Sjálfstæðum gjaldmiðli að þakka

Ég er nokkuð viss um að Jóhanna Sigurðardóttir, mállausa mannafælan í forsætisráðuneytinu, þakkar sér og ríkisstjórn sinni fyrir aukinn ferðamannastraum til landsins.

Ef ekki væri fyrir "ónýtu" krónuna okkar, þá væri önnur staða uppi, bæði hvað þetta varðar og góða afkomu útflutningsgreinanna. Þessu vill Samfylkingin fórna með fulltingi VG, með umsókn okkar til innlimunar í óráðsbandalag Evrópu.


mbl.is Ísland er heitasti staðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var nú bara smávegis könnun, skilst mér af fréttaklausunni, og hver veit hvað átt er við með "heitasti staðurinn".  Eftir að sjá hvort þetta  skilar sér í auknum ferðamannastraumi  til Íslands og kannski erfitt að draga ályktanir  af þessari frétt um hvort við eigum að halda tryggð við "krónuna" eða ekki.

Agla (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 16:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var metfjöldi ferðamanna í mars. Jóhanna og Steingrímur þakka sér það.

Annars getur vel verið að útlendingar komi hér í hópum í von um að sjá þessa álfa sem stjórna landinu

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.4.2012 kl. 17:11

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Íslenska krónan ætti að vera safngripur fremur en raunverulegur gjaldmiðill.

Þú ættir að lesa rit Eiríks Bergmanns Einarssonar og Jóns Þórs Sturlusonar: Hvað með Evruna? sem kom út á vegum Evrópuseturs Hákólans  á Bifröst 2008.

Niðurstaða höfunda er að reikna megi með um 15% lækkun verðlags á Íslandi, jafnvel meira.

Væri ekki nær að skoða þessi mál með víðsýni fremur en einhverjum afdalahætti?

Góðar stundir undir traustri stjórn Jóhönnu & Co.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.4.2012 kl. 18:19

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er eðlilegt að vinstrimenn beri blak af þessari hreinu og tæru ríkisstjórn sinni, en það er ekki eðlilegt að vera blindur ESB-sinni. Öll teikn eru á lofti um að það sé óðs manns æði að ganga í bandalagið, hvað sem síðar verður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.4.2012 kl. 18:22

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Já það er vonandi að krónan veikist enn frekar og gengið lækki áfram, helst að Evran fari í 280 krónur og dollarinn í 210 krónur.

þá koma enn fleiri ferðamenn!

Skeggi Skaftason, 10.4.2012 kl. 21:45

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gunnar:

Þessari ríkisstjórn hefur tekist betur en vænta mætti af íhaldsstjórn. Ef í dag væri íhaldsstjórn þá væri alveg á tæru að ekki mætti hreifa við ýmsum sem þátt tóku í braskinu og blekkingunum í aðdraganda hrunsins. Nú er t.d. verið að rannsaka Samherja. Er eðlilegt að unnt sé að greiða einum manni út 3 milljarða, um 10.000 krónur á hvert mannsbarn fyrir kvótaaðild sem öll þjóðin á?

Og Samherji hefur verið leigudrottinn Alþingis í meira en áratug. Um þetta verður væntanlega fjallað í DV á næstunni.

Það er flest sem mælir með þessari ríkisstjórn. Hún hefur ekki látið hagsmuni rugla sig í ríminu heldur kappkostað að vinda ofan af vitleysunni og blekkingunum sem þið íhaldsmenn hefðuð aldrei getað gert betur! Ykkar mottó var að hygla auðmönnum á kostnað þeirra sem minna mega sín.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 10.4.2012 kl. 22:01

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fólk sem vill skattleggja fólk og fyrirtæki þannig að stórtjón hlýst af, vill fæla alla erlenda fjárfestingar frá landinu, vill stjórna landinu í gegnum bótakerfi og vera í stöðu til að útdeila af gæsku sinni fjármunum sem það hefur ekki unnið til, friða náttúruna fyrir ljóðalesara á kaffihúsum í 101 Reykjavík... o.s.f.v. er sjálfsagt ánægt.

Sannir vinstrimenn geta ekki kennt óáran um skattastefnuna, því hún hefur alltaf verið svona, ekki síst í góðæri. Þetta lið lærir aldrei af reynslunni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.4.2012 kl. 23:18

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Arður og hagnaður, gjarna kallað "gróði" af vinstrimönnum, er bannorð. Þegar slíkt sést á yfirborði þjóðfélagsins er það miskunarlaust skattað þannig að stöðnun blasir allstaðar við. Öfund og ólund er drifkraftur vinstrimanna... nema þegar þeir lepja latte í félagsskap hvers annars. Þá er glatt á hjalla hjá þeim.

 Svo þegar kaffið er búið þá er grátið óréttlætið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.4.2012 kl. 23:22

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gunnar:

Þú ættir að kynna þér hvernig Vogar á Vatnsleysuströnd brugðust við eftir að þeir „misstu“ af álbræðslu. Þeir tóku upp gjörólíka atvinnuuppbyggingu á eigin forsendum. Hvað ætlið þið að gera þegar sú stund rennur upp að Alkóa vill loka sjoppunni? Hversu lágt hyggist þið lúta?

Bygging Kárahnjúkavirkjunar var mikið glapræði á sínum tíma, olli útgerð og ferðasþjónustu miklum búsifjum og stórtjóni. Brask blómstraði m.a. sem kom fram í glórulítillri og óhóflegre óvandaðri byggingastarfsemi einkum á höfuðborgarsvæðinu. Og spár um „harða lendingu“ hagkerfisins rættust, því miður vegna ofurkapps ykkar eystra.

Og þið haldið enn áfram að væla þrátt fyrir að fá það sem þið vilduð. Og svo kennið þið vinstri mönnum um það sem þið íhaldsmennirnir gerðuð!

Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 12.4.2012 kl. 00:19

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert hreinn og beinn kjáni, Guðjón. Gerðu sjálfum þér nú greiða og kynntu þér málin hérna eystra. Þú átt að skammast þín fyrir svona fáfræðisbull. Misstirðu algjörlega af upplýsingaöldinni? Það er með ólíkindum að þú hafir náð þér í háskólapróf.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2012 kl. 01:11

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú virðist vera algjörlega heilaþveginn af Steingrími og einhverjum umhverfisbjálfum. Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningum og hreint ótrúlegt stundum að sjá þvaðrið sem frá ykkur kemur. Hreinlega til háborinnar skammar að æðri menntastofnanir hleypi fólki í gegn sem getur ekki hugsað óbrenglaða hugsun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2012 kl. 01:15

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þú vera allt að því forskammaður að ýja að því að samborgarar þínir séu heilaþvegnir af því að þeir eru ósammála þér.

Hvað megum við segja um þig? Eigum við að fullyrða að þú sért heilaþveginn af áltrúboðinu mikla og vilt ekkert annað að byggja upp í atvinnulífi þjóðarinnar?  

Mér dettur það ekki í hug en virði skoðanafrelsi þitt þó við séum langt því frá sammála. Þú og allir Íslendingar mættu skoða betur þessi mál. Kíktu á nýjasta bloggið mitt: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1234329/

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 14.4.2012 kl. 11:13

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég viðurkenni það að ég geng full langt í þessum athugasemdum... og biðst afsökunar á því. En þú gengur samt alveg fram af mér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2012 kl. 11:27

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í þessari grein þinni gætir mikils misskilnings og fáfræði og ég mun benda þér á nokkrar staðreyndir.... síðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2012 kl. 11:36

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi grein byggist á traustum staðreyndum sem erfitt kann fyrir þig að hrekja. Þú ert kannski heimaskítsmát í rökfærslu þinni?

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 14.4.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband