Öðruvísi möguleikar

Í sjálfu sér er skiljanlegt að forseti bæjarstjórnar í Ölfusi hafi orðið fyrir vonbrigðum en það er ekki skrítið að LV vilji halda að sér höndum með raforkusölu til stóriðju á þessum tímapunkti. Ölfyssingar eiga líta á þetta sem nýtt tækifæri og eiga að sjálfsögðu að líta í kringum sig að öðrum möguleikum í stöðunni varðandi orkusölu. Ekki virðist vanta áhuga kaupenda.

En miðað við orð Steingríms J. Sigfússonar þá mun hann berjast gegn hvers kyns orkuöflun á Suðurlandi, en það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart. Hins vegar er full ástæða til að andæfa þeirri bábilju hans að nýsköpun í stóru sniði á landsbyggðinni sé rót alls vanda í íslenska hagkerfinu.

Hann og fylgisveinar hans hafa klifað á því undanfarin ár að að háir vextir og þenslan í landinu sé Kárahnjúkum að kenna. Það er rétt að benda á það að Karahnjúkaverkefnið er hlutfallslega minna í sniðum, en Búrfellsvirkjun var á sínum tíma og ekki skapaði hún alvarleg skakkaföll í íslensku hagkerfi. Það má líka benda á það að þegar bankarnir komu inn á húsnæðislánakerfið með 100% lán og vexti sem ekki höfðu áður sést á Íslandi þá var hent inn í hagkerfið um 1.400 miljörðum, eða sjö sinnum meira fjármagni en Kárahnjúkaverkefnið og álver Alcoa kostuðu samnlagt. Töluverður hluti þessara 1.400 miljarða fór í neyslufyllerí almennings, en eins og kunnugt er notuðu margir tækifærið til þess að endurfjármagna gömul húsnæðislán og notuðu mismuninn í neyslu, nýja bíla, nýjar innréttingar og ferðalög.

Þeir sem eru lengst til vinstri í stjórnmálum hafa aldrei haft neitt vit á peningamálastefnum. Efnahagslegt hrun kommúnismans ber þess glöggt vitni.


mbl.is „Gífurleg vonbrigði að fá ekki orku í álver”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband