Færsluflokkur: Evrópumál
Ég hef á undanförnum mánuðum verið heldur mótfallinn ESB aðild, en þó enginn fantík í þeim efnum. Björgunarhugmyndir Evrópusambandsins... hvernig þetta bandalag hyggst takast á við fjármálakreppuna með sameiginlegu átaki hafa gert mig enn meira afhuga þeirri hugmynd að við ættum við vera í þessum pakka.
Það eru ekki einungis Slóvenar sem þurfa yfirdrátt til að bjarga öðrum þjóðum í bandalaginu. Portúgalar hafa upplýst að þeir þurfa einnig að taka lán fyrir þegna annars ríkis, þ.e. Grikklands. Ekki nóg með það heldur er þeim gert skylt að lána þeim með 5% vöxtum, á meðan að lánakjörin sem þeim sjálfum bjóðast eru 5,5%
Spánverjar, Írar og Ítalir eru í svipuðum vandræðum.
Þjóðverjar eru aflögufærir og gætu hugsanlega "grætt" á þessari lánastarfsemi, EF við gefum okkur að Grikkir geti yfir höfuð borgað eitthvað af þessum björgunarpakka/lánum til baka. En það er alls óvíst og hvað verður þá um "fátæku" löndin?
ESB- nei takk! ....Ég er góður
Slóvenar þurfa lán til að hjálpa Grikkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 5.5.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þessi mynd af Jóhönnu og Jóse hlýtur að vera úr einkasafni Jóhönnu. Hittingur hennar með forseta sambandsins var "leynileg einkaheimsókn" og meira að segja farið inn bakdyramegin.
"Evrópa, margar tungur ein rödd" Ekki margir sem trúa þessu á Íslandi
Munu mæla með aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 16.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þau rök halda ekki vatni fyrir Evrópusambandsaðild, að aðild að ESB hafi gagnast mörgum ríkjum þess ákaflega vel.
Hvert einasta land í Evrópu... og í heiminum öllum, ef út í það er farið, er einstakt. Þess vegna verður að vega og meta kostina og gallana fyrir Ísland, með ESB-aðild, en ekki að ræða það hvað Hollendingar og Danir eru ánægðir (eða óánægðir ) með veru sína í ESB.
Ég hygg að Jón Bjarnason hafi verið drýldinn á svip, þegar hann flutti ræðu sína á ráðstefnu í Biarritz í Frakklandi og sagði að hann væri sannfærður um að hagsmunum Íslendinga væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.
Ég held ég taki undir með kallinum.
Betur sett utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 26.11.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Össur Skarphéðinsson segir:
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að andstæðingar ESB hafa notað Icesave-deiluna til að halda því fram að Evrópusambandið hafi leynt og ljóst grafið undan Íslendingum. Það er hins vegar ómakleg ásökun og hefur margoft komið fram hjá forystu Evrópusambandsins að hún lítur á Icesave-deiluna sem algjörlega ótengda umsókninni um ESB,"
Og þá trúir hann væntanlega EKKI þingmanninum Lilju Mósesdóttur, sem fékk þær upplýsingar milliliðalaust frá breskum þingmanni á ESB samkomu fyrir nokkrum vikum, að Íslendingar gætu gleymt umsókn í ESB, ef við samþykktum ekki Icesave.
En Össur trúði fulltrúum AGS, þegar þeir sögðu að afgreiðsla lánsins frá þeim væri í engu háð samþykki Íslands fyrir Icesave skuldbindingunni.
Mikil er trú Össurar
- ESB vort, þú sem ert í Brussel.
- Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
- verði þinn vilji, svo í Evrópu sem á Íslandi
- Gef oss í dag vorar daglegu tilskipanir.
- Fyrirgef oss vorar Icesave-skuldir,
- svo sem vér og fyrirgefum
- vorum skuldunautum.
- Og eigi leið þú oss í freistni,
- heldur frelsa oss frá sjálfstæði.
- Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin
- að eilífu.
- Amen.
Ekki var við ugg í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 7.11.2009 (breytt kl. 15:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB allt !! Ísland er aukaatriði
Vissuð þið það að ef ísland gengur í ESB, þá verður bannað að stunda veiðar með hundum?
Ísland í brennidepli á BBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 8.10.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jóhönnu finnst ESB ekki hafa tekið sinn hluta af ábyrgðinni á gölluðu regluverki um banka og fjármálastarfsemi.
Þetta er nýr tónn hjá ESB-rassasleikjunum. En þetta er auðvitað lykilatriði í öllu málinu. Íslendingar eiga ekki að bera einir ábyrgð á þessu klúðri.
Ekki séð fyrir enda Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 26.9.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Á hausmynd nokkurra bloggara má lesa eftirfarandi:
"Allt að 200 manns vinna við málefni ESB um inngöngu Íslands í bandalagið .....13 manns eiga að rannsaka stærsta bankasvindl Evrópu!"
Það er augljóst hver forgangsröðunin er hjá núverandi ríkisstjórn og VG lætur teyma sig áfram, flokkurinn sem barist hefur hvað mest gegn inngöngu í ESB.
Einhver misskilningur er í gangi hjá Samfylkingunni um vilja þjóðarinnar, kannski heyra flokksmenn illa.
Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 23.9.2009 (breytt kl. 16:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef áður birt þessa mynd á blogginu hjá mér. Manni getur fundist hún góð þó maður sé enginn sérstakur ESB-sinni
Yfir 25% Bandaríkjamanna þjást af offitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 27.7.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Bein leið, gatan virðist greið".
Ef litla Ísland, með allt niðrum sig, hefur beinan og breiðan veg í faðm ESB, þá segir það okkur að hagsmunir Evrópusambandsins séu töluverðir að við gerumst aðildarþjóð. Það væri nú ágætt að fá að vita hvað ESB "græðir" á okkur, áður en við skrifum undir afsalið.
Leiðin styttri fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 27.7.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Össur Skarphéðinsson sagði við afhendingu umsóknarinnar að Ísland hefði margt að bjóða ESB og tiltók m.a. fiskveiðistjórnunarkerfið. Þetta er afar sérkennilegt í ljósi þess að Samfylkingin vill kollvarpa kerfinu.
Það verður ekki upp á Össur logið
Umsókn Íslands um ESB bíður afgreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 24.7.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði