Færsluflokkur: Tónlist
Halldór Gunnar kom til Reyðarfjarðar með upptökutækin sín fyrir nokkrum vikum. Jóhannes Kr. Kristjánsson var einnig að sjálfsögðu mættur ásamt tökumanni sínum til að dokumentera.
Ég tók þetta upp áður en ég skellti mér í sönghópinn. Á þessum myndbút er Halldór að kenna viðlagið og að því búnu var undirspil sett í gang og tekið upp í nokkur skipti. Í heildina tók þetta innan við klukkutíma. Reglulega gaman að þessu.
Með gæsahúð á hnjánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 16.5.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Andrea Jónsdóttir var í viðtali á Rás2 áðan og umræðuefnið var m.a. samanburður á Whitney Houston og Celine Dion.
Það er alltaf erfitt að bera saman tvo topp listamenn og segja að annar sé betri en hinn. Þetta er smekkur hvers og eins. Andrea taldi Whitney vera betri af því Celine væri svo "lærð". Það væri meiri sál í Whitney.
Að mínu mati eru þetta tvær bestu söngkonur sögunnar en Celine hefur samt vinninginn hjá mér, einfaldlega vegna þess að ég fæ oftar gæsahúð þegar ég hlusta á hana.
Skemmtilegt myndband hér að neðan
Var Whitney Houston ólétt þegar hún lést? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 13.2.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leo Gillespie mun vera nokkuð þekkt söngvaskáld, (götu-trúbador) bandarískur að uppruna en hefur ferðast um heiminn frá því um 1970. Sagt er að hann hafi hafnað heimsfrægð og ríkidæmi sem honum stóð til boða í upphafi ferils síns. Hann vildi ekki fjarlægjast uppruna sinn og raunverulega köllun sem er nálægðin við áheyrendur sína.
KK og Gillespie eru miklir vinir og hafa verið að túra um Austurland að undanförnu. Þeir voru á Kaffi Kósý á Reyðarfirði á föstudagskvöldið og í Herðubreið á Seyðisfirði á laugardagskvöldið.
Ég kíkti inn á pöbbinn á Reyðarfirði og tók upp eitt lag á myndavélina mína. Myndgæðin eru slök í rökkrinu en mér finnst hin notalega stemning skila sér ágætlega. Lagið heitir Devil inside.
Gestir voru ekki mjög margir en Reyðfirðingurinn Viðar Júlí lét sig ekki vanta og hlustar hér andaktugur á KK og Gillespie. Viðar er faðir hins þekkta útvarps og sjónvarpsmanns, Andra Freys Viðarssonar.
Tónlist | 29.1.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, ókei, ég get verið óttaleg píka stundum... ég viðurkenni það. Sue me
Melanie Amaro sigraði í X Factor. Ég hef ekkert fylgst með þessum þáttum í ár en þegar ég sá þetta myndband, þá vöknaði ég smá um augun. Ég tengdi nýja þráðlausa Sennheiser heyrnartólið sem sonur minn fékk í jólagjöf, við "kjölturakkann"... geðveikt sound.
Hlustið og njótið!
Slys í lokaþætti X Factor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 27.12.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugarfóstur Ágústs Ármanns, sem féll frá nú í haust langt fyrir aldur fram, varð að veruleika í dag, í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.
Ágúst fékk þá hugmynd á vormánuðum að gera gömlum íslenskum ættjarðarlögum hátt undir höfði og byrjaði að skipuleggja dagskrá með Óskari Péturssyni, tenór og Álftagerðisbróður og Kór Fjarðabyggðar. Æfingar voru hafnar í flestum kirkjukórum sveitarfélagsins þegar Ágúst varð bráðkvaddur.
Gillian Haworth, skólastjóri Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og kórstjóri Kirkjukórs Reyðarfjarðar, tók við stjórn Fjarðabyggðarkórsins og afraksturinn voru hreint ágætir tónleikar við húsfylli í Kirkju og menningarmiðstöðinni.
Frá vinstri: Daníel Þorsteinsson píanóleikari, Óskar Pétursson og Gillian Haworth.
Daníel er Norðfirðingur en búsettur á Akureyri. Hann fetaði sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni undir handleiðslu Ágústs Ármanns Þorlákssonar.
Tónlist | 29.10.2011 (breytt kl. 21:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norski hobbitinn er med goda rodd.
Tónlist | 8.7.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
(Say a little prayer for you)
The moment I wake up.... Við í Kirkjukór Reyðarfjarðar erum að æfa þetta skemmtilega lag. Það verður "gegt" flott hjá okkur og við munum flytja það á listavikunni "Dagar myrkurs", sem haldin verður í Fjarðabyggð... (að ég held í lok nóvember).
Hér að neðan er skemmtilegt myndskeið með laginu.
Tónlist | 30.9.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er reyndar enginn sérstakur aðdáandi þessarar tegundar tónlistar, en það er alltaf gaman að hlusta á svona öðru hvoru og enn skemmtilegra er að syngja þetta.
Við í Kirkjukór Reyðarfjarðar myndum kannski ekki gera þetta alveg svona "ekta", en við færum asskoti nærri því
Tónlist | 30.9.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt netkosningu á http://wiwibloggs.com/ mun íslenska lagið lenda í neðsta sæti ásamt Slóveníu. Ég tel þá niðurstöðu líklegri en spá vitringanna í Svíþjóð
Who Will Win Eurovision 2010? Update #3
As of 5pm on Monday, May 3, a total of 16,721 votes have been cast in Wiwis poll to determine who will win Eurovision 2010. Heres where we stand:
Spains Daniel Diges with Algo Pequeñito | 7,282 | 43.55% | |
Turkeys maNga with We Could Be the Same | 4,589 | 27.44% | |
Germanys Lena Meyer-Landrut with Satellite | 1,339 | 8.01% | |
Armenias Eva Rivas with Apricot Stone | 923 | 5.52% | |
Israels Harel Skaat with Milim | 380 | 2.27% | |
Azerbaijans Safura with Drip Drop | 308 | 1.84% | |
Polands Marcin Mrozinski with Legenda | 233 | 1.39% | |
Serbias Milan Stankovi? with Ovo je Balkan | 198 | 1.18% | |
Belarus 3 + 2 with Butterflies | 162 | 0.97% | |
Ukraines Alyosha with Sweet People | 117 | 0.7% | |
Croatias Feminnem with Lako Je Sve | 112 | 0.67% | |
Lithuanias Inculto with Eastern European Funk | 103 | 0.62% | |
Romanias Paula Seling and Ovi with Playing With Fire | 99 | 0.59% | |
Swedens Anna Bergendahl with This Is My Life | 97 | 0.58% | |
Greeces Giorgos Alkaios and Friends with Opa | 91 | 0.54% | |
Slovakias Kristina with Horehronie | 84 | 0.5% | |
Latvias Aisha with What for? | 71 | 0.42% | |
Portugals Filipa Azevedo with Há dias assim | 56 | 0.33% | |
Albanias Juliana Pasha with Its All About You | 47 | 0.28% | |
Denmarks Chanée & Tomas Nevergreen with In A Moment Like This | 45 | 0.27% | |
Finlands Kuunkuiskaajat with Työlki ellää | 42 | 0.25% | |
Norways Didrik Solli-Tangen with My Heart Is Yours | 36 | 0.22% | |
Moldovas Sun Stroke Project & Olia Tira with Run Away | 34 | 0.2% | |
Irelands Niamh Kavanagh with Its For You | 32 | 0.19% | |
Belgiums Tom Dice with Me and My Guitar | 27 | 0.16% | |
Cyprus Jon Lilygreen & The Islanders with Life Looks Better In Spring | 27 | 0.16% | |
Estonias Malcolm Lincoln with Siren | 25 | 0.15% | |
United Kingdoms Josh Dubovie with That Sounds Good to Me | 20 | 0.12% | |
F.Y.R. Macedonias Gjoko Taneski with Jas Ja Imam Silata | 19 | 0.11% | |
Frances Jessy Matador with Allez! Ola! Olé! | 18 | 0.11% | |
Bulgarias Miro with Angel Si Ti | 17 | 0.1% | |
Maltas Thea Garrett with My Dream | 17 | 0.1% | |
Bosnias Vukain Braji? with Munja I Grom | 13 | 0.08% | |
The Netherlands Sieneke with Ik Ben Verliefd (Shalalie) | 13 | 0.08% | |
Russias Peter Nalitch with Lost and Forgotten | 12 | 0.07% | |
Georgias Sofia Nizharadze with Shine | 11 | 0.07% | |
Switzerlands Michael von der Heide with Il pleut de lor | 10 | 0.06% | |
Icelands Hera Björk with Je Ne Sais Quoi | 6 | 0.04% | |
Slovenias Ansambel Roka Žlindre in Kalamari | 6 | 0.04% |
Spá Íslandi úrslitasæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 5.5.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Margir eru hrifnir af sigurlaginu í söngkeppni frahaldsskólanna. Ég er ekki einn af þeim, en það er ekki að marka. Ég þoli ekki rapp
Það sem fólk dásamar mest er texti sigurlagsins. Hann er einlægur og hittir fólk í hjartastað. Miklar tilfinningar þar á ferð.
Hann er hins vegar eins og flestir rapptextar, skelfilega illa saminn. Það er fátt óþægilegra fyrir mín eyru en þegar eitthvað sem á að ríma, gerir það alls ekki og orðaflaumurinn er jafnvel hrynjandilaus.
Sigurlagið er á myndbandinu hér að neðan. Hvað finnst ykkur?
Borgarholtsskóli sigraði í söngkeppninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 11.4.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 946000
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ef gamla samfylkingin er
- Fyrstu tuttugu dagar desember 2024
- Æsifrétt dagsins
- -nanoafnanoafnano-
- Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..
- Fyrirbyggjandi aðgerðir
- Sniðganga, ríkissksókari sniðgengur starfsmann sinn.
- Jólasveinarnir
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- Ný ríkisstjórn mynduð