Varaformaður Félagsins Ísland-Palestína

Varaformaður Félagsins Ísland-Palestína, Viðar Þorsteinsson skrifar grein í vefritið Kistan um bókmenntahátíðina í Reykjavík 2007. Viðar fer mikinn í skrifum sínum um það hverslags hneiksli það hafi verið að bjóða á hátíðina Ayyan Hirsi Ali, fyrrverandi múslima og stjórnmálamanni í Hollandi, en hún hraktist þaðan vegna morðhótana múslimskra öfgamanna og eftir að þeir höfðu myrt Theo van Gogh árið 2004, kvikmyndagerðarmanninn sem gerði mynd um múslima eftir sögu Ayyan Hirsi Ali.

Grein Viðars er HÉR en í greininni vekur einnig athygli ummæli hans "Það sem stingur næstmest í augu á Bókmenntahátíð (fyrir utan heimsókn Ayyan Hirsi Ali, innsk.) er heimsókn hjónanna Jung Chang og Jon Halliday, en þau eru höfundar níðrits um Maó Zedong".

Sannleikurinn virðist fara í taugarnar á varaformanni Félgsins Ísland-Palestína.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Það verður nú að segjast eins og er að miss Ali er furðulegur tækifærissinni.  Það er mikil einföldun að segja að það hafi eingöngu verið morðhótanir öfgamanna sem urðu þess valdandi að hún hrökklaðist frá Hollandi.  Hún hafði sem sé fengið hollenskan ríkisborgararétt á fölskum forsendum og varð að segja af sér þingmennsku í Hollandi.  Hafði þannig misst tiltrú þeirra sem tóku hana inn í sitt þjóðfélag sem fullgildum þegni.  Rúin trausti og undir hótunum öfgamanna flutti hún til BNA.  Þar er hún undir verndarvæng CIA og tekur fullan þátt í áróðursstríðinu gegn 1/6 hluta mannkynsins. Þ.e.a.s. gegn öllum Múslimum heimsins, sem ekki eru allir öfgamenn frekar en að allir kristnir séu ofstækisfullir bókstafstrúarmenn.  Ég tek allan vara á málflutning fólks sem er á launaskrá CIA og þar með miss Ali!

Auðun Gíslason, 5.10.2007 kl. 01:40

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bók hennar vakti verðskuldaða athygli og á þeirri forsendu var henni boðið á hátíðina. Hún er ekki að gagnrýna 1/6 hluta mannkyns í bókinni, heldur hinn pólitíska réttrúnað sem boðaður er af forystumönnum múslimasamfélagsins og sem lesa má auðveldlega í Kóraninum. Hún fordæmir niðurlægingu kvenna í múslimaheiminum og hún segir frá reynslu sinni og miljóna kvenna um víða veröld. Það samræmist greinilega ekki boðskap Félagsins Ísland-Palestína.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.10.2007 kl. 01:49

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er rétt að hún þurfti að segja af sér þingmennsku en að hún hafi verið rúin trausti í er ofsagt. Hún fer mjög lofsamlegum orðum um hollenskt samfélag og hrökklaðist ekki þaðan vegna þess að hún þurfti að segja af sér þingmennsku.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.10.2007 kl. 01:59

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þessi málflutingur Viðars með ólíkindum. Hann gagnrýnir Ali, ekki fyrir það sem hún segir, heldur vegna þess að hún segir það sama og margir aðrir hafa bent á, að orð hennar hljóti að vera pöntuð af þeim sem vilja níðast á múslímum!

Hann talar um menningu, en þeir sem gagnrýna ofbeldi og kúgun hafa ekkert út á menningu múslíma að setja. Hún er í fínu lagi, hvorki verri né óæðri en vestræn menning. Er Viðar kannski að meina að það sé hluti af kúltur sumra múslima að grýta konur fyrir hór, umskera stúlkubörn og hengja homma.

Má ekki gagnrýna slíkt ofbeldi vegna þess að það sé hluti af menningu eða vegna þessa að múslímar á Íslandi gætu orðið fúlir. Mér er ekki kunnugt um að múslímar á Íslandi séu sérstakir talsmenn ofbeldis.

Heldur Viðar að sársaukaskyn fólks sem býr við "menningu" ofbeldis sé minna en þeirra sem eru lausir við það?

Það er gamalt trix að gera lítið úr viðmælanda til að beina athyglinni frá efnisatriði málsins.

Benedikt Halldórsson, 5.10.2007 kl. 05:39

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Takk fyrir þessa athyglisverðu greiningu!

Ásgeir Rúnar Helgason, 6.10.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband