Hvað með Berlín og Kaupmannahöfn?

BotschaftBerlinSendiráð Íslands í Berlín er á dýrasta bygginarreit borgarinnar og kostnaðurinn við bygginguna fór langt fram úr áætlunum. Mér skilst að Íslendingar hafi fengið lóðina gefins fljótlega eftir seinna stríð. Umtalsvert fé fengist fyrir þessa fasteign í dag.

Svavar Gestsson er sendiherra í Kaupmannahöfn. Það væsir ekki um hann þar í gríðarlega stóru húsnæði, með gestaherbergjum og móttökusal. Húsnæðið er vannýtt og miklu ódýrara væri að leigja móttökusal fyrir sérstök tilefni, en að eiga þetta húsnæði á rándýrum stað í borginni.

 


mbl.is Sendaherrabústaðir verði seldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt segirðu. Ég hef aldrei skilið hversvegna sendiherrar þurfa svona mikið pláss.

Í litla íbúðarhúsinu að Gljúfrasteini voru gjarnan haldin boð fyrir tugi manna, jafnvel tónleikar og þótti ekki frágangssök þótt gestir þyrftu að sitja í stiganum. Það hlýtur að vera hægt að halda úti nauðsynlegustu þjónustu sendiráða og jafnvel gefa mikilvægum gestum eitthvað í gogginn þótt við höldum ekki úti heilu höllunum um allar jarðir.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nákvæmlega

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Stóra fasteignin sem Ísland á í sendiráðum er sendiráðsbyggingin í Tokyo.

 Annars held ég að slíkur sparnaður dugi skammt þegar þingmenn stjórnarliðsins ætla að nota allan ríkissjóðinn í að bjarga bönkum.

Héðinn Björnsson, 21.12.2008 kl. 09:36

4 identicon

Gott mál og þótt fyrr hefði verið.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:09

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég segi þetta með fyrirvara um hárnákvæmni talnanna, en fyrir tveimur árum og áður en þessar breytingar urðu, þá var planið að selja bústaðinn í Charlottenlund fyrir 300 miljónir og kaupa nýuppgerða íbúð í staðinn fyrir 180 miljónir fyrir senduherrann.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Miðað við þáverandi gengi

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband