Færsluflokkur: Bloggar

"Til allra íbúa Fjarðabyggðar"

 Ég og fjölskylda mín höfum átt persónuleg samskipti við fólk af ýmsum þjóðernum sem hingað hefur komið við uppbyggingu þess stóra verkefnis sem bygging álvers Fjarðaáls er. Það hafa undantekningarlaust verið ánægjuleg samskipti. Það verður mikil breyting þegar allt þetta fólk hverfur af vettfangi en jafnframt eru spennandi tímar framundan, nú þegar "eðlilegt" líf getur hafist hér að nýju.

Eftirfarandi bréf má finna á Fjardabyggd.is

Til allra íbúa Fjarðabyggðar

Árið 2004 fórum við að flytja í samfélag ykkar til þess að vera með mökum okkar sem komu hingað til þess að byggja álver Fjarðaáls. Við komum með börnin okkar og gæludýrin. Fyrir sum okkar var þetta ný reynsla að búa í nýju landi og fyrir aðra var þetta bara eitt af mörgum löndum sem við höfum búið í. Mörg okkar koma yfir hálfan hnöttinn til þess að búa hér um tíma. Ekki eitt okkar talaði íslensku þó sum okkar hreyki sér af víkingablóði í æðum. Við tölum flest ensku en sum okkar aðeins spænsku eða frönsku en samt hefur okkur öllum liðið mjög vel og íbúarnir hafa tekið vel á móti okkur.

Eins og alltaf í lífinu eru það litlu hlutirnir sem hafa látið okkur líða vel; feimnisleg bros sem segir okkur að við séum velkomin þegar við mætumst á götunni, börn sem hlaupa til og hjálpa okkur þegar við dettum í hálkunni, afgreiðslufólkið í matvöruverslununum sem þýddi merkingarnar á matnum. Hárgreiðslukonurnar sem hafa verið frábærar við að skilja hvað við viljum og hafa sýnt einlægan áhuga á fjölskyldum okkar heima. Þið hafið tekið tíma til þess að kenna okkur íslenskt handverk, glerlist, að þæfa og prjóna og þið hafið tekið okkur inn í bútasaumsklúbbinn. Göngufélögin hafa boðið okkur velkomin í helgarferðir og hafa sýnt okkur fjölbreytta og afskekta staði.

Við höfum fengið góð ráð um hvar við getum skoðað seli, lunda og hvar við getum keypt besta fiskinn og bestu steikina, hvar er best að borða þegar við ferðumst um landið og hvar við getum farið á hestbak. Þið hafið farið með okkur á fiskveiðar. Þið hafið boðið okkur inn á heimili ykkar og í fyrirtækin og boðið upp á kaffi og þið hafið gefið okkur tækifæri til að segja frá heimalöndum okkar í skólunum.

Tvö af börnunum okkar fæddust hér, annað í snjó og stormi! Önnur börn voru svo ung þegar þau komu hingað að þau muna ekki eftir öðru en að búa á Íslandi. Kennararnir hafa tekið börnin okkar að sér án fordóma. Við höfum sótt kirkjurnar ykkar. Við höfum notið tónlistar með ykkur og verið þátttakendur í kórastarfi og tónleikum.

Þetta hafið þið gert þrátt fyrir að vita að dag einn myndum við þurfa að kveðja ykkur. Stærsti hlutinn af hópnum okkar fer frá Íslandi um jólin og kemur ekki aftur. Þau síðustu okkar kveðja snemma á nýju ári. Erlendir makar verða sem áfram í Fjarðabyggð næsta árið til þess að styðja eiginmenn sem vinna við þjálfum hjá Fjarðaáli. En við sem erum eiginkonur þeirra sem unnu við byggingu álversins höfum verið að kveðja ykkur hljóðlega undanfarið en það hefur verið okkur erfitt. Þegar við komum vissum við að við værum gestir ykkar á Íslandi og þess vegna reyndum við eftir bestu getu að virða samfélag ykkar. Okkur finnst það frábært hól hve mörg ykkar hafa sagt að þið munið sakna okkar þegar við förum því það þýðir að okkur hefur tekist að vera góðir gestir. Við munum sakna ykkar líka.

Það er enginn hluti af Íslandi fallegri. Við vitum það. Við höfum heimsótt marga staði á Íslandi með vinum og fjölskyldu. Þó til séu aðrir fallegir staðir í heiminum eru þeir fáir sem bjóða friðinn, öryggið og rólegheitin sem við höfum upplifað hér.

Að lokum, fyrir hönd okkar allra, sem hafa notið þess frábæra tækifæris og reynslu að búa á Íslandi, bestu þakkir fyrir að bjóða okkur öll velkomin og leyfa okkur að vera hluti af samfélaginu ykkar.

Takk fyrir. Bless bless.

Karen McKenzie, eiginkona byggingastjóra álvers Alcoa Fjarðaáls
Jo-Ann Cameron, eiginkona yfirmanns hjá Bechtel

12. desember 2008.


Mörg vandamál

SA telja að það gæti kostað 300 milljónir að leggja allar... Mörg tæknileg vandamál fylgja því að setja raflínur í jörð. Lengsti neðanjarðar lína í háspennukerfinu í heiminum í dag með 400 KV, er um 30 km.  Þó svo íslenska flutningsspennan, 220 kV, sé ekki gríðarlega há, þá er hún samt sem áður nægjanlega há til að valda ýmsum vandræðum. Orkutap í jarðstrengjum er einnig umtalsvert meira.

Ég held að varla sé nokkur manneskja á móti því að "jarðstrengjavæða" landið, en kröfur um slíkt verða að vera raunhæfar. Í bloggi Ómars Ragnarssonar um daginn: "Að ýmsu að huga" er hann að fagna auknum áhuga á að leggja raflínur í jörðu og í athugasemdum við þá bloggfærslu má sjá athyglisvert innlegg Unnar Stellu Guðmundsdóttur, M.Sc.EE í raforkuverkfræði og doktorsnema í raforkuverkfræði.


mbl.is Dýrt að grafa raflínur í jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýniþörf

laure-manaudou-nue-3

Sumir hafa þörf fyrir að sýna það sem þeir hafa. Sundkonur hafa oft fallegan líkamsvöxt og þær sýna hann með reglulegu millibili. Sumar sýna meira en aðrar og Laure Manaudou er sjálfsagt eftirlæti mótshaldara.


mbl.is Nektarmyndir vekja reiði ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í heimspressunni

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

 

Þetta mál hefur komist í heimspressuna og er það vel. Þegar maður er kominn yfir það að hneikslast á bandarískum landamærayfirvöldum, er annað hneiksli sem angrar mig í framhaldinu en það er að til skuli vera einstaklingar sem nota vetfang blogsins til þess að vera með skítaskot og leiðindi við Erlu Ósk, þolandan í þessu martraðarmáli. Ég bara skil ekki hvað þessu fólki gengur til.

Það er alltaf gaman að dusta rykið af menntskólafæreyskunni öðru hvoru. Hér er frétt af RÚV þeirra Færeyinga, Kringvarp Föroya:

Innkeypstúrur hjá íslenskari kvinnu í USA endaði í marru

Innkeypstúrurin hjá einari íslendskari kvinnu í New York endaði sum ein marrudreymur. Tá ið 33 ára Erla Óskar Arnardóttur Lilliendahl kom til JFK-flogvøllin varð hon handtikin, tí hon fyri 10 árum síðan var longri í USA enn innferðarloyvið loyvdi.

Næstu tveir dagarnar varð hon avhoyrd av myndugleikunum og henni varð eisini noktað mat og vatn. Síðan varð hon leinkjað á hondum og fótum og flutt til fongsul í New Jersey. Síðan varð hon aftur avhoyrd, mynd varð tikin og fingramerkið tikið.

Eftir næstan tríggjar dagar hjá myndugleikunum, varð Erla Óskar Arnardóttur Lilliendahl send heimaftur. Íslendska uttanríkisráðið krevur nú eina umbering frá USA.

Færeyska sprokið er yndislegt InLove


mbl.is Erla Ósk fagnar niðurstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erpur

erpur2

Æ... er ég orðinn svona helv gamall að láta þennan krakkabjána fara í taugarnar á mér?

Ég hef heyrt því fleygt að drengurinn sé hinn ljúfasti dags daglega í allri umgengni og þá er atferli hans í sjónvarpi væntanlega einhverskonar markaðshugmynd, svipað og Silvía Nótt. Silvía virkaði ágætlega á mig og Ágústa Eva lagði líka töluvert í þann karakter en Erpur gerir út á heimsku, dónaskap, fordóma og ósmekklegt háð í garð þeirra sem hann telur sig yfirhafinn. Reyndar svipuð formúla og hjá Ágústu Evu en samt er himinn og haf á milli þeirra. Erpur leikur þetta kannski bara svona vel að honum hefur tekist að blekkja mig í mörg ár. Erpur virðist hafa ívið meira sjálfstraust til þess að hæðast að og lítillækka kvenfólk og samkynhneigða karlmenn. Einhver kallaði það væntanlega hommafóbíu.

Ég hef slysast til að sjá brot úr þætti hans á Zirkus og efnið væri áhugavert ef þáttastjórnandinn þroskaðist um, þó ekki væri nema svona 5-10 ár. Í kvöld sá ég Erp taka þrjú viðtöl við tónlistarfólk: Bjartmar Guðlaugsson, Birgittu Haukdal og hljómsveitina Rökkurró. Einhverjir muna sjálfsagt eftir eineltinu sem Birgitta varð fyrir af hálfu Erps og félaga hans í hljómsveitinni Hælbítunum (Rottweilerhundunum) en þeir félagar fengu útrás fyrir listsköpun sína með textum og takti. Birgitta stóð sig eins og hetja í þessari pínlegu uppákomu og ef Erpur þroskast einhverntíma þá mun hann eflaust skammast sín fyrir frammistöðu sína í viðtalinu. Í viðtalinu við fólkið í Rökkurró var Erpi hugleikið hversu ung þau væru og gerði bílprófsmál þeirra síendurtekið að einhverju aðalatriði. Viðmót hans við Bjartmar var á öðrum nótum og greinilegt að svallkennd ævi og sukkaralegt útlit Bjartmars gerði gamla trúbadorinn að mikilmenni í augum spyrjandans.

Hvorki hef ég séð né heyrt flæða úr Erpi neina sérstaka listræna hæfileika og er mér því með öllu óskiljanleg sú athygli sem drengurinn fær á öldum ljósvakans. Og ekki hefur hann útlitið með sér. Nærvera hans í þáttunum "Laugardagslögin" gerir þáttinn lakari fyrir bragðið og mátti hann nú varla við því. Vandséð er hvaða hlutverki Erpur á að gegna í þættinum. Er það kannski það að haga sér eins og leiðinlegur og þreytandi 16 ára unglingur sem mótþróinn og gelgjan er alveg að drepa? 

 


Þykir ekki nógu "hot"

gemma3gemma-arterton

 

 

 

 

 

 

 

gemma-arterton1gemma-arterton2

 

 

 

 

 

 

 

Í tilefni þess að búið er að velja bresku leikkonuna Gemmu Arterton sem hina nýju Bond-stúlku, koma hér nokkrar myndir af henni. Gemma er 22 ára gömul og var ein 1.500 umsækjendum um starfið. Á spjallvefjum í Bretlandi virðast margir þeirrar skoðunnar að stúlkan sé ekki nógu flott og sexý. Mér finnst hún voða sæt og minnir mann aðeins á Jennifer Garner, þó hún sé ekki beint lík henni. En ég veit ekki hvar Bretar fá svona háan standard á kvenlegri fegurð. Það er ekki eins og það sé þverfótað fyrir fögrum meyjum hjá þeim. Við tókum allar þær flottustu fyrir rúmlega 1000 árum síðan.


mbl.is Ný Bondstúlka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti vinurinn að nauðga?

 

Skilgreining um klám vs. erótík. V-dagurinn gæti notað þessa klippu í auglýsingu gegn kynferðislegu ofbeldi. Í hugum gamalla hjóna, gæti minningin um svona atburð verið ljúfur erótískur hápunktur í tilhugalífinu.

Klippan hér að ofan er úr "mainstream" kvikmynd. Franska leikkonan Roxane Mesquida hefur einnig leikið undir stjórn umdeildra leikstjóra. Ekki fer sögum af nafni karlleikarans.

Roxane Mesquida

Born: 1 October 1981 Marseille, France 
She was discovered at the age of 13, while walking on a road in her region, by the French director Manuel Pradal who was in the middle of the casting process for his movie "Marie Baie des Anges" (Mary from the Bay of Angels with Vahina Giocante and Emmanuelle Béart) at the time. She took part in the shooting during the next summer after their encounter. The smoldering beauty then started working with controversial French filmmaker Catherine Breillant. She played the virgin temptress Elena in Breillat's 2001 "Fat Girl" (À Ma Soeur!). She stars opposite Grégoire Colin in Brellait's "Sex Is Comedy."

Baráttan gegn klámi og klámvæðingunni er eflaust vel meint en ég held að það sé heilbrigðara, einfaldara og ódýrara að berjast gegn þessari meintu vá með svolítið öðruvísi áherslum en þeim sem t.d. feministar beita fyrir sig. Þ.e. að nota teprulausa fræðslu að vopni, nokkurskonar forvarnarstarf með fordómalausri afstöðu til þessa málaflokks. Að mála vændis og klámiðnaðinn eingöngu þeim litum að þar sé um glæpastarfsemi af verstu sort að ræða með tilheyrandi tengingu í eiturlyfjaheiminn og mansal, er ekki vænlegt til árangurs. Ýkju og slagorðapólitík skilar litlu, nema til stundarvinsælda.

Ps. Klippan virðist hafa farið fyrir brjóstið á hinu sívakandi auga ritskoðarans sem aldrei sefur. Eflaust er hún bönnuð innan sextán ára og þetta er jú opið vefsvæði. Hér er linkur á videóið, en munið:

Aðeins fyrir 16 ára og eldri  

 HÉR (innsett í listrænum tilgangi)


Ótrúlegir vitleysingar

Það væri náttúrulega fínt ef þessi umhverfissamtök dunduðu sér við þetta. Ekki eru þau að binda sig447056A við krana og truflandi heiðvirkt verkafólk við iðju sína á meðan.

 Því minna efni sem þarf í fötin, því umhverfisvænni eru þau er jólaboðskapur samtakanna í ár. "G-strengur er gerður úr mjög litlu af bómull, og bómullarframleiðsla gengur mjög á auðlindir, til dæmis krefst hún mikillar vatnsnotkunar".

Þetta sló mig; að afurð sem hagkvæmt er að rækta á einhverju tilteknu svæði, fær á sig stimpilinn "óumhverfisvænt" af hálfu umhverfissamtaka, vegna þess að plönturnar sem verið er að rækta, drekka of mikið vatn. Svo skil ég heldur ekki afhverju samtökin berjast ekki fyrir því að eitthvert annað efni en bómull verði notað í G-strenginn. En það verður að vanda sig við valið því það má ekki vera snefill af óumhverfisvænum þræði í því efni.

 Þess er nú ekki getið í fréttinni hvaða fleiri auðlindir er verið að ganga á við bómullarrækt, en það kæmi mér ekki á óvart þó þessi samtök séu ekkert að útskýra það frekar. Yfirlýsingin lítur vel út á prenti. Ég hef fulla trú á því að fólki sé treystandi fyrir því hvað það gerir við vatnið sitt. Ef það er hagkvæmast að rækta bómull eða hrísgrjón einhversstaðar, þá á fólk að rækta slíkt ef það kærir sig um. Ef verið er að tala um að vatni sé stolið til ræktunarinnar frá þyrstu fólki, þá erum við ekki að tala um umhverfismál.

 


mbl.is Umhverfissamtök mæla með g-streng í jólapakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekinn meistari

447087A

Capello var rekinn frá Real Madrid í lok síðustu leiktíðar, um leið og Spánartitillinn var í höfn. Liðið geislaði af sjálfstrausti undir hans stjórn. Hið sama lið var höfuðlaus her stórstjarna aðeins nokkrum mánuðum áður. Því heyrðist fleygt að eigendum liðsins hafi þótt leikstíll liðsins ekki nógu skemmtilegur undir stjórn Cappello, en því er ég reyndar ekki sammála. Það var gaman að fylgjast með Real þegar hver stjarnan af annari fór að skína; Beckham, Nistelroy, Guti, Raul o.fl.

Capello gæti verið nákvæmlega maðurinn sem enskum vantar í brúnna hjá sér. Ég vona það a.m.k.


mbl.is Capello: Enska liðið skortir sjálfstraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Subbi Skorsteins

446908A

Þegar Bubbi var rísandi stjarna í byrjun níunda áratugarins, þá gagnrýndi hann hinn ríkjandi kóng háðuglega, þ.e. Björgvin Halldórsson og hans menn í HLH flokknum. Talaði hann m.a.  um "löggilta hálfvita, sem hlusta á HLH og Brimkló" o.fl. í þeim dúr. Halli og Laddi, hinir meðlimirnir í flokknum og eru ekki þekktir fyrir að sjá ekki spaugilegu hliðar málanna, svöruðu Bubba með lagi og texta um "ferska" goðið, Subba Skorsteins. Bo þykir hafa kjaftinn fyrir neðan nefið líka svo þetta varð hressileg ádrepa sem var of gróf til þess að fara í útgáfu. En er ekki til "Bootleg" af þessu?

Háðið sem Bubbi fékk á sig frá þeim HLH bræðrum var mikið um líferni hans á þessum árum, svo sá texti á auðvitað ekkert við í dag en húmorinn hjá grínurunum var óborganlegur.

Annars finnst mér alltaf svolítið spaugilegt að sjá Bubba, gamla verbúðaslagarakónginn, róttæka verkalýðs-sósíal sinnann, eitilharða og afsláttarfría baráttujaxlinn, breytast í miðaldra karlkynsútgáfu af Britney Spears. Drepfindið raunar.


mbl.is Leitar að hvítum smóking handa Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband