsins. Einhversstaðar sá ég að ófreskjan ætti yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Í mínum huga er ekki til hæfileg refsing fyrir þennan verknað. En svo er ekkert víst að svona fyrirbæri eigi heima í fangelsi, frekar á stofnun fyrir alvarlega geðveika einstaklinga.
Sýnir enga iðrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 30.4.2008 (breytt kl. 00:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ökumenn undir áhrifum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 28.3.2008 (breytt kl. 22:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945812
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs