Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Alveg er hún með ólíkindum, tryggð vinstrimanna við málstað ríkisstjórnarinnar og Hollands og Bretlands í Icesave- málinu. Auðvitað eru þó ánægjulegar undantekningar á því.
Við hin höldum ró okkar og stólum á stjórnarandstöðuna og réttsýnt fólk í ríkjunum sem við eigum í deilu við. Sá stuðningur sem ýmsir erlendir fréttamenn, dálkahöfundar og faglærðir aðilar í lögfræði og fjármálageiranum sýna okkur, er mikils virði.
![]() |
Telegraph: Engin ástæða til að Íslendingar greiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.1.2010 (breytt kl. 15:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Með þessu áframhaldi fyrirgef ég forsetanum allt og biðst afsökunar á hörðum orðum í hans garð.
P.s. Rauða Ljónið benti á þetta myndband í athugasemdarkerfinu.
![]() |
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.1.2010 (breytt 9.1.2010 kl. 00:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gylfi Magnússon er ómerkilegur að stilla þessu svona upp. Stjórnin hefur reyndar ekki nema 45% fylgi um þessar mundir, svo ekki er hótunin sterk. En ef það á að stilla öllum þjóðaratkvæðagreiðslum upp á þennan veg, þá mengar það raunverulegan tilgang atkvæðagreiðslunnar.
Nú á að kjósa um ný lög um Isesave og ekkert annað.
Ríkisstjórnin hótaði þjóðinni að lán Norðurlanda fengjust ekki með synjun forsetans. Hún hefur reyndar hótað fleiru ef við samþykkjum þetta ekki. Ekkert rætist af bölsýni og heimsendaspám þeirra.
Maður veltir því óneitanlega fyrir sér að Samfylkingin hafi verið plötuð af ESB, Hollendingum og Bretum. Þeim hafi verið lofuð hraðferð inn í ESB ef við færum að öllum afarkostum viðsemjenda okkar í Icesavedeilunni.
Ég sé enga aðra skýringu á linnku Samfó.... en hvað með VG? Hverju var þeim lofað? Eru það bara stólarnir sem halda þeim gangandi og hinn rómantíski ljómi sem þeir telja að sveipi fyrstu hreinu vinstristjórninni á Íslandi?
Steingrímur veit auðvitað að ef þessi stjórn hrökklast frá, þá gæti orðið áratuga bið í að kjósendur geri aðra tilraun með svona stjórnarmynstri.
![]() |
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.1.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það vantar ekki hnefasteitingar og hróp og köll þegar vinstrimenn eru í stjórnarandstöðu
![]() |
Blása til kröfufundar á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2010 (breytt 18.1.2010 kl. 14:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég sendi Hannesi Hólmsteini, bloggvini mínum og skoðanabróðir, eftirfarandi skilaboð í bloggkerfinu:
Sæll Hannes.
Ég hefði valið aðra fyrirsögn fyrir grein þína í The Wall Street Journal. Við hægrimenn höfum einmitt gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir slælega kynningu á málstað okkar og fyrirsagnir á borð við þína, komu einmitt í helstu fjölmiðlum veraldar vegna þess að Jóhanna og co. eru ekki að standa sig í kynningarmálum. Þó við viljum ekki borga og að hægt sé að færa góð rök fyrir því, þá viljum við fara að lögum. Það er aðal atriðið.
Kv. Gunnar
"Why Iceland Does Not Want to Pay", er fyrirsögn H.H.G. í WSJ.
![]() |
Peston: Við erum allir Íslendingar nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2010 (breytt kl. 15:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég viðurkenni það fúslega að ég vil þessa ríkisstjórn burt. Ég tel að forsætisráðherra sé ekki starfi sínu vaxinn og að skattastefna stjórnarinnar stórskaði efnahag þjóðarinnar, auk þess sem ríkissjóður mun ekki fitna af þeirri stefnu.
En ég tel það varasamt að ganga að því gefnu að annaðhvort forseti eða ríkisstjórn þurfi að fara frá vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef slíkt yrði regla, væru það hömlur á það beina lýðræði sem margir mæra um þessar mundir.
Það þarf hins vegar að setja skýrar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur, m.a. hvað þurfi til, til þess að hún verði kölluð fram. Mér finnst sjálfsagt að undanskilja skattamál og fjárlög frá þessari lýðræðisaðferð.
P.s. Minni á könnun hér til hliðar
![]() |
Réttum skilaboðum sé komið á framfæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2010 (breytt kl. 14:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er þyngra en tárum taki að hafa málllausa mannafælu sem forsætisráðherra. Ólafur Ragnar stóð sig með ágætum í viðtali við "Newsnight" á BBC.
![]() |
Ríkisstjórnin nýti sér athygli sem tækifæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er hárrétt hjá tengdasyni forsetans.
Slæmt er að hafa vinstristjórn í landinu, en það er skandall að hafa Jóhönnu sem forsætisráðherra við þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi.
Eigum við ekki að segja að það sé þjóðhagslega óhagkvæmt?... til að orða það mildilega
![]() |
Almannatengill undrast viðbrögð forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2010 (breytt kl. 11:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir forsetans og velgjörðarmenn úr vinstrinu, eru nú hans verstu óvinir, en mið-hægrimenn hafa sennilega aldrei verið sáttari við hann. Hvað fréttir hefur forsetinn nú að færa okkur?
Afsögn?
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En hvað um þann hluta lýðræðisins sem felst í því að fólk kýs sér ríkisstjórn og ríkisstjórnir taka ákvarðanir í góðri trú og að þær eiga ekki að vera settar til hliðar af einhverjum forseta?, spurði Paxman.
Ólafur: "Ég veit að í Bretlandi hafið þið ekki reynslu af því að treysta kjósandanum í þjóðaratkvæðagreiðslu, en alls staðar í Evrópu eru þjóðir sem treysta fólki til að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu".
Kallinn hefur engu gleymt
En auðvitað gat hann þess ekki að Íslendingar hafa ekki heldur neina reynslu af þjóðaratkvæðagreiðslu, en þarna tók hann "mómentið" og át spyrilinn
![]() |
Ólafur í kröppum dansi á BBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bubbi þýðir ríkur maður, það er fyrsta merking orðins samkvæmt orðabókum. Vill Bubbi Morthens koma öðrum trúbadorum á framfæri?
- Hætta verður strax öllum ríkisstuðningi við samtökin 78
- Merkisberar andskólastefnunnar
- Veiðigjaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu
- OG ENN VERÐUR "LENGT Í HENGINGARÓLINNI" HJÁ PLAY.........
- Fyrirsögnin á nú ættir að rekja í einhverja aðra ætt en Kristrúnar
- Lokalausnir fyrr og síðar
- Verið að fela eignarhaldið?
- Andóf sker ekki á fána.
- Biðlisti eftir hjúkrunarrými hefur lengst um 63,7% frá 2020
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Yfir 160 manns enn saknað í Texas
- Sogaðist inn í hreyfil farþegaþotu og lést
- Stóð á kassa í þrjá tíma til að lifa af
- Segja Epstein-listann ekki til
- Sakfelldir fyrir íkveikju að undirlagi Wagner-liða
- Kínverjar beindu geisla að þýskri flugvél
- Aflvana kaupskip sætir linnulausum árásum
- Vill læsa Palestínumenn inni í rústum Rafah
- Við þurfum að senda fleiri vopn
- Tilnefnir Trump til friðarverðlauna