Ef þeir eiga það skilið....

Er þetta ekki ágætis aðferð til þess að fá opinbera starfsmenn til þess að leggja sig extra fram en vera ekki bara áskrifendur að laununum sínum? Þeir sem hafa stjórnað þessu sameiningarferli bera þarna mikla ábyrgð á opinberu fé og ef engin er gulrótin er hætt við því að til starfans fáist aðeins þeir næst bestu. Viljum við það? En svo er spurning hvort hið lægra setta en trygga starfsfólk OR hefði ekki átt að fá að kaupa sér stærri hlut en fyrir 100-300 þúsund.

Viðbrögð VG við sameiningunni koma mér ekki á óvart. Og þó boðað hafi verið til atkvæðagreiðslu um málið hjá borgarstjórn með skömmum fyrirvara, þá hefði það engu breytt um afstöðu þeirra til málsins þó fyrirvarinn hefði verið lengri. Svona lagað er bara ekki þeirra tebolli.


mbl.is Fá að kaupa hlut í REI fyrir 10 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband