Burt með umburðarlyndið, takk!

Jyllands-Postens bladtegner Kurt Westergaard har gennem flere måneder været under politibeskyttelse på grund af mordtrusler. Danski teiknarinn Kurt Westergaard hefur legið undir morðhótunum í marga mánuði og nú hefur lögreglunni tekist að klófesta þrjá, tvo Túnisbúa og einn Dana af marokkóskum uppruna. Þegar skoðuð eru viðbrögð danskra fjölmiðla þá sést að það á ekki að taka þessu með kurteislegri þögn. Enda ekki nokkur ástæða til.

Hófsamir Múslimar sem spurðir eru út í aðgerðir öfgasinnanna bera að sjálfsögðu af sér alla ábyrgð og segja þetta litla minnihlutahópa. Ég vil sjá hörð viðbrögð frá hinum hófsömu þar sem þeir fordæma þessa vitleysu en þögn þeirra er sláandi. Það hlýtur að vera óþægilegt fyrir þá að sjá trúbræður þeirra haga sér með þessum hætti og mér finnst að hinir hófsömu ættu að vera í fararbroddi í því að fordæma öfgana.


mbl.is Reiði vegna teikningamáls í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki sýna múslimar okkur neitt umburðalyndi þegar við erum í þeirra löndum, því ættum við að sýna þeim eitthvað umburðarlyndi?

Jóhann Elíasson, 13.2.2008 kl. 12:57

2 identicon

Kúgun á ekki að sýna menningarlegt umburðarlyndi. Aðeins fólki

Jakob (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En fólki sem kúgar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Auðvitað á ekki að sýna fólki sem kúgar umburðarlyndi. En samt sanngirni vona ég. Fullyrðing Jóhanns um að "múslimar" sýni "okkur" ekki umburðalyndi þegar við erum í "þeirra" löndum er ekki rétt. Bara enn eitt dæmið um alhæfingar sem ala á fordómum. Ágætur pistill hjá þér Gunnar.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.2.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband