Færsluflokkur: Bloggar

Ef þeir eiga það skilið....

Er þetta ekki ágætis aðferð til þess að fá opinbera starfsmenn til þess að leggja sig extra fram en vera ekki bara áskrifendur að laununum sínum? Þeir sem hafa stjórnað þessu sameiningarferli bera þarna mikla ábyrgð á opinberu fé og ef engin er gulrótin er hætt við því að til starfans fáist aðeins þeir næst bestu. Viljum við það? En svo er spurning hvort hið lægra setta en trygga starfsfólk OR hefði ekki átt að fá að kaupa sér stærri hlut en fyrir 100-300 þúsund.

Viðbrögð VG við sameiningunni koma mér ekki á óvart. Og þó boðað hafi verið til atkvæðagreiðslu um málið hjá borgarstjórn með skömmum fyrirvara, þá hefði það engu breytt um afstöðu þeirra til málsins þó fyrirvarinn hefði verið lengri. Svona lagað er bara ekki þeirra tebolli.


mbl.is Fá að kaupa hlut í REI fyrir 10 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsöryggið í fyrirrúmi

Karl-modelin eru sérstaklega "Cool" LoL


Enn um Mahmoud Forseta

Ekki hef ég fengið neinar athugasemdir við færsluna um forseta Írans á blogginu en ég hef hins vegar fengið viðbrögð bæði símleiðis og meðal þeirra sem ég hitti. Viðkvæðið er gjarnan að ef Ísraelsmenn kæmu ekki svona illa fram við Palestínumenn og ef Bandaríkjamenn styddu ekki Ísraelsmenn með ráðum og dáð þá væri friður fyrir botni Miðjarðarhafs.

Það er nú reyndar svo að ég var ekki að gera neina tilraun til þess að brjóta til mergjar ástæður ófriðarins í kringum múslima en sú skaðræðis óöld sem í kringum þá er tegir sig mun víðar en til Mið-Austurlanda. Ég var einungis að benda á hve vitlaust það er að bera blak af veruleikafirrtum forseta Írans með því að segja hve illt ástandið sé í hinum vestræna heimi að undirlagi BNA.

Ég hef áður bent á blogskrif Skúli Skúlason, og HÉR er ein margra athyglisverðra færslna frá honum.


Styður VG álver á Bakka?

Raforkusala til erlendra fyrirtækja er partur af því að ná stöðugleika í viðskiptum við útlönd. Stóriðjan er fugl í hendi en sjávarútvegurinn er fugl í skógi hvað stöðugleikan varðar. Vissulega fylgja stórum framkvæmdum vaxtaverkir, en á meðan kaupmáttur launa vex eða a.m.k. minnkar ekki, þá er ekki yfir miklu að hvarta.

Haft hefur verið á orði að stjórnarandstaðan hafi ekki verið sérstaklega samstíga í málflutningi sínum það sem af er vetri. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar frá því í fréttum að Framsóknarflokkurinn myndi leggja áherslu á álver á Bakka á næstunni og gat þess að Vinstri græn styddu þau áform. Þetta væru nokkrar fréttir, ef sannar reynast, því hér er ekki einasta um að ræða aukna samstöðu meðal stjórnarandstöðu, heldur einnig mikinn viðsnúning VG í afstöðunni til álvers á Bakka. Frambjóðendur VG þvertóku fyrir það í kosningunum í vor að flokkurinn myndi styðja álver á Bakka en ef marka má orð Höskuldar, er að verða breyting á þeirri afstöðu flokksins.


mbl.is Steingrímur J: Hagstjórn í molum og áætlanagerð úti í hafsauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Þorvaldur

Þorvaldur Örlygsson er þjálfari Fjarðarbyggðar.Þorvaldur Örlygsson náði frábærum árangri með lið Fjarðabyggðar í sumar. Fimmta sæti eftir að hafa verið í toppbáráttunni í allt sumar er mjög gott fyrir lið á fyrsta ári í deildinni. Fæst mörk fengin á sig allra liða í fyrstu deild segir allt sem segja þarf um vel skipulagt lið og þó skoruð mörk hefðu mátt vera fleiri þá spilaði liðið mjög skemmtilegan fótbolta. Það sem háði liðinu einna mest var lítil breid og því höfðu leikbönn og meiðsli meiri áhrif en ella. Styrkja þarf liðið um 2-3 leikmenn fyrir næsta keppnistímabil og þá eru það til alls víst. Áfram Þorvaldur!!
mbl.is Vilja halda Þorvaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minstrel In The Gallery

Þetta lag hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér með Tull.... ásamt 20-30 öðrum. Þarna er Tull á tónleikaferðalagi um bandaríkin 1976 og karlinn í fanta formi. Það er langt síðan ég sló síðast in Jethro Tull á youtube og það er kominn heill haugur af lögum þar ásamt nokrum viðtölum við Anderson. Alltaf skemmtilegur karlinn.

 


Austurískir göngugarpar

Í byrjun ágúst keyrði ég fjóra austuríska göngugarpa inn að Sæfelli frá Egilsstöðum. Ég bloggaði um það eins og sjá má HÉR . Fjórmenningarnir, tveir piltar og tvær stúlkur sögðu mér að þau myndu setja ljósmyndir úr ferðalaginu á netið og afraksturinn má sjá HÉR . Frábærar myndir frá ferðalöngunum.

phpThumb

Fjórmenningarnir gengu frá Snæfelli um Lónsöræfi til Skaftafells. En þau komu víðar við í Íslandsheimsókninni eins og sést á síðunni sem ég vísa í hér að ofan.


Bandaríkjahatarar allra landa, sameinumst!

Margir hafa látið skoðun sína í ljós á blogsíðum um heimsókn Ahmadinejad Íransforseta til Colombia háskóla í Bandaríkjunum. Sumir hneikslast á meintum dónaskap þeirra sem tóku á móti honum þar og þeirra sem hlýddu á hann. Það er einkum þrennt sem vakið hefur athygli af ummælum Ahmadinejad.

1. Helförin átti sér aldrei stað

2. Ísrael ætti að þurrka af yfirborði jarðar

3. Það er ekkert samkynhneigt fólk í Íran

Það er svolítið merkilegt að þeir sem myndast við að taka upp hanskann fyrir forseta Írans er hægt að skipta í tvo hópa; vinstrisinnað fólk og fólk sem hefur sérstaka andúð á Bandaríkjunum. Flestir tilheyra reyndar báðum hópum.

Fólkið sem tilheyrir þessum hópum gerir átakanlega sorglegar tilraunir til varnar forsetanum og/eða til árása á Bandaríkin. Guðmundur Steingrímsson sem brátt mun taka sæti á Alþingi Íslendinga fyrir Samfylkinguna segir m.a. í pistli sínum um Ahmadinejad:

"Hvað varðar homma ættu Bandaríkjamenn heldur ekki að hlæja of mikið. Ég veit ekki betur en að kvikmyndin Brokeback mountain hafi til að mynda verið tekin úr sýningu á mörgum svæðum í Bandaríkjunum á þeim forsendum að yfirvöld og íbúar á þeim svæðum viðurkenndu ekki tilvist samkynhneigðra".

Magnaður samanburður, eða hitt þó heldur. Aftökur í Íran vegna samkynhneigðar og þrýstingur gamaldags og háværra sértrúarhópa um að banna almennar sýningar á Hollywoodmynd um homma. Og vel að merkja, ekki víða heldur á örfáum stöðum og fæstir á þeirri forsendu að tilvist samkynhneigðra væri ekki fyrir hendi, heldur á mórölskum forsendum. Talsmenn þessara bannhugmynda vilja ekki viðurkenna  réttindi samkynhneigðra og þeir telja þetta sjúkt, sódómískt og af hinu illa. Svo kallar þetta fólk sig " The Moral Majority", en er í raun minnihlutahópur og hefur á nokkrum stöðum töluverð ítök í stjórnmálamönnum. 

Guðmundur segir einnig í pistli sínum: "Mér finnst hins vegar forysta Bandaríkjanna eiga dálítið erfiðan málstað að verja í viðureign sinni við hann, einkum vegna sinnar eigin hegðunar í mannréttindamálum og einnig út af dálitlum órökstuddum blóðugum stríðsrekstri sem átt hefur sér stað á undanförnum árum að hennar frumkvæði, byggðum á ásökunum um kjarnorkuvopnaeign sem engin var".

Einkennilegt hvernig Kanahatararnir tengjast trygðarböndum um víða veröld. Maður forvitnast inn í einhvern pistil um Ahmadinejad Íransforseta en er svo kominn á kaf í eitthvað slæmt hjá Kananum og vinum þeirra. Og vel að merkja, meint gjöreyðingavopn Íraka voru ekki bundin við kjarnorkuvopn. Gjöreyðingavopn Íraka voru vissulega til, því neitar enginn en það veit hins vegar enginn hvað varð um þau.

Á athugasemdasíðunni við pistil Guðmundar skrifar maður sem kallar sig Þarfagreini:

"Ahmadinejad hefur aldrei afneitað helförinni. Það er einfaldalega bara ekki svo. Þetta er einungis hluti af mjög svo skipulögðum áróðri sem virðist fara sívaxandi, til að mála Ahmadinejad og Íransstjórn sem skrýmsli ... af hverju ætli það sé?" ...en að halda því fram að Ahmadinejad hafi 'afneitað helförinni' er einfaldlega lygi. En það er víst svo, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá verður hún sannleikur."

Máli sínu til stuðnings vísar Þarfagreinir í viðtal við Ahmadinejad á youtube.

Þegar fólk er blindað í trúnni á að hið illa búi í Vestrinu, þá getur verið erfitt að koma vitinu fyrir það. Það trúir því sem það vill trúa.

 

Í viðtalinu segir forsetinn að "...ef þessir atburðir gerðust, (helförin) ætti að leyfa öllum að rannsaka þá og stúdera. Því meira sem þessir atburðir eru rannsakaðir, því meira munum við vita um þann raunveruleika sem átti sér stað. Sögulegir atburðir eiga að vera í stöðugri endurskoðun og hvers vegna eru þeir sem spyrja spurninga ásakaðir? Hvers vegna eru menn svo viðkvæmir fyrir því að málið sé rannsakað betur? Ef þetta gerðist, hvar gerðist það? Átti palestínska þjóðin einhverja sök á þessu? Afhverju ætti palestínska þjóðin að gjalda fyrir þetta nú?

Og síðan kom löng ræða um hörmungar palestínsku þjóðarinnar. Um Ísrael segir forsetinn: " Færa má fyrir því rök að Gyðingar hafi rétt á að eiga sér ríkisstjórn, við erum ekki á móti því, en hvar? Ekki á kostnað heillar þjóðar (Palestínumanna) með því að hertaka land þeirra.

Þegar forsetinn er spurður nánar út í ummæli sín að þurrka ætti Ísrael af yfirborði jarðar, þá fylgdi önnur spurning frá fréttamanninum um leið hvort hann væri einhverntíma tilbúinn að setjast niður og ræða um helförina við Gyðinga, við sagnfræðinga og við þá sem lifðu af útrýmingabúðir Hitlers. Ahmadinejad víkur sér undan fyrri spurningunni en fer beint í síðari spurninguna og segir: "Mér finnst að bandarískir stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar hér forðist sannleikann. Aðal spurningin er; Ef þetta gerðist, hver er þá sök palestinsku þjóðarinnar?....Segjum svo að helförin hafi átt sér stað, hvernig snertir það palestínsku þjóðina? Á engan hátt, engan. Palestínumenn eru manneskjur með tilfinningar sem vilja búa í sínu eigin landi......."

Þetta eru helstu punktarnir úr viðtalinu. Er hægt að túlka þetta einhvern veginn öðruvísi? Að maðurinn sé misskilinn? Að vestrænir fjölmiðlar og stjórnmálamenn (aðallega bandarískir) snúi út úr orðum hans? Varla.

 

 


Umburðarlyndi Ólínu

Ólína ÞorvarðardóttirMikill höfðingi er Ólína að taka afsökunarbeiðni stráksa til greina. Umburðarlyndi hennar eru lítil takmörk sett.... eða hvað?

Sjálfur er ég í skammarkróknum hjá fyrrverandi skólameistaranum fyrir að vera ósammála henni og fæ þess vegna ekki að gera athugasemdir á bloggi hennar. Ætti ég að prófa að biðjast afsökunar á því að vera henni ekki sammála? Neee, held ekki.

Hvernig skyldi Ólína refsa bónda sínum fyrir að vera á öndverðu meiði við hana í olíhreinsunarstöðvarmálinu á Vestfjörðum? Tounge En eins og flestir vita er Ólína harður andstæðingur þeirrar hugmyndar en maður hennar vinnur málinu brautargengi sem sveitarstjórnarmaður.


mbl.is Ólína fyrirgefur nema við MÍ að hafa sent sms í hennar nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týnda konan

Baloon rises - Click image to download.Kona nokkur var í loftbelg og áttar sig skyndilega á því að hún er rammvillt. Hún lækkar flughæðina og sér mann á báti við veiðar í litlu vatni. Hún kallar til hans: " Afsakið, geturðu hjálpað mér? Ég lofaði manni að hitta hann fyrir klukkutíma síðan en ég hef ekki hugmynd um hvar ég er".

Maðurinn tekur upp GPS tækið sitt og svarar: " Þú ert í 10 metra hæð og 120 metra yfir sjávarmáli, 64, 14,38 gráður norðlægrar breiddar og 20,13,22 gráður austlægrar lengdar.

Konan ranghvolfir í sér augunum og segir: "Þú hlýtur að vera Sjálfstæðismaður".

"Já, það er rétt", svarar maðurinn, "hvernig vissirðu það?

Konan: "Nú, allt sem þú segir er e.t.v. tæknilega rétt en ég veit ekkert hvað ég á að gera við þessar upplýsingar og ég er ennþá týnd. Satt að segja er engin hjálp í þér".

Maðurinn brosir og segir: "Þú hlýtur að vera Samfylkingarkona".

Konan: "Já það er rétt hjá þér, hvernig vissirðu það?

Maðurinn: "Nú, þú veist ekki hvar þú ert eða hvert þú átt að fara. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að efna og svo ætlastu til að ég leysi vandann. Þú ert í nákvæmlega sömu stöðu núna og þegar ég sá þig fyrst en einhvernveginn er samt allt mér að kenna".

Laughing_hard.gif - (10K)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband