Færsluflokkur: Bloggar
Það að þessir ógæfumenn sitji nokkur ár í fangelsi skapar pláss á markaðinum fyrir nýja smyglara og eflaust munu einhverjir samkeppnisaðilar þessara manna skála í kampavíni við lestur þessarar fréttar. Auk þess munu þeir læra af mistökum þeirra og koma til með að landa smyglinu með öðrum hætti.
Þegar mokað er í tunnu er ekki verra að það sé botn í henni. Ráðast þarf að rótum fíkniefnavandans með margfalt öflugra forvarnarstarfi og auknu fjármagni í meðferðarúrræði fyrir fólk í vanda. Það er gott mál og nauðsynlegt að hafa öflugt lögreglueftirlit, með því eru skilaboð samfélagsins skýr, þ.e. að þetta sé ekki liðið, en að tala um að með því séum við að ná árangri er tóm vitleysa.
![]() |
Dæmt í Pólstjörnumálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.2.2008 (breytt kl. 11:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() | Hillary Clinton Score: 46 |
![]() | Mike Gravel Score: 39 |
![]() | Barack Obama Score: 39 |
![]() | Ron Paul Score: 29 |
![]() | Mitt Romney Score: 16 |
![]() | John McCain Score: 15 |
![]() | Mike Huckabee Score: 1 |
Bloggar | 15.2.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar sem framkvæmdatíma við álverið hér á Reyðarfirði er að mestu lokið, þá dugar leigubílstjórastarfið ekki lengur sem mín eina vinna og hef ég því tekið að mér hlutastarf sem forstöðumaður skólasels við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Skólaselið er kostur sem foreldrum barna í 1. - 4. bekk er gefinn til að vista börn sín eftir að hefðbundnum skóla líkur. Ég hef aldrei unnið með börnum áður og síðan ég byrjaði í þessu starfi í byrjun desember, hafa augu mín opnast mikið fyrir starfi innan veggja grunnskólans og það þótt konan mín hafi verið grunnskólakennari í 19 ár! Ég þóttist vita að störf kennara væru vanmetin í þjóðfélaginu, en að ég vanmæti þau sjálfur hvarflaði aldrei að mér.
Innan veggja skólanna er ekki bara fengist við kennslu, heldur spannar starfið í raun miklu víðara svið. Eitt af því sem starfið felur í sér er að fást við krakka með ýmiskonar félagsleg og líkamleg vandamál og það er síður en svo auðvelt eða einfalt mál. Vandamálin lýsa sér í erfiðri tilveru og hegðun barnanna sem geta verið af ýmsum ólíkum ástæðum.
Ég verð að játa það að ég var haldinn ákveðnum fordómum gagnvart öllum þessum "greiningum" á börnum og taldi að vandamálið væri fyrst og fremst agaleysi og linkind í uppeldi barnanna. Vissulega sér maður börn sem veitti ekki af meiri festu og aga en slík vandamál eru barnaleikur samanborið við þau börn sem eiga við ofvirkni eða önnur sálræn vandamamál að stríða. Hvað hrjáir viðkomandi barn sem á í erfiðleikum getur verið afar mismunandi, sum vandamálin eru lyfjatæk og önnur ekki. Þess vegna er mjög mikilvægt að læknisfræðileg greining eigi sér stað. Ofvirkni er t.d. mismunandi og öll ofvirk börn (eða fullorðnir) eru ekki endilega sett á samskonar lyf. Það sem virkar vel á einn getur verið hálfgert eitur fyrir annan.
Ég hef séð dramatískar breytingar til hins betra á börnum eftir að þau voru sett á lyf vegna ofvirkni. Betra er að flýta sér hægt í þessum efnum, því eins og áður sagði þá þarf að finna réttu lyfin fyrir viðkomandi, ef lyf eru á annað borð lausnin. Einhverjir kynnu að halda að þessi börn séu bara dópuð niður, en því fer auðvitað fjarri. Munurinn á ólyfjuðu ofvirknisbarni og lyfjuðu, er einmitt sá að það ólyfjaða hegðar sér eins og það sé í annarlegu ástandi en hitt er yndislegt og eðlilegt eins og öll heilbrigð börn eru.
![]() |
Sló stjúpson sinn í andlitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.2.2008 (breytt kl. 12:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tók þessa mynd af blogg-hausnum hjá http://azkicker.blog.is/blog/azkicker/ Flott mynd, sennilega tekin úr bryggjumastrinu, sem sýnir Reyðarfjörð 180 gráður frá vestri til austurs.
Og úr því ég er byrjaður að vísa í blogg Reyðfirðinga, er ekki úr vegi að benda á þessa færslu formanns björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði; http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/426997/#comments Flottar myndir af Austur-hálendinu.
Bloggar | 14.2.2008 (breytt kl. 01:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Afhverju þvo ljóskur hárið sitt í vaski?- Af því þar er skolað af kálhausum.
Hvernig færðu ljósku til að giftast þér?- Þú segir henni að hún sé ólétt.
Hvað kallar þú 10 ljóskur standandi saman eyra við eyra?- Vindgöng
Hvað sérðu ef þú starir í augun á ljósku?- Hnakkann, innanverðan.
Bloggar | 13.2.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er mjög skiljanlegt að Dagur afþakki landsliðsþjálfarstöðuna við þessar aðstæður. Mjög spennandi tímar eru framundan á Hlíðarenda og eðlilegt að Dagur sem er fæddur og uppalinn Valsari vilja taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þar á sér stað. En hans tími mun koma þó síðar verði.
Það verður spennandi að sjá hver verður næsti landsliðsþjálfari. Ég er reyndar þeirrar skoðunnar að æskilegt sé að ákveðin fjarlægð sé á milli leikmanna og þjálfara, þ.e. að þeir séu ekki fyrrum leikfélagar. Þið munið hvernig hefur gengið með landsliðsþjálfarana í knattspyrnu sem höfðu verið "einn af strákunum", stuttu áður. Alfreð var passlega ókunnur strákunum og þess vegna gekk ágætlega upp að hafa hann.
![]() |
Dagur tekur ekki við íslenska landsliðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.2.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Danski teiknarinn Kurt Westergaard hefur legið undir morðhótunum í marga mánuði og nú hefur lögreglunni tekist að klófesta þrjá, tvo Túnisbúa og einn Dana af marokkóskum uppruna. Þegar skoðuð eru viðbrögð danskra fjölmiðla þá sést að það á ekki að taka þessu með kurteislegri þögn. Enda ekki nokkur ástæða til.
Hófsamir Múslimar sem spurðir eru út í aðgerðir öfgasinnanna bera að sjálfsögðu af sér alla ábyrgð og segja þetta litla minnihlutahópa. Ég vil sjá hörð viðbrögð frá hinum hófsömu þar sem þeir fordæma þessa vitleysu en þögn þeirra er sláandi. Það hlýtur að vera óþægilegt fyrir þá að sjá trúbræður þeirra haga sér með þessum hætti og mér finnst að hinir hófsömu ættu að vera í fararbroddi í því að fordæma öfgana.
![]() |
Reiði vegna teikningamáls í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.2.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

![]() |
Fyrrverandi ástmaður Heather Mills tjáir sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.2.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég starfaði hjá Vegagerðinn hér á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum, þá vorum við vélamennirnir sendir reglulega í Vattarnesskriður til þess að hreinsa grjót af veginum. Stundum var nóg að fara kvölds og morgna en það kom líka fyrir að við þurftum að fara oftar ef mikil rigning var.
Landrover jeppi með litla tönn var notaður til að hreinsa skriðurnar. Stundum dugði það ekki til ef grjótin voru mjög stór en þá var fengin traktorsgrafa á staðinn. Það var stundum afar ónotaleg tilfinning að vera þarna á ferð í myrkri og grenjandi rigningu. Það var mjög kvetjandi til hraðra vinnubragða því maður var ekki áfjáður í að vera þarna lengur en nauðsynlegt var. Stundum heyrði maður í myrkrinu grjótið koma fljúgandi þarna niður. Í Vattarnesskriðum varð banaslys fyrir 10-15 árum síðan er ungur fjölskyldumaður fórst þegar hann keyrði útaf.
Nú heyrir þessi skelfilegi vegarkafli sögunni til, eftir að Fáskrúðsfjarðargöng komust í gagnið fyrir 2 árum síðan. Á góðviðrisdögum er þó mjög skemmtilegt að keyra þarna um og fallegt um að litast.
Fara verður varlega þarna því mistök eru dýrkeyp. Um 100 metra fall er niður í stórgrýtta urð.
![]() |
Þvottárskriður lokaðar vegna grjóthruns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.2.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
54 ára gömul kona fékk hjartaáfall og var flutt á spítala. Á skurðarborðinu "dó" hún í nokkrar mínútur og þegar hún sá Guð sagði hún, " Er tími minn virkilega kominn?". Guð sagði, "Nei, þú átt 43 ár, 2 mánuði og 8 daga eftir ólifað".
Þegar konan vaknaði eftir uppskurðinn þá mundi hún vel eftir fundi sínum við Guð og ákvað að fara í allsherjar "makeover", þar sem hún átti svona mörg ár eftir ólifuð. Hún lét strekkja á sér andlitið, fór í fitusog, magaminnkunn og breytti háralitnum sínum og lét lýsa upp tennurnar. Þetta lét hún gera allt á einu bretti og þurfti því að dvelja á spítala í þó nokkurn tíma á meðan á þessum aðgerðum stóð og til að jafna sig að þeim loknum.
Þegar þessu var öllu lokið og konan var að yfirgefa spítalann þá varð hún fyrir sjúkrabirfreið sem koma aðvífandi og lést samstundis. Þegar hún sá Guð, sagði hún í ásökunartón, " Ég hélt þú hefðir sagt að ég ætti 43 ár eftir ólifuð! Afhverju læturðu þetta gerast?"
Guð svaraði vandræðalega, " Ó.... ég þekkti þig ekki".
Bloggar | 9.2.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 947674
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Morðingjahópar eru sívinsælir
- Evrópuhreyfingin og hervæðing Íslendinga
- Wall of Fame eða Wall of Shame? Ykkar er valið kæru alþingismenn.
- Verður Candace Owens næst?
- ERU EINVERJAR LÍKUR Á AÐ HÆSTIRÉTTUR TAKI UPP LÖGMÆTI "BÓKUNAR 35" AÐ EIGIN FRUMKVÆÐI?????
- Flótti alþingismanna og annarra frá ábyrgð
- Vandi vegna dróna þar og hér
- Vill Viðreisn heimsveldi?
- Hérna er SKILGREINGIN SEÐLABANKA ÍSLANDS Á ÍSLENSKA HAGKERFINU 24.September 2025:
- Hamas reiðubúið í "úrslitaátök".