Færsluflokkur: Bloggar
Reyðarfjarðardeild Rauða Kross Íslands hefur gefið Grunnskóla Reyðarfjarðar PAD-hjartastartara, en það er hjartastuðtæki sem er ótrúlega einfalt í notkun og hefur þegar sannað gildi sitt hér á landi og bjargað nokkrum mannslífum á undanförnum mánuðum. Allir geta notað tækið eftir nokkurra mínútna námskeið í notkun þess, jafnvel börn og unglingar. HÉR má sjá kynningu á notkun þess og hún er í raun alveg nóg, svo einfalt er tækið. Tækið er geymt í ólæstum skáp við aðalinngang skólans, en þegar skápurinn er opnaður þá fer hávær sírena í gang og starfsfólkið er að sjálfsögðu uppálagt að hraða sér á vettvang ef það heyrir í sírenunni. Björgvin Pálsson, sjúkraflutningsmaður á Reyðarfirði með meiru kom í skólann í dag og kynnti tækið fyrir kennurum og öðru starfsfólki.
Engin hætta er á að tækið gefi frá sér straum, nema ef skynjarar þess gefi til kynna að viðkomandi sjúklingur þurfi á því að halda. Eina "hættan" sem fylgir notkun tækisins er ef einhver kemur við sjúklinginn um leið og straumi er hleypt á. Tækið "talar" við þann sem kveikir á því svo það er faktískt ekki hægt að klúðra neinu.
Reyðarfjarðardeild Rauða krossins hefur gefið fleiri svona tæki, m.a. til lögreglunnar og hefur hún þau í lögreglubifreiðum embættisins á Eskifirði og einnig er eitt tæki staðsett á áberandi stað í verslunarmiðstöðinni Molanum hér á Reyðarfirði. Hvert tæki kostar um 200 þús. kr. með kassa og uppsetningu, svo ljóst er að um umtalsverða gjöf er að ræða. Þó má segja að þetta sé afar ódýrt öryggistæki sem bjargar mannslífum. Lögreglan á öðrum stöðum á Austurlandi hefur einnig yfir "Hjartastartaranum" að ráða og fengið að gjöf frá Rauðakrossdeildum á sínu svæði.
Bloggar | 9.1.2009 (breytt kl. 17:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég sé að fréttir hafa ekki borist frá lögreglunni á Eskifirði af skemmtanalífi Reyðfirðinga, en óhætt er að segja að höfnin hafi komið mikið við sögu sl. nótt. Um kl. 02.50 þegar ég kom akandi að krá bæjarins þá var múgur og margmenni við smábátahöfnina sem er rétt fyrir neðan kránna. Einnig voru á staðnum lögregla, sjúkrabifreið, björgunarsveitarbíll og slökkviliðsbíll. Ung stúlka hafði ekið beint í höfnina og er hún grunuð um ölvunarakstur. Bíllinn sem er nýlegur smábíll er töluvert skemmtur en stúlkan bjargaðist ómeidd úr bílnum.
Rétt fyrir kl. 6 í morgunn var ég pantaður að togara sem lá við bryggju og þegar ég kom á staðinn sé ég 3 menn bogra við bryggjukantinn. Í jökulköldum sjónum milli skips og bryggju svamlaði maður. Hann var að ná í tæplega hálfa vodkaflösku sem hann hafði misst í sjóinn. Mennirnir á bryggjukantinum höfðu fyrir mikla mildi fundið strax kaðalspotta sem þeir fleygðu til mannsins en fljótlega fór að draga af honum vegna kuldans. Þegar hann ætlaði að fara að krafla sig upp dekkin á kantinum, þá var hann orðinn mjög máttfarinn og virtist ekki ætla að hafa það af að koma sér upp þó við toguðum í spottann af öllu afli en maðurinn er vel í þyngri kantinum.
Ég var orðinn verulega áhyggjufullur um líf mannsins og hringdi í lögregluna og bað hana að senda sjúkrabíl og björgunarsveitina á staðinn í einum hvelli. Um tveimur mínútum seinna náðum við taki á manninum og með miklum erfiðismunum náðum við að draga hann upp. Við drifum hann strax um borð í togarann en hann var orðinn töluvert þrekaður. Sjúkrabíllinn kom nokkrum mínútum síðar og var hann þá aðeins farinn að hressast en skalf þó eins og hrísla undir teppi í hlýjum matsalnum.
Maðurinn hafði verið í sjónum í 7-8 mínútur og tæpara mátti það ekki standa að harmleikur hefði átt sér stað, og það fyrir smá leka í vodkaflösku.
![]() |
Rólegt hjá lögreglunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Engin dýraverndunarlög eru í Kína og þ.a.l. engin viðurlög við illri meðferð á dýrum. Sumt fólk virðist enga samúð finna í brjósti sér ef dýr kvelst. Einn þeirra sem bloggar við þessa frétt setur inn myndband frá Kína, sem sýnir þegar verið er að flá hund lifandi. Ég horfði á blábyrjunina og gat svo ekki meir. Þvílíkur viðbjóður!
Sumt fólk vill banna allar tilraunir á dýrum í læknisfræðilegum tilgangi. Ég er ekki sammála því, ef þess er gætt að dýrin kveljist ekki. Eflaust eru einhverjar tilraunir á dýrum þar sem ekki verður hjá því komist að þau kveljist en þá ber að lágmarka það eins og frekast er unnt.
Mannréttindi eru einnig fótum troðin í Kína og það er auðvitað enn óhugnanlegra. Samt grunar mig að ill meðferð á dýrum skori hærra á hneykslunarmælum sumra. Furðulegt.
![]() |
Með óbragð í munni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
![]() |
Ráðist gegn Nornabúðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (61)
Bloggar | 31.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | 25.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ég óska öllum gleðilegra jóla frá mér og minni fjölskyldu, héðan frá Reyðarfirði. Aðfangadagur heilsaði okkur með suð-vestan golu, björtu veðri og 12 stiga hita. Snjórinn að mestu farinn, nema í dældum og sköflum. Mjög fallegt veður og yndisleg jólastemning.
Bloggar | 24.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er kannski fullmikil bjarsýni að ætlast til þess af Reyni Traustasyni, að hann biðji Jón Bjarka afsökunar á því að hafa gert tilraun til mannorðsdráps á honum. En mannorðs raðmorðingjar hafa náttúrulega eðli sínu samkvæmt, enga siðferðiskennd. En hann kyssir á hönd þess sem hann kallar "Djöful". Hann krýpur á kné og lútir höfði í virðingarskyni við þá sem ritstýra honum. Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur, segir máltækið. En þessi illu öfl, sem hann segist hræðast, eru jafnframt húsbændur hans, og af Reyni Traustasyni verður ekki skafið, að hann er húsbóndahollur.
En ég hélt að það dyttu af mér allar dauðar lýs, þegar ég sá að Hjörleifur Guttormsson, sem bloggar einnig við þessa frétt, viðhefur hlý orð í garð Davíðs Oddssonar og skammast út í stjórnarandstöðuna, samflokksmenn sína, Samfylkinguna og Forseta Íslands, fyrir að hafa staðið í vegi fyrir fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma. Æ fleiri eru að átta sig á því regin hneyksli að komið var í veg fyrir það, af fólki sem kallar sig málsvara alþýðunnar.
![]() |
Reynir biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.12.2008 (breytt kl. 01:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þessar bætur eru náttúrulega hvorki fugl né fiskur og eiga sennilega að vera táknrænn vottur yfirvalda um að biðja þessa menn afsökunar. Hve háar bæturnar hefðu átt að vera, er auðvitað erfitt að segja, en tæp miljón á haus er lítið.
Ef ég skil þessa frétt rétt, þá verður þessu ekki deilt jafnt niður á þessa 100 einstaklinga, heldur hver og einn metinn. Hvernig verður það mat? Fá þeir mest sem setið hafa lengst í fangelsi? Hafa farið oftast í meðferð?
Það mætti spara matið og deila þessu bara jafnt yfir hópinn. Einhverjir lentu ekki í neinni óreglu, en hafa samt markerast fyrir lífstíð af veru sinni í Breiðuvík. Þeir bera harm sinn í hljóði, en eiga þeir þá ekki rétt á neinum bótum?
![]() |
Bótafjárhæðin vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og ég vék að í pistli hér á undan, þá á ekki að gefa feðgunum tækifæri til þess að beina athygli almennings að persónu Jóns Bjarka. Það gera þeir þó auðvitað, eins og við mátti búast. Með því beina þeir athyglinni frá sínu eigin skítlega eðli.
![]() |
Breyttur leiðari DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.12.2008 (breytt kl. 14:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Enn um kærleika, frið og sameiningu Viðreisnar
- ÞESSI UMMÆLI UTANRÍKISRÁÐHERRA SEGJA MEIRA UM HANA EN HJÖRT.........
- Bóluefni og parasetamól valda einhverfu
- Haustmánuður
- Geimverur
- Stjarnfræðilegar upphæðir
- Þegar ASÍ smækkaði sig
- Er hægt að vera lögblindur á lög?
- Duolingo
- Austurland þrælanýlenda Íslands