Færsluflokkur: Bloggar

Tevez maður leiksins

Ekki var spurning að innkoma Carlos Tevez í hálfleik virkaði sem vítamínsprauta á leik Argentínumanna. Tevez átti stórleik og átti stóran þátt í þremur markanna. Einnig var hrein unun að sjá til Messi þó stundum finnist mér nú hann reyna hlutina of flókna á fimmeyringi.

Mexókóar hafa vakið aðdáun mína með liprum spilurum ásamt því að vera agaðir og markvissir í aðgerðum sínum. Það verður athyglisverð rimman milli Argentínumanna og Mexikóa. Sigurvegari þeirrar viðureignar spilar að öllum líkindum við Brasilíumenn í úrslitaleiknum.


mbl.is Argentína skoraði fjögur í seinni hálfleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villi-mannlegur-harmleikur

432552AÉg held það hljóti að vera ógnvekjandi að vera staddur á fótboltaleik þar sem ofbeldi fer úr böndum og maður verður þáttakandi, einn og pínu lítill og gegn sínum eigin vilja, í atburðarás sem engin leið er að sjá fyrir endann á. Shocking

Legia Varsjá hlýtur að fá harða refsingu, þó svo þetta hafi gerst á heimavelli litháíska liðsins Vetra. 1-3 ára bann í Evrópukeppni kæmi mér ekki á óvart.


mbl.is Stuðningsmenn Legia létu öllum illum látum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr ísborkjarni afhjúpar veðurfar sl. 800 þús. ár

map_continent_antarctica

Eftirfarandi er frétt úr National Geographic News (5. júlí, 2007)

Hitastig á heimskautasvæðunum hefur sveiflast um allt að 15 gráður á Celsius á undanförnum 800 þús. árum, en svo hafa borkjarnar frá suðurskautinu opinberað. Það var maraþonaðgerð að bora niður á 3.260 metra í einu mannfjandsamlegasta umhverfi sem fyrirfinnst á jörðinni og einnig því afskektasta. Þessi næst lengsti ískjarni sem boraður hefur verið inniheldur lengsta tímabil sem hægt hefur verið að rannsaka út frá veðurfræði hingað til.

 Á þessu 800 þús. ára dagatali sést að kaldasta tímabilið var fyrir um 20 þús. árum, eða þegar síðasta ísöld var á hátindi sínum. Hlýjasta tímabilið var hinsvegar fyrir um 130 þús. árum síðan og þá var meðalhiti 4,5 gráðum hærri en hann er nú.

Það hefur verið spáð heimsenda fyrir minni hitasveiflu en þetta.

 

 


Þættinum hefur borist bréf

Það kom mér á óvart þegar mér barst til eyrna í gær að síðdegisþáttur Bylgjunnar kynnti til sögunnar bréf sem þau kváðu að þættinum hefði borist frá höfundi þess. Bréfið var lesið upp og reyndist það vera bloggfærsla mín um hremmingar systur minnar í viðskiptum við ÓB-bensín. Ég hef ekkert sent þetta bréf, nema á internetið, á gthg.blog.is, þar sem það liggur opið fyrir miljarða jarðarbúa að skoða. Þetta er hinsvegar einkennileg notkun á færslunni hjá Bylgjunni. Bloggfærslan mín er allt í einu orðið bréf sem ég sendi útvarpsþætti!   

ÓB-bensín er á flótta undan málinu og fá Andra Hrólfsson hjá alþjóðaþjónustu VISA sér til stuðnings.  Þeir kenna um tregðu í hinum sænska viðskiptabanka systur minnar en það skýrir ekki samskonar lífsreynslu ótal annarra útlendinga, hjá allt öðrum bönkum, í viðskiptum sínum við fyrirtækið. Af hverju gerði Olís-ÓB-bensín ekkert með kvartanirnar sem rigndi yfir þá frá óánægðum viðskiptavinum sem voru komnir heim til sín til Ítalíu úr fríinu sínu, en kipptu þessu svo snarlega í lag  um leið og lögfræðingur var kominn í málið? Hvar liggja peningarnir í 3-4 vikur? Hver hirðir vextina af peningunum á meðan? Að hvers beiðni gerir kortafyrirtækið 25 þús. kr. upptækt af kortum viðskiptavina ÓB-bensíns? Hvað meinar Andri Hrólfsson með því að það sem standi í framhaldi "bréfsins" séu "...mjög alvarlegar ákúrur"? Hefur sá sem er rændur ekki rétt á að vita hver rændi hann?

 Helgi Seljan mætti með crew og tók viðtal við systur mína strax á mánudag en það bólar ekkert á því í Kastljósinu. Kannski er ekki nógu mikil gúrkutíð. En mál systur minnar er leyst, hún fékk peningana sína til baka á þriðja degi frá hremmingum.


Hættulegt starf

croc-munch-big

Armed and dangerous

11. apríl s.l. var Chang Po-yu, dýralæknir að teygja sig í gegnum járnrimla á búri Nílarkrókódílsins í Kaohsiung dýragarðinum í Taiwan til þess að fjarlægja deyfipílur úr 200 kílóa skriðdýrinu áður en hann meðhöndlaði það. Krókódíllinn var þá ekki syfjaðri en það að hann sneri sér eldsnöggt við og beit framhandlegginn af dýralækninum. Starfsmenn dýragarðsins skutu þá tveimur pílum til viðbótar á krókódílinn án þess að hitta en þá sleppti dýrið hendinni. Farið var með dýralækninn og höndina í skyndi á sjúkrahús þar sem tókst að sauma hana á að nýju, eftir 7 klt. aðgerð. Á neðri myndinni er dýralæknirinn brosandi daginn eftir aðgerðina.

Nílarkrókódíllinn er stærstur krókódíla í Afríku, getur orðið allt að 5 m. á lengd og eru taldir drepa um 200 manns á ári.


Sér hönnuð sundföt fyrir múslimskar konur í USA

Þeir sem voga sér að gagnrýna múslima fá það oft óþvegið af sjálskipuðum boðberum umburðarlyndisins. Það má ekki einu sinni tengja hryðjuverk við múslima þó 95% allra hryðjuverka í heiminum séu framin af þeim. En það er fleira en hryðjuverk á afrekalista múslima samanber þessa frétt tengda blogginu.

060424_muslim_sports_big

Þessi mynd er ekki úr gríndálki Jyllands Posten heldur er þessi mynd úr grein í National Geographic. Sundfötin eru hönnuð í samvinnu Nike sportvöruframleiðandans og Sameinuðuþjóðanna.

"The Koran requires women to cover everything except their faces, hands, and feet, says Tayyibah Taylor, editor-in-chief of Azizah Magazine, a publication geared toward Muslim-American women".

 


mbl.is Kvenréttindakona dæmd til hýðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umfjöllun í Kastljósi

Hremmingar systur minnar sem ég greini frá í færslunni hér á undan, verður til umfjöllunnar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins síðar í vikunni. Það fór þá aldrei svo að þetta pár mitt hér á þessum vetfangi yrði ekki til einhvers gagns  Joyful

victory


Olís-ÓB bensín: kærðir fyrir þjófnað?

Systir mín sem búsett hefur verið í Svíþjóð um margra ára skeið er stödd hér á landi. Hún var á bíl dóttur sinnar og á leiðinni út úr bænum fyrir nokkrum dögum síðan og ákvað að fylla á bensíntankinn hjá ÓB Bensín, dótturfyrirtæki Olís. Hún notaði til þess debet kortið sitt en inni á því voru rúmlega 25 þús. kr., reiðufé sem hún þurfti að láta duga til mánaðarmóta. Hún fyllir á bílinn fyrir 3-4 þús. kr.

Þegar húm kemur til baka seint um kvöldið þá fer hún í matvörubúð til að kaupa einhverjar nauðsynjar en þá er debet korti hennar hafnað, engin heimild! Hún furðar sig að sjálfsögðu á þessu, fer inn á netbankann sinn og sér þá peningaúttekt hjá ÓB Bensín að upphæð kr. 25 þús. Hún verður alveg miður sín og hélt að hún hefði kannski gleymt að slökkva á dælunni eða eitthvað og einhverjir aðrir hefðu fyllt á tanka sína út á kortið hennar. Þá reynir hún að hringja í einhvern hjá Olís-ÓB Bensín en ekkert neyðarnúmer er hjá þeim en símsvari segir henni að skiptiborð opni kl. 8 að morgni. ob-bensin

Hún hringir á slaginu 8 morguninn eftir og fær samband við einhvern sem svarar fyrir kvartanir. Sá segir eðlilegar skýringar á þessu, því Olís taki þetta gjald af öllum sem nota debetkort ef þeir velji að fylla. Hins vegar finnist honum sjálfum þetta vera einkennileg vinnubrögð og í raun orðinn leiður á að þurfa að svara fyrir þetta, það rigni yfir hann kvörtunum, sérstaklega frá útlendingum sem eru komnir heim úr ferðalaginu frá Íslandi. Hann vísaði því máli systur minnar til yfirmanns síns, Jóns Guðmundar Ottóssonar, forstöðumanns Olís og ÓB stöðva. Hún fékk þau skilaboð frá honum að hann myndi hringja í hana. Það gerðist ekki fyrr en eftir hádegi þennan sama dag. 

 Sá ágæti maður, sem vel að merkja var kurteisin uppmáluð, sagði að þetta væri ekki Olís að kenna, heldur kortafyrirtækjunum, sem krefðust þessa. Þau tækju til sín 25 þús kr. sem tryggingagjald ef debetkort væri notað til áfyllingar. Útlendingar fengju endurgreitt að 3-4 vikum liðnum en Íslendingar fengju endurgreitt að 9 dögum liðnum! Við þetta fauk í mína manneskju og hún hótaði að fara með málið til lögfræðings en það vildi Jón Guðmundur fyrir alla muni að hún gerði ekki.

  file2616992Þá hringdi systir mín í Visa og þar komu menn af fjöllum og sögðust aldrei hafa heyrt annað eins og að þetta væri fjarri sanni. Eftir nánari athugun kom í ljós að þetta var gert að beiðni Olís. Þarna varð sem sagt ljóst að hinn kurteisi forstöðumaður Olís og ÓB stöðva laug að systur minni blákalt. Systir mín hefur notað kortið sitt til áfyllingar á bensínstöðvum bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum og aldrei lent í svona vitleysismáli áður.

Nú var systur minni nóg boðið og hafði samband við lögfræðing sem gekk hratt í málið og sendi forstöðumanninum tölvupóst. Eftirfarandi svar barst til baka:

Vísa Ísland er komið með mál vinkonu þinnar xxxxx xxxxx, gsm 857-xxxx til meðferðar, bakfærslan er föst í Reiknistofubankana en Vísa hafa umboð til að leysa þann hnút og hafa þeir sent beiðni til hennar banka í Svíþjóð til að lagfæra þetta.

Okkur þykir þetta mál mjög leiðinlegt og að  bankakerfið skuli virka svona á Íslandi vinnur klárlega ekki með okkur.

Enn er forstöðumaðurinn að kenna öðrum um en Olís-ÓB Bensín, sem sagt; "Það er allt í lagi hjá okkur en aðrir eru ekki að standa sig".

Eins og áður sagði þá var starfsmaður Olís sem tók á móti kvörtunum orðinn hundleiður á að þurfa að svara fyrir réttmætri óánægju viðskiptavina Olís-ÓB Bensín og fyrir fólk sem er farið af landi brott, að þurfa að standi í svona nokkru er auðvitað fyrir neðan allar hellur.. Ef tekið er af hverju debetkorti aukalega um 20 þús kr. þá hljóta þetta að vera umtalsverðar vaxtatekjur sem fyrirtækið "stelur" af fólki og ekki nóg með það heldur er þetta gert án þess að viðskiptavinurinn sé varaður við. Þessu er stolið í skjóli myrkurs.

Þegar systir mín nefndi við lögfræðing sinn hvort ekki væri hægt að kæra Olís fyrir þjófnað, þá sagði lögfræðingurinn að vissulega væri það hægt, en það kostaði mikla peninga og satt að segja dró lögfræðingurinn úr systur minni að standa í því.

Eftir mikla fyrirhöfn, símtöl og ferðalög á milli staða í borginni og í raun fullan vinnudag við að reyna að fá þetta leiðrétt, auk óþægindanna vegna þess að kortinu var hafnað af því innistæða reikningsins var tekin út í heimildarleysi, þá finndist mér rétt að Olís greiddi skaðabætur vegna þessa siðlausa og ólöglega athæfis. Hvað finnst ykkur?


Ert þú ekki íslensk?

Ég lenti í frekar skondnu atviki um síðustu helgi. Þýsk stúlka pantaði leigubíl í Bechtelbúðirnar við Reyðarfjörð og þegar ég mæti þá eru stúlkurnar tvær og með þeim í för er ástralskur karlmaður. Förinni er heitið á Norðfjörð, á ball með Jet Black Joe

Á leiðinni eru þremenningarnir á spjalli eins og gengur, hress og skemmtileg og eru að spyrja mig út í eitt og annað á leiðinni. Þýska stúlkan situr frammí hjá mér og hún talaði enskuna með dæmigerðum þýskum hreim, Ástralinn auðvitað með sínum ástralska hreim en hin stúlkan talar enskuna með ekta  íslenskum framburði, en jafnframt talaði hún þýsku alveg gallalaust að mér heyrðist.

Sú sem talaði enskuna með íslenska hreimnum spurði hin hvort þau vissu að á Reyðarfirði sæist sólin ekki frá nóvember og fram í febrúar og daginn sem hún sæist aftur væru allsstaðar kaffi og pönnukökur og þessi partý væru kölluð sól-kaffi. Ég leiðrétti hana og sagði "sólar kaffi" og spurði hana svo á íslensku:, "þú ert íslensk, er það ekki?". "Nei", svaraði hún mér á ensku, "ég er þýsk". Ég varð steinhissa og spurði þá á ensku, "En talarðu íslensku"?  Hún svaraði því til að hún kynni nokkur orð á íslensku, t.d. "góðan daginn, takk fyrir, já og nei" og þessi orð sagði hún með áberandi þýskum hreim.

Þá sagði ég henni að ég hefði næstum þorað að hengja mig upp á að hún væri íslensk, því hún talaði enskuna nákvæmlega eins og íslendingur myndi tala hana með sömu áherslum, framburði og hrynjandi. Þá hló hún við og sagðist hafa verið á Íslandi í 10 mánuði að vinna á hestabúi og þegar hún kom, talaði hún mjög litla ensku en hafði lært hana af Íslendingunum á hestabúgarðinum. Þetta þótti mér alveg stórmerkilegt, því hinn dæmigerði þýski framburður á enskri tungu er ekki sá hljómfegursti sem heyrist. Enskunámið í íslenskri sveit hafði alveg eytt þýska hljómfallinu og nú talaði hún enskuna eins og sönn íslensk heimasæta. Joyful


Alcoa styrkir JEA

Alcoa Fjarðaál styrkir Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi næstu þrjú árin. Samningur þess efnis var undirritaður á Egilsstöðum í gær við hátíðlega athöfn. Jasshátíðin fagnar 20 ára afmæli sínu í ár og hefur dagskráin aldrei verið glæsilegri

Enn og aftur sýnir Alcoa Fjarðaál hug sinn í verki gagnvart samfélaginu á Austurlandi og sannar hvílíkur hvalreki fyrirtækið er á mörgum sviðum atvinnu og mannlífs hér eystra. Skemmst er að minnast samningsins sem Alcoa gerði um fyrsta atvinnuslökkvilið á Austurlandi, í Fjarðabyggð. Eflaust túlka þetta einhverjir á þann veg að með þessu sé Alcoa að reyna að kaupa fólk, sér  til stuðnings en þeir hafa ekki þurft þess hingað til, hér hafa þeir verið velkomnir frá upphafi.

jass%20og%20alcoa

Samningurinn var undirritaður af þeim Jóni Hilmari Kárasyni, framkvæmdastjóra Jasshátíðar Egilsstaða á Austurlandi og Ruth Elfarsdóttur, framkvæmdastjóra fjármála hjá Alcoa – Fjarðaáli, í kaffihúsi KHB á Egilsstöðum.  Jón Hilmar sagði að samningur sem þessi væri hátíðinni mikill styrkur og lýsti mikilli ánægju með hann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband