Færsluflokkur: Bloggar

Athyglisverð ljósmyndasýning

Úti ljósmyndasýningin "Eskifjörður  þá og nú" sýnir staði, hús og mannlífið á Eskifirði í kringum aldamótin 1900. Ljósmyndirnar sem eru eftir ýmsa ljósmyndara eru allar í eigu ljósmyndasafns Eskifjarðar. Myndirnar eru settar upp og sýndar nálægt þeim stöðum þar sem þær voru upphaflega teknar og því eru myndirnar út um allan bæ. 

eski2

Sýningunni er ætlað að gefa gestum tækifæri á að ferðast aftur í tímann og bera saman þær miklu breytingar sem orðið hafa á Eskifirði. Sýningin hefst í lok júní og stendur fram á haust.

 


Krakow kvödd

17. júní

009

Nú var kominn tími til að kveðja Krakow. Lestin okkar til Varsjár átti að fara á hádegi en við vildum vera tímanlega í því og leigubílarnir voru mættir á hótelið okkar 10.45. Raða þurfti vel í bílana svo allt kæmist með. Hildur gætti töskunnar með pólska kristalnum sem sjáaldurs augna sinna. Ekki einu sinni Þóroddur fékk að halda á henni Joyful

011

Beðið eftir lestinni umkringd töskum. Skilaboð í símanum?

014015

 

 

 

 

 

Þægilegur 6 manna reyklaus.... og áfengislaus klefi! Mér skilst að áfengisneysla sé bönnuð í pólskum lestum, a.m.k. í þessari. Leiðin er 292 km. og ferðin tók 2 klt. 45 mín. Gant í Viðari, eins og einn félagi minn til sjós í gamla daga hefði orðað það ef einhver var að gantast. Sá var nýyrðasmiður, svona óvart Joyful

019018

 

 

 

 

 

017

Komin til Varsjár. Þóroddur virðir fyrir sér turnana tvo. Gamli og nýi tíminn kallast á.

022

Leigubíllinn sem við tókum á aðaljárnbrautarstöðinni í Varsjá til Chopin flugvallar var vel tækjum búinn. Grái kassinn fremst er vifta, loftkælingin í bílnum Joyful

026027

 

 

 

 

 

Komið til Chopin flugvallar.

Við fengum samskonar 82ja sæta hraðskreiða sportþotu til Kaupmannahafnar og við fengum frá Varsjá til Krakow. Frábært að ferðast í svoleiðis fararskjóta, rúmt um fætur og hægt að halla sætum mikið aftur, og flugið tók ekki nema um klukkutíma. Það kom okkur á óvart að við fengum mat og drykk um borð, á ekki lengri flugleið og allt í boði "hússins".

 

Í Kaupmannahöfn létum við fara vel um okkur í tvo daga. Reyndar byrjaði það ekki vel því vopnað rán var framið í lobbíinu á hótelinu okkar rétt eftir að fórum á kvöldgöngu, eftir að við  tékkuðum okkur inn. Þegar við komum til baka 2-3 tímum síðar var gulur lögregluborði vafin um afgreiðsluborðið og lögreglumenn að yfirheyra afgreiðslustúlkuna sem tók okkur með brosi á vör stuttu áður. Nú var hún ein taugahrúga með tárin í augunum.

038

Vettvangur glæpsins daginn eftir. Ég spurði afgreiðslukonuna (ekki sú sama og kvöldið áður) um atburði gærkvöldsins, en hún vildi sem minnst úr þeim gera, sagði að þetta hefði ekki verið neitt, engin slasast og engu rænt. Þegar ég tók þessa mynd seinna um daginn þá spurði konan mig með rannsakandi augnaráði hvers vegna ég væri að taka mynd. Ég yppti öxlum og sagðist vera að fara daginn eftir, þetta væri bara svona að gamni. "Ok", sagði hún og hélt áfram að grúska í pappírum, en gjóaði á mig auga öðru hvoru Joyful 

 Aðalheiður hafði ekki verið í Köben áður og hún fór að sjálfsögðu í Tívolí með manni sínum og Hildi og Þóroddi og fleiri lögboðna heimsóknarstaði en við Ásta lágum að mestu í leti en löbbuðum þó nokkrum sinnum um Strikið. Þar fundum við stóra sérverslun með geisladiska og DvD myndir, FONA.

034

Í tölvuleikjadeildinni í FONA. Stórútsala var í versluninni og gríðarlegt úrval. Þarna voru t.d. fleiri hundruð titlar af DvD myndum, margar tiltölulega nýjar, á 49.90 dkr. eða um 550 ísl. kr. Af hverju er þetta svona dýrt á Íslandi? Nýjar myndir í Póllandi voru á um 1.500 ísl.kr. Fann þar m.a.s. myndir með ísl. texta.

19. júní

044

Lent á Egilsstaðir Lufthavn. Frábærri ferð lokið og alltaf er yndislegt að koma aftur á klakann.

Þá er þessari ferðasögu lokið. Ég vona að þið hafið haft gaman að þessu bloggi, ég hafði það a.m.k. Nú get ég tekið aftur til við að blogga um dægurþrasið hérna heima Joyful

 


Afslöppun, búðaráp, tónleikar, veitingahúsarölt

16. júní

Við Ásta sváfum svolítið lengur þennan morgunn, við höfðum gott af því. Svo eftir morgunnverðinn þá löbbuðum við niður í bæ frá hótelinu okkar í fyrsta skiptið því við höfðum alltaf tekið leigubíl fram að þessu. Rúmlega hálftíma gangur var niður á gamla markaðstorgið, þar sem allt var að gerast.

015016

 

 

 

 

 

014017

 

 

 

 

 

Við þvergötuna fyrir framan hótelið okkar. Hver segir að veggjakrot getir ekki verið til prýði?

035031

 

 

 

 

 

Mikið var um dýrðir í gamla bænum þennan laugardag. Risatónleikar með frægum pólskum listamönnum til styrktar langveikum börnum. Lincoln limmósína með brúðhjón úr kirkjunni stóru við eitt horn gamla markaðstorgsins. Margar hjónavígslur fóru fram þarna þennan dag. Við hittum Íslendinga daginn áður í miðbænum sem voru að fara í brúðkaup í bænum. Kannski eru íslensk brúðhjón þarna á ferð.

023025

 

 

 

 

 

Í tíu mínútna göngufæri frá gamla bænum er þessi risa verslunarmiðstöð, Galleria Krakowska, sú stærsta sem ég hef komið í á ævinni. Ef ég man rétt eru þarna um 200 verslanir og þjónustufyrirtæki. Kannski eru það fordómar í mér en ég átti ekki von á öllu svona flottu, nýtískulegu og snyrtilegu í Póllandi. Gríðarlegt vöruúrval af öllu því nýjasta og verðið í flestum tilfellum hlægilegt. Á myndunum sést um helmingur verslunarmiðstöðvarinnar. P.s. Ég fékk ábendingu frá ferðafélaga að verslanirnar í þessu molli eru um 270!

019021

 

 

 

 

 

Innandyra. Loftkælingin var mjög góða þarna svo ég lét til leiðast að vera þarna lengur en í hálftíma Joyful. Við kallarnir vorum ítrekað gerðir að "plastpokamönnum" í leiðöngrunum í þessi musteri. "Við eltum þær á röndum, með poka í höndum, langt útí löndum" Tounge

020

Inni í nýja tímanum, gamli tíminn fyrir utan.

001

Um kvöldið hittumst við öll og fórum á ítalskan veitingastað sem stelpurnar höfðu "spottað" kvöldið áður við gamla markaðstorgið og því pöntuðum við okkur borð þar innandyra fyrir laugardagskvöldið. Mjög flottur staður og hvað er betra en pítsa á ekta ítölskum? Heppilegt að við pöntuðum borð innandyra því þetta var kaldasti dagurinn í ferðinni, ekki nema 22 gráður um daginn og fór niður í 16 um kvöldið. Daginn áður var langhlýjasti dagurinn, 37 stig!

003

Ásta og Aðalheiður alsælar með eftirréttinn.

 

 

 

 

 


Gyðingagettóið í Krakow og Schindlers List

15. júní

Fyrsti dagurinn án hinna, var sá heitasti í Póllandi til þessa. Hitinn fór í 37 gráður og þetta var dagurinn sem við löbbuðum mest! Það var þó bót í máli að að svolítil gola gerði lífið bærilegra auk þess sem við reyndum að ganga skuggamegin í strætunum.  Okkur langaði að skoða Gyðingagettóið í Krakow en lentum í smá misskilningi en við fundum þó allt að lokum með korti og smá leiðsögn. Kazimierz hverfið er heimsfrægt og eldgamalt Gyðingahverfi. " Płaszów concentration camp" er hinu megin við ánna Vislu þó ekki sé nema fárra mínútna gangur á milli og þar er einnig Verksmiðja Schindlers (Schindlers list).

042

Mörg húsanna í hinu fræga Kazimierz hverfi eru í niðurníðslu en öðrum haldið við en þetta Gyðingahverfi er eitt það elsta sinnar tegundar í heiminum. "The key to the understanding of the popularity that Kazimierz enjoys today is its unbelievable and lasting tolerance: two nations and two great religions existed here for centuries in harmony" eins og segir á einum stað á netinu, sem ég gúgglaði upp.

043

Sjaldan hafa íslenskir karlmenn verið jafn áfjáðir í að setjast við saumavélarnar Singer og Pfaff Grin. Sniðug borð á veitingastað og okkur fannst við ekki geta gengið framhjá þessu án þess að fá okkur kaldann þó kl. væri ekki nema hádegi Wink. Viðar er eins og boxari að koma úr 12 lotu bardaga. Hitinn var mikill og þetta var svooooo svalandi.

045

Hvar er verksmiðja Schindlers eiginlega? Hildur og Alla rýna í kortið við ánna Vislu046

Oskar Schindler fundinn! Safnið er hvorki fugl né fiskur, en gaman að hafa komið þarna. Ýmsar upplýsingar var þó að finna þarna um Schindler, verk hans og Gyðingasamfélagið í Krakow. Margir hafa séð hina rómuðu Óskarsverðlaunamynd "Schindlers List" með Liam Neeson í aðalhlutverki. 

Um 60 þús. Gyðingar voru í Krakow í upphafi seinna stríðs og voru þeir um fjórðungur íbúa borgarinnar. (Í dag eru íbúar Krakow um 800 þús) Aðeins 5% Gyðinganna lifðu stríðið af eða um 3.000 manns. Oskar Schindler bjargaði um 1.100 þeirra en hann var Mótmælandatrúar, Þjóðverji og meðlimur í Nasistaflokknum. Schindler lifði léttu og munúðarfullu lífi og efnaðist hratt á verksmiðjunni því hann réði eingöngu Gyðinga til starfa hjá sér vegna þess að þeir voru ódýrasta vinnuaflið. Enginn veit með vissu hvers vegna Schindler fór að bjarga starfsmönnum sínum en sögusagnir eru um að þegar hann gerði sér grein fyrir því að útrýma ætti öllum Gyðingum, þá hafi hann breyst. Í október 1944 fékk hann í gegnum sambönd sín og mútugreiðslur, leifi til þess að flytja verksmiðjuna ásamt starfsmönnum sínum til Brunnlitz í Moravíu (Tékkóslóvakíu). Einn hópur kvenna úr verksmiðju hans var sendur fyrir mistök til Auschwitz en honum tókst með harðfylgi að endurheimta þær úr dauðabúðunum. Talið er að það hafi kostað hann umtalsverða peninga.

Eftir stríð, reyndi Oskar Schindler fyrir sér í ýmsum viðskiptum, en allt misheppnaðist hjá honum. Gyðingarnir sem hann bjargaði stofnuðu þá sjóð honum til handa og í raun sáu þeir fyrir honum til dauðadags. Hann ferðaðist oft til Ísraels og þar var hann jarðsettur árið 1974. Tíu árum áður var hann heiðraður orðu "For the Righteous Among the Nations" og á orðuna var letrað "Sá sem bjargar einu mannslífi, bjargar veröldinni".

054050

 

 

 

Safnið er í raun bara einn salur með myndum og upplýsingum um sögu Oskars Schindlers. Við skrifuðum öll í gestabók safnsins.

Þegar við höfðum skoðað Schindlers safnið voru allir orðnir svangir, þreyttir og þyrstir. Stefnan var tekin til baka yfir Vislu í átt að stórri verslunarmiðstöð þar sem við fengum okkur að borða á útiveitingahúsi. Maturinn olli ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn og þar sem ég er sérlegur áhugamaður um mat og matargerðalist, þá tek ég gjarnan myndir af matnum sem ég borða þegar ég er í útlöndum. Það er ágætis regla því þá halda þjónarnir að maður sé blaðamaður á einhverju "Gourme" tímariti og vanda sig sérlega við þjónustuna við mann hehe.

057058

 

 

 

 

 

 

Djúpsteiktur Camenbert m/saladi og glóðarsteiktar kjúklingabringur vafðar beikoni og sólþurrkuðum tómötum, mmmm


Wawel kastali

14. júní

001 

Upp var runninn síðasti dagurinn í Krakow 23ja af 29 manna hópnum okkar. Hópurinn sem var að fara þurfti að vera mættur á brautarstöðina í síðasta lagi kl. 11.30 svo dagurinn var tekinn snemma að venju og rútan var mætt hjá okkur kl. 8.00. Nú skyldi skoða Wawel kastala. Á myndinni eru Þóroddur, Valli og Hildur fyrir utan hótelið okkar að bíða eftir rútunni.

wawel

Hér eru uppl. um kastalann af netinu.

Wawel Hill – a Jurassic limestone rock, a dominant feature in the landscape of Cracow (about 228 m above see level) was formed about 150 million years ago. Situated on the bank of the Vistula river, surrounded by waters and marshes, the hill provided a safe haven for people who have settled here since the Paleolithic Age. It is supposed that the Slav people started living on Wawel hill as early as the 7th century.
Early medieval legends tell stories about a dreadful dragon that lived in a cave on Wawel Hill, about his slayer Krakus, and about the latter’s daughter Wanda, who drowned herself in the Vistula rather than marry a German knight.
Towards the end of the first millennium A.D Wawel began to play the role of the centre of political power.
In the 9th century it became the principal fortified castrum of the Vislane tribe. The first historical ruler of Poland, Miesco I (c.965-992) of the Piast dynasty as well as his successors: Boleslas the Brave  (992-1025) and Miesco II (1025-1034) chose Wawel Hill as one of their residences.
At that time Wawel became one of the main Polish centres of Christianity. The first early Romanesque and Romanesque sacral buildings were raised here, including a stone cathedral that was erected after the bishopric of Cracow was established in the year 1000.

During the reign of Casimir the Restorer (1034-1058) Wawel became a significant political and administrative centre for the Polish State. Casimir’s son, Boleslas the Bold (1058-1079) began the construction of a second Romanesque cathedral, which was finished by Boleslas the Wrymouth (1102-1138). In his last will of 1138, this prince divided Poland into districts, and provided that Cracow was to be the residence of the senior prince. In 1291 the city of Cracow along with Wawel Hill temporarily fell under the Czech rule, and Wenceslas II from the Premysl dynasty was crowned King of Poland in Wawel cathedral.

009

010

012

Ekki mátti taka myndir inni í kirkjunni í kastalanum. Jóhannes Páll Páfi var biskup í Krakow og þjónaði í kirkju Wawel kastala áður en hann fór til Rómar. Svawek kunni öllu þarna góð skil og einhverjir túristar fylgdu okkur eftir og fengu frían leiðsögumann Smile.

016

Nú var komið að kveðjustund við hina 23 heimferðinga, ásamt Swavek og syni hans Carol. Við hin 6 sem framlengdum ferðina um 5 daga fylgdum hópnum á brautarstöðina rétt fyrir hádegi. Það var skrítin tilfining að kveðja þau þarna því hópurinn var samheldinn og skemmtilegur. Það sem eftir var dagsins fannst manni eitthvað vanta en svo áttuðum við okkur auðvitað á því að það var bara mjög gott að vera laus við helv. pakkið LoL

019

6 eftir. Alla, Viðar Júlí, Hildur, Þóroddur og Ásta. Ferðin hafði fram að þessu verið þaulskipulögð, mikið skoðað og þvælst frá morgni til kvölds, en nú tók við öðruvísi ferðalag. Meira frjálsræði og afslöppun.  Meira búðarráp og veitingahúsarölt.

038

041

Gamli bærin, "The Old Market Place". Þarna vorum við öll kvöld þessa 3 aukadaga í Krakow. Inni í þessu húsi var markaður eins og margir kannast við frá Spáni. Óteljandi básar með allskonar dóti, skartgripir, kristalvörur og mynjagripir. Húsið stendur í miðju risastórs torgs og magnað úrval veitingahúsa allan hringinn.

040

Þóroddur að æfa sig í kvöldmyndatöku. Hildur horfir spennt á eiginmanninn.

 


Britain's Got Talent

Ég má til með að skjóta þessu inn á milli í ferðasöguna. Ótrúlegur "amatör" söngvari. Takið eftir svipnum á kvendómaranum. Hún hlýtur að sitja í polli, heppin að renna ekki af stólnum LoL

 

 

Connie litla er yndisleg


Saltnámurnar í Krakow

13. júní

113115

 

 

 

 

 

Eftir heimsóknina til Auschwitz var kominn tími til að fá sér að borða áður en við færum í hinar heimsfrægu saltnámur í Krakow. Svawek vildi vera þjóðlegur og vísa okkur á ekta pólskt hlaðborð á skemmtilegum veitingastað og sú heimsókn olli okkur ekki vonbrigðum (með einni eða tveimur undantekningum Wink) Tvær fallegar og glaðlegar stúlkur tóku á móti okkur í þjóðbúningum þegar við gengum inn.

119

Hér er Þóroddur skólastjóri að fara yfir borðsiðina með hópnum. Innréttingin er í bjálkakofastíl með risastórum veggteppum á einum veggnum.

120

Spurning hvor er svínslegri, Siggi eða villigölturinn LoL

121

Forrétturinn var brauð með svínakæfu og svínarúllupilsum, mjög gott.

124

127129

 

 

 

 

 

Svínahnakki, glóðarsteikt svínarifjasteik, svínapulsur, andabringur,lamb á spjóti með grænmeti, tvennskonar bakaðar kartöflur, sallad og 3 tegundir af berjasafa.

 

136139

 

 

 

 

 

Eftir matinn var varið í stuttan kynningartúr í gamla miðbæ og markaðstorg Krakow. Við áttum ekki stefnumót við leiðsögukonu okkar í saltnámunum fyrr en kl. 4. Í miðbænum áttum við eftir að spóka okkur mikið innum um óteljandi eðal matsölustaði og verslanir. Frábær staður og mikið mannlíf, ekki síst á kvöldin. Á hægri myndinni var KR-ingi númer eitt á Reyðarfirði afhentur þessi bolur. Maggi rakst á bolinn þarna í miðbænum og stóðst ekki mátið að kaupa hann handa Sigga. Það sem raunverulega stendur á bolnum er: KRakow Smile

141145

 

 

 

 

 

Eftir að leiðsögukona okkar hafði tekið á móti okkur í anddyri saltnámanna, var labbað niður þröngan tréstiga, 7 þrep á milli palla, tæplega 100 metra ofan í jörðina. Þá tóku þröngir viðarklæddir rangalar við, sennilega ekki þægilegt fyrir fólk með innilokunarkennd. Þessir manngerðu hellar og gangar eru samtals um 300 km langir, já KÍLÓMETRA! Ferðamenn eru leiddir um ca 1% af þeim. Byrjað var að grafa þarna eftir salti á 13. öld. Salt var í Mið-Evrópu afar verðmætt á þessum tíma. Tilkoma saltsins á svæðinu er að þarna var eitt sinn sjór sem hafði orðið innlyksa , þornað upp og eftir varð saltið.147

Starf námumannanna þótti afar hættulegt en trúin styrkti menn í veru sinni þarna og því voru gerðar margar kapellur í námunum. Einnig eru þarna mörg listaverk hoggin í saltstein. Þarna er höggmynd tileinkuð Kópernikusi, stjarnfræðingnum pólska. Á myndinni eru Ásta, Valli og Alla.

151

Eins og áður sagði var mjög hættulegt að vinna í námunum, einkum vegna hruns, en ýmislegt var gert til að tryggja öryggi námumannanna. Hér má sjá aðgerðir í þá átt en virka ekki sérlega traustvekjandi því staurarnir líta út fyrir að vera alveg að bresta. Einnig var eitthvað um það að menn villtust í námunum og fundust e.t.v. mörgum mánuðum eða árum seinna.

153154

 

 

 

 

 

Hestar voru notaðir í námunum en hestur sem einu sinni fór þangað niður sá dagsljósið aldrei meir.

157

Gengið á milli hella. Leiðsögukonan okkar fremst og Alla og Hildur fylgja í humátt á eftir.

162

Stærsta kapellan í námunum og hefur mikla sögu að geyma. Gólfið eru slípaðar saltflísar og öll listaverk eru úr saltsteini. Meira að segja ljósakrónurnar eru úr saltsteinum, 700 stykki í hverri. Þarna erum við á yfir 100m dýpi og hitastigið þarna er stöðugt allan ársins hring, um 12 gráðu hiti.

164

Salt-ljósakróna

166

Leiðsögukonan okkar ásamt Svönu fyrir framan  veggmynd af síðustu kvöldmáltíðinni (að sjálfsögðu úr saltsteini). Í fjarlægð sýnist vera mikil dýpt í myndinni en í raun er hún ekki nema 15 cm djúp.

170

143

Sumstaðar voru gríðarlegir styrktarbitar í hellunum. Vegna saltmettaðs loftsins í námunum eru mörg hundruð ára trévirki sem ný. Fúi er enginn í viðnum. Einnig er talið að loftið í námunum sé afar heilnæmt, sérstaklega fyrir asma og lungnasjúklinga. Leiðsögukonan okkar sem var virkilega skemmtileg sagði okkur t.d. að hún væri 900 ára gömul og væri lifandi sönnun þessarar fullyrðingar. Á myndinni með leiðsögukonunni eru Lotta og Svawek að athuga hvort ekki sé allt í lagi með styrktarbitana.

Magnaður dagur var að kveldi kominn og allir fóru þreyttir heim á hótel. Ákveðið var að borða á hótelinu þetta kvöld enda allir orðnir úrvinda. Morguninn eftir ætluðum við að skoða merkilegan kastala og kirkju sem Jóhannes Páll  þjónaði áður en hann varð Páfi. Kl. 12 á hádegi færi svo allur hópurinn  fyrir utan okkur Ástu, Hildi og Þórodd og Öllu og Viðar áleiðis til Varsjár með lest og þaðan með flugi til Köben og svo til Egilsstaða þaðan daginn þar á eftir.

 

 

 

 

 


Auschwitz

13. júní

Lagt var af stað kl. 7 um morguninn með nýrri rútu sem við höfðum fyrir okkur í Krakow. Nú skyldi haldið til Auschwitz, um klukkutíma keyrslu frá hótelinu okkar. Pantaður hafði verið enskumælandi leiðsögumaður í búðunum. Ég mæli með að fólk panti sér tíma þarna um leið og búðirnar opna kl. 8 því þá er minnst af fólki þarna en um 5.000 manns heimsækja búðirnar að meðaltali á dag á sumrin.

041042

 

 

 

 

 

Það átti vel við að álfelgurnar á rútunni voru merktar Alcoa Grin Inga Lára, starfsmaður Alcoa og Ásta, aðstoðarskólastjóri Grunnsk. Reyðarfjarðar fyrir framan rútuna okkar sem var splunkuný með góða loftkælingu.

045

Upplýsingar um búðirnar við innkomuna. Pólsk yfirvöld ákváðu strax í upphafi að frítt yrði í safnið. Með því vildu þau leggja áherslu á hve mikilvægt væri að heimurinn fengi vitneskju um þau voðaverk sem þarna áttu sér stað. Fyrir neðan er stutt ágrip af sögu búðanna tekið af netinu.

History of the Auschwitz-Birkenau Death Camp

In 1939 Hitler annexed the old Polish town of Oswiecim to his Third Reich as Auschwitz, and a year later the Nazis could start the conversion of the town’s abandoned barracks into a concentration camp. First inmates, a group of Polish political prisoners, arrived on June 14, 1940. In addition to Poles there were soon imprisoned Soviet POW’s, Gypsies, and other nationals from the rest of German-occupied Europe to suffer and die in hellish conditions. In 1942, notably after the construction of the nearby Birkenau (Auschwitz II) concentration camp, trainloads of European Jews start to come. Most of them were immediately put to death in the Birkenau gas chambers.

  • October 1939: the Nazis annex the ancient Polish town of Oswiecim to the Third Reich and rename it Auschwitz.
  • November 1939: new German administration installs a German mayor.
  • 1940-1944: Polish peasants are being driven out of the area to make room for German settlers.
  • 1940: on Himmler’s order Jewish slave workers change emptied army barracks into a concentration camp.
  • June 14, 1940: the Nazis bring political prisoners, all of them Poles, to Auschwitz Concentration Camp as its first inmates.
  • 1941: all Jews are forced out of Oswiecim.
  • October 1941: construction of the Birkenau Concentration Camp, i.e. Auschwitz II, starts near Oswiecim.
  • 1942: setting up of Auschwitz III-Monowitz Concentration Camp.
  • January 1945: evacuation of the Auschwitz camps.
  • January 27, 1945: the Soviets take over Oswiecim.
  • 1947: new Polish government creates Auschwitz-Birkenau State Museum on the site of the concentration camps.
  • 1967: erecting of the International Monument to the Victims of Fascism at Birkenau.
  • 1979: UNESCO enters the Auschwitz concentration camp and the Birkenau death camp in its list of World Heritage sites.

054

Það var mjög sérstök tilfinning að standa fyrir framan þetta ógnvekjandi hlið. Arbeit Macht Frei; Vinnan gerir ykkur frjáls. Þetta voru fyrstu búðirnar í Auschwitz, af þremur. Hve oft hefur maður ekki séð þetta á mynd, en að standa þarna í eigin persónu gerði mann andaktugan.

055

Gengið inn í helvíti á jörð. Valli, Inga Lára, Edda, Stína, Maggi,Nonni, Jói, Viðar Júlí og Alla.

050

Leiðsögumaður okkar um búðirnar. Maggi hlustar af athygli.

056057

 

 

 

 

 

Vinstri: Lík fanga stillt upp á þessum stað, öðrum til viðvörunnar. Hægri: Hljómsveit sem skipuð var föngum spilaði við inn og útgöngu annarra fanga sem voru að fara og koma  frá þrælkunarvinnu. Þjóðverjunum fannst auðveldara  að telja fangana ef þeir löbbuðu í takt. Þeir sem ekki gátu gengið í takt voru barðir eða skotnir á staðnum.

060

"The Wall of Death", Veggur dauðans. Við þennan vegg voru um 7.000 manns skotnir vegna minnstu brota og yfirsjóna. Blóm og kransar liggja við vegginn frá gestum búðanna, e.t.v. ættingjum þeirra sem þarna voru teknir af lífi. Vinstramegin eru tveir staurar með járnkrók efst. Fangar voru hengdir upp á krókana með hendur bundnar fyrir aftan bak. Sársaukinn var gífurlegur því hendurnar nánast slitnuðu úr axlarliðnum. Hægra megin voru skrifstofur og fundarherbergi yfirmanna SS í búðunum.

061

Leiðsögukonan okkar og Carol Svaweksson við staurana skelfilegu

065

Veggur dauðans.

067

Varðturn við tvöfalda gaddavírsgirðingu

072

Það er e.t.v. enn nöturlegra að koma þarna að vetrarlagi?

066

Hægt er að stækka ef vill. Athygli vekur að öll upplýsingaskilti eru á pólsku, ensku og hebresku en ekki á þýsku þó Þjóðverjar séu fjölmennastir útlendra gesta á svæðinu. Block 11 var þekkt sem "The block of death. Margþætt "starfsemi" var í húsinu en aðallega var þetta fangelsi búðanna þar sem brotlegir fangar sættu grimmdarlegum yfirheyrslum og pyntingum. Flestir sem lentu þarna voru skotnir að loknum yfirheyrslunum en einnig var fólk dæmt til dauða í sérstökum klefum í kjallara hússins þar sem það var svelt í hel. Fleiri tegundir dauðarefsinga voru einnig í búðunum, t.d. var nokkrum tugum fanga troðið í gluggalausan klefa og ekki opnað aftur fyrr en þeir voru dánir af súrefnisskorti. Önnur refsing var þannig að fjórir fangar voru látnir sofa í eins fermetra klefa svo þeir gátu ekki einu sinni sest. Svo voru þeir ræstir að morgni til þrælkunarvinnu og þannig gekk það e.t.v. í marga daga og annaðhvort dóu þeir af sjálfu sér eða voru skotnir þegar þeir örmögnuðust.

Við fengum einnig að sjá ýmsa persónalega muni Gyðinganna í Auschwitz. Skó í þúsundatali í stórum haug og það var átakanlegt að sjá litlu barnskóna sem nóg var af. Sömuleiðis gleraugu í stórum haug og ferðatöskur sem eigendurnir höfðu merkt sér með nafni og heimilisfangi. Leiðsögukonan okkar sagði okkur frá því að gestur í safninu, Gyðingur frá Bandaríkjunum sem hafði lifað af vistina í búðunum hefði þekkt ferðatösku fjölskyldu sinnar. Það var tilfinningaþrungin stund. Í einu herbergjanna var haugur af mannshárum sem Nasistunum tókst ekki að farga á flótta sínum í stríðslok, 2 tonn að þyngd. Þarna var hár í fléttum, stórum og litlum en litur hársins var allur svipaður, grámuskulegur eftir rúmlega 60 ár. Bannað var að taka myndir af þessum munum.

073

Valli, Viðar, Gústi, Dísa, Aðalbjörg og Nonni. Villy, Stína, Svana og Þrúður fyrir aftan. Block 11 er hægramegin við miðju á myndinni.

084

Gasklefinn og líkbrennslan, sú fyrsta sem var tekin í notkun í Auschwitz. Þjóðverjum þótti þessi ekki nógu afkastamikill svo þeir smíðuðu stærri í Auschwitz-Birkenau sem þeir eyðilögðu á undanhaldinu þegar rússneski herinn kom 27. janúar 1945. Gasið sem þeir notuðu var Zyklon B, í málmdósum, á stærð við baunadósir. Fólkinu var talið trú um að það væri að fara í sturtu, aflúsun o.þ.h., látið merkja sér föt sín og raða snyrtilega svo það finndi þau aftur og afhent sápustykki um leið og það labbaði inn, allt til þess að þetta gengi rólega og þægilega fyrir sig. Svo var hurðinni lokað á eftir þeim og slagbrandur settur fyrir og ljósin slökkt.  Þeir opnuðu dósirnar og hentu þeim inn í klefann í gegnum litlar lúgur á þakinu og settu svo hlera yfir. Gasið virkaði þannig að það eyddi öllu súrefni í klefanum og fólkið kafnaði á 15-20 mínútum. Mikil skelfing greip fólkið þegar það áttaði sig á hvað var í gangi, angistaróp og barnagrátur og til þess að minnka ónæðið af hávaðanum frá fólkinu voru mótorhjól látin vera í gangi fyrir utan og músík spiluð í hátölurum. Þegar allt hafði verið hljótt í 10 mínútur var opnað á ný og aðrir fangar drógu fólkið inn í næsta herbergi þar sem ofnarnir voru. Þýskir foringjar í búðunum sem voru handteknir að stríðinu loknu sögðu að þetta hefði verið mannúðleg aflífun.... fyrir þýsku hermennina, þeir þurftu ekki að sjá blóð. Sálfræðingar á vegum þýska hersins höfðu komist að því að afleiðingar hefðbundinna aftaka með skotvopnum gátu verið alvarlegar til lengdar fyrir böðlana og óæskilegir sálrænir fylgikvillar sem slíku fylgdi var eytt með þessari aðferð.

Á myndinni að ofan er Jói Þorsteins, Edda og Siggi við gasklefann.

078

Gengið inn í gasklefann. Mest tróðu þeir 2-300 manns í um 100 ferm. klefann í einu. Til vinstri eru dyr að líkbrennsluofnunum.

083

081

Siggi og Þóroddur við dyrnar inn í gasklefann

079

Líkbrennsluofnarnir voru aðeins tveir þarna. Fólkið var sett á borðið á hjólunum, dregnar úr því gulltennur ef voru og rúllað svo inn. Áður hafði hár síðhærðra kvenna verið skorið og það nýtt í vefnað fyrir þýska herinn.

074

Þessi mynd er tekinn í nokkurra tuga metra fjarlægð frá gasklefanum og fyrir miðri mynd sést glitta í hús sem var heimili yfirforingja allra búðanna í Auschwitz, SS-Obersturmbannfuhrer Rudolf Höss. Fallegur garður umliggur húsið, stór sundlaug og þjónar á hverjum fingri sem að sjálfsögðu voru fangar. Einkabréf eiginkonu hans til vinkonu sinnar fannst eftir stríð og þar skrifar hún að hún "búi í himnaríki á jörð". Hvílík firring. Á myndinni f.v. ókunnur, Erna, Siggi og Linda.

076

Rudolf Höss fannst í felum í Þýskalandi eftir stríð og var færður pólskum yfirvöldum sem dæmdu hann til hengingar í Auschwitz í um 100 metra fjarlægð frá heimili sínu þar, þann 16. apríl 1947. Þegar dómurinn var kveðinn upp sagðist hann iðrast einskis, hann taldi að Þjóðverjar hefð gert rétt í sambandi við "Gyðingavandamálið". Á myndinni er Þóroddur Helgason (Seljan) við aftökupallinn sem var smíðaður sérstaklega fyrir Höss.

 

Auschwitz - Birkenau

096

Þarna er hópurinn kominn inn fyrir hliðið í Auschwitz-Birkenau sem var fyrsta viðbótin við upphaflegu búðirnar í um 10 mínútna akstursfjarlægð. Þarna streymdu lestarnar inn með Gyðinga frá allri Evrópu. Á tímabili fór um 70-80% farmsins beint í útrýmingu. Einungis þeir hraustustu fengu að lifa eitthvað lengur til þrældóms. Læknar reiknuðu út hver matarskammtur fanganna þyrfti að vera svo þeir lifðu ca. 4 mánuði sem var ósk yfirmanna búðanna.

090

Þjóðverjar reynda að eyða sem mestu af sönnunargögnum um voðaverk sín þegar ósigurinn blasti við. Þeir sprengdu stóran hluta búðanna í loft upp og þ.á.m. hina afkastamiklu gasklefa og líkbrennsluofna í Auschwitz-Birkenau. Ekki hefur verið reynt að endurbyggja þá heldur aðeins haldið við þeim fáu byggingum sem heillegar eru. Nánast öllum skjölum og ljósmyndum eyddu þeir einnig. Á myndinni sést heillegur hluti búðanna en vinstramegin tóftir þeirra sem þeir eyðilögðu. Horft er til hægri úr hús-hliðinu sem lestarnar streymdu í gegn með farma sína.  Þegar búðirnar þrjár; Auschwitz I, Auschwits II -Birkenau og Auschwits III voru full mannaðar voru þar um 100 þús. fangar. Alls dóu um 1,1 miljón manna í Auschwits, flestir þeirra 1943 og 1944. Konur og börn voru meirihluti fórnarlambanna. Þarna var hinn alræmdi Jósef Mengele yfirlæknir og gerði skelfilegar tilraunir á lifandi fólki og með sérstakan áhuga á börnum og þá helst tvíburum. Margar tilraunirnar voru algjörlega tilgangslausar, t.d. hellti hann allskonar litarefnum í augu fólks til þess að athuga hvort hann gæti breytt litnum. Afleiðingarnar voru í flestum tilfellum blinda og þá flýtti það för viðkomandi í gasklefann.

092

Horft inn í búðirnar úr hús-hliðinu. Lestarnar stöðvuðu við litla húsið vinstramegin við miðju. Þar var fólkið flokkað af læknum. Meirihluti kvenna, lasburða karlmenn og gamalmenni og öll börn öðrumegin, rest hinumegin.

095

Einhver hefur sett þennan krans á teinana fyrir innan hliðið. Þetta hafði allt mikil áhrif á mig.

102 

Einn skálanna. Eldstæði er í öðrum endanum og stokkur frá honum eftir endilöngum skálanum. Lítill ylur fékkst þó frá þessu í vetrarkuldum því frostið gat farið niður í 30 stig og braggarnir óeinangraðir með öllu og moldargólf undir rúmum. Rottugangur var mikill og margir dóu úr smitsjúkdómum. Óbærilega heitt gat verið á sumrum þegar hitinn fór yfir 30 stig og íbúar í hverjum skála voru helmingi fleiri en þeir voru hannaðir fyrir. Gert var ráð fyrir 4 í hverju rúmi en þeir voru 8.

103

101

Linda, Gústi, Valli og Sunna í einum skálanum.

099

Salernisaðstaðan. Fangarnir fengu ekki pappír til að þrífa sig með þegar þeir höfðu lokið sér af og ekkert rennandi vatn til  annarra þrifa eða drykkjar og fangabúningar þeirra voru ekki þrifnir fyrr en þeir dóu. Engu hefur verið breytt þarna, svona var þetta.

112

Þegar heimsókninni til Auschwitz var lokið byrjaði að rigna og það var e.t.v. táknrænt. Ég held að allir hafi verið hugsi eftir þessa upplifun. Hér má sjá út um gluggann á rútunni ánna Vislu (Vistula) og farið að líða að hádegi. Á morgunn blogga ég um það sem gerðist hjá okkur eftir hádegi, dagurinn var rétt að byrja.

 

 

 

 

 

 

 


Haldið til Krakow

12. júní

Eftir aðra heimsókn kennaranna í skóla í Stettin um morguninn, pakkaði hópurinn saman og nú skyldi haldið til Krakow í suður Póllandi. Lagt var af stað eftir hádegið með rútunni okkar góðu til flugvallarins og flogið á áfangastað með millilendingu í Varsjá.

003

Siggi að borða Prins Póló á leiðinni út á flugvöllinn í Stettin. Erna horfir á og úr andlitinu má lesa; "Ætlar hann virkilega ekki að gefa mér bita?" LoL

018

Tekið á loft í Stettin. Ótrúlega stór hluti Póllands er skógi vaxinn, sennilega stærstu viltu skógar Evrópu, sem er merkilegt í ljósi þess að 38 milj. manns býr í landinu sem er þó ekki nema þrisvar sinnum stærra en Ísland.

035

 Við skröltum í skrúfuvél frá Stettin til Varsjár í rúmlega einn og hálfan tíma, en fengum svo frábæra 82ja sæta þotu frá Varsjá til Krakow og sú ferð tók ekki nema 35 mínútur. Leðurklæddir stólar, mikið rými fyrir fætur og hægt að halla sér svo mikið aftur að auðvelt var að steinsofna í stólnum. Hér er Aðalheiður ákveðin á svip á leið til sætis í sportþotunni.

040

Seinkunn varð á flugi okkar bæði frá Stettin og Varsjá og það er lýjandi að bíða í flugstöðvum. Hér erum við loks komin til Jóhannesar Páls flugvallar í Krakow um kl. eitt eftir miðnætti. Jóhannes Páll Páfi var biskup í Krakow þar til hann breytti til og skellti sér til Rómar. Þess má geta að flugvöllurinn í Varsjá heitir Chopin, eftir tónskáldinu góða.

 


Skólaheimsókn og rósagarður

11. júní

Fyrripartur mánudagsins fór í skólaheimsókn kennara og starfsfólks Grunnsk. Reyðarfj.

080

Flestir makanna sváfu aðeins lengur og hérna eru f.v. Gústi, Maggi, Valli og Nonni í anddyri hótelsins að bíða eftir að "skólafólkið" kæmi til baka með einkarútunni okkar. Þegar þau komu var farið í útsýnistúr með rútunni.

088 

Hitinn var ennþá um 30 stig en rútan okkar var ný og með góða loftkælingu sem betur fer. Mikið er um stóra almenningsgarða í Stettin og mannlíf og allskonar uppákomur eru algengir viðburðir.

100

Ákveðið var að koma við í landbúnaðarháskóla og skoða þar rósagarð. Við háskólann er þetta risa svið með áhorfendasvæði fyrir 5 þús. manns. Þá varð einhverjum að orði; "Kannski 5 þús. Pólverja en ekki nema 3 þús. Íslendinga"Happy. Tifellið er nefnilega að leitun er að feitlögnum Pólverjum, sérstaklega meðal kvenfólksins, allar grannar og nettar. Merkilegt í ljósi þess að mataræðið virðist ekkert tiltakanlega holt, mikið af pulsum og bjúgum og annarri unninni matvöru var að sjá í kjötborðum matvöruverslana.

102104

Við Þóroddur Helgason, fulltrúar kirkjukórs Reyðarfjarðar í hópnum tókum lagið á sviðinu og sungum Ó blessuð sértu sumarsól. Fagnaðarlætin ætluðu aldrei að byrja LoL

112

Gríðarlegur tegundafjöldi rósa var þarna. Lotta, Svawek og Þóroddur myndar.

113

Ingrid Bergman

115

Chopin. Pólverjar halda merki höfuð tónskálds sín Fredrik Chopin hátt á lofti, það sáum við víða. Ásta stóðst ekki mátið, mmmmm góð lykt.

120

Götumynd í Stettin. Svawek sagði okkur að gamli bærinn hefði verið hannaður að fyrirmynd Parísar, þar sem strætin sameinuðust í stóru torgi.

124125

 

 

 

 

 

 

Eftir skoðunartúrinn fórum við hjónakornin í verslunarmiðstöðina við hliðina á hótelinu og fengum okkur grískan skyndibita. Við erum greinilega ekkert ósátt við það Grin

122033

 

 

 

 

 

 

Miðjan í mollinu innan og utanfrá. Hægri myndin er tekin úr kaffiperluturninum. Allt er þetta á sama blettinum við hótelið okkar. Verslunarmiðstöðin er nýtískuleg og vöruúrval er mjög gott og ekki spillir verðið fyrir. Verð á fötum er t.d. 50-150% ódýrara en á Íslandi.

129

Um kvöldið fórum við þrenn hjón, ég og Ásta, Glúmur og Lotta og Bryngeir og Inga Lára út að borða á hreint frábærum stað, Park Hotel. Risastór almenningsgarður er steinsnar frá hótelinu okkar og í honum miðjum er þetta glæsilega litla lúxushótel. Ég væri alveg til í að fara aftur til Stettin bara til að gista á þessu hóteli. Það er auðvitað í dýrari kantinum á pólskan mælikvarða, en á íslenskan mælikvarða er það ekki svo dýrt. Þarna erum við að nálgast þetta himnaríki bakhliðarmegin.  HÉR er heimasíða hótelsins. Aðeins er rúmlega 100 km. keyrsla frá Berlín til Stettin, því ekki að skella sér í dekurferð?

132

Við ákváðum að borða utandyra því það var ennþá 27 stiga hiti og komumst svo að því eftirá að fyrir það fengum við 30% afslátt. Innandyra er alveg geggjað.

135

Bryngeir íþróttakennari, Glúmur íslensku og sögukennari og Lotta leikskólakennari. Diskur og hendur Ingu Láru bókasafnsfræðingi hjá Alcoa til vinstri Smile

134

Við Ásta fengum okkur sallad sem Pólverjar eru snillingar í. Allur matur þarna er reyndar virkilega góður og vandaður. Snyrtimennska allstaðar til fyrirmyndar, jafnt á strætum og torgum, hótelum og veitingastöðum.

139140

 

 

 

 

 

 

Við löbbuðum inn í hótelið til að skoða. Þjónninn sem var mjög elegans fylgdi okkur um veitingasalina, greinilega stoltur af vinnustað sínum. Þegar við sáum þetta glæsilega fiskabúr, spurði ég þjóninn hvort fiskarnir væru á matseðlinum. Þá skellihló hann og sagði svo ekki vera, en hugmyndin er ágæt sagði hann glettinn á svip.

141138

 

 

 

 

 

 

Virðuleiki

144145

 

 

 

 

 

 

Þegar við komum til baka á hótelið okkar sat þar hluti hópsins á spjalli og allir fóru svo sælir til svefns

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband