Glitský á jóladag

Ég tók þess mynd hérna á Reyðarfirði núna áðan og klukkan var 16.05.

jol 08 006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Falleg vetrarmynd, Gunnar. En er þetta ekki bara mengunarský??????

Baldur Hermannsson, 25.12.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þær klikka ekki myndirnar þínar.  Að öðrum ólöstuðum er þessi með þeim fallegustu og bestu, að mínum dómi.

Jóhann Elíasson, 25.12.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 mengunin frá álverinu er ósýnileg

Takk fyrir það Jóhann

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 17:19

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góð mynd en þetta er ekki glitský.

Haraldur Bjarnason, 25.12.2008 kl. 18:57

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er kannski ekki nógu hátt uppi til að teljast glitský

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 19:16

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það vantar í það glitið. Hér er ágætis mynd af glitskýjum.

 

Haraldur Bjarnason, 25.12.2008 kl. 19:23

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi ský sem ég tók myndina af voru reyndar ekki ósvipuð þessum nokkrum augnablikum áður en ég tók myndina, en vanalega eru glitský í meiri hæð og fá þá þessa birtu við sólarlag. Glæsileg mynd hjá þér

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 19:58

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hugsið ykkur litina í myndinni sem Haraldur Bjarnason sendi inn í athugasemdarkerfið. Þarna er svart, gult, sljósgult, hvítt, bleikt, ljósblátt. blátt, rautt, grátt og blágrátt og e.t.v. fleiri.

Ég væri alveg til í að eiga svona málverk á góðum vegg ííbúðinni hjá mér. Þetta er ákveðin stemning. Tolli er líklegur til að mála svona mynd.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 21:38

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tolli???????? Nei þar fórstu alveg með það. Jólin farin. Ef þú hefðir nú sagt Jón Stefánsson..........

Baldur Hermannsson, 25.12.2008 kl. 21:42

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er reyndar alls ekki aðdáandi Tolla, bið þá frekar um föður hans, Didda Morthens, en það er kannski af því ég á mynd eftir hann sem ég erfði frá móður minni. Hún er af ósnortinni ströndinni gengt Viðey, þar sem nú er Sundahöfn.

Mér finnst myndirnar hans Tolla vera voðalega keimlíkar. Hann heggur oft í sama knérun. Og þessi mynd væri voðalega Tolla-leg. Skemmtileg engu að síður. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband