Færsluflokkur: Bloggar
Ólafur Ragnar, forseti, móðgaði sendiherra Bandaríkjanna með því að hætta við orðuveitingu á Bessastöðum, rétt áður en sendiherrann renndi í hlað. Sumir segja að það sé ástæðan fyrir því að enginn sendiherra frá landi tækifærana hafi verið hér síðan. En gæti mál Bobby Fischers haft eitthvað með afstöðu Bandaríkjamanna til Íslendinga að gera?
Bandaríkjamenn höfðu reynt að klófesta Bobby Fischer í rúman áratug, þegar honum var smeygt inn í íslenska himnaríkið, gegn vilja þeirra. Fischer fékk flýtimeðferð hér og var gerður að íslenskum ríkisborgara á met tíma. Íslendingar sýndu Bandaríkjamönnum fingurinn.
Ekki löngu seinna fékk ákvörðun um veru bandaríska varnarliðsins á Íslandi, flýtimeðferð hjá stjórnvöldum vestanhafs. Herstöðin var yfirgefin á met tíma.
Og skömmu síðar, þegar Bandaríkjamenn ljáðu máls á því að auka gjaldeyrisforða Norðurlanda, var Ísland undanskilið. Var það vegna Bobby Fischers?
Og nú er enginn sendiherra......
![]() |
Efast um hjónaband Fischers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.12.2009 (breytt kl. 14:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Nei.... mér finnst ekkert að það eigi að loka Norðfirði.... ekki í bili a.m.k.
Ein af sterkum röksemdum með sameiningu sveitarfélaga var einmitt sparnaður í formi minni og hagkvæmari stjórnunnar og yfirbyggingar. Það eru að vísu nokkuð mörg ár síðan sameiningin átti sér stað hjá Norðfirði og Reyðarfirði, en sumir segja að góðir hlutir gerist hægt.
Myndin tengist efni pistilsins ekki beint
![]() |
Loka á Norðfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.11.2009 (breytt kl. 21:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ekki fá allir falleg eftirmæli frá fyrrum forseta, Frú Vigdísi Finnbogadóttur.
Mér fannst Vigdís breytast úr tiltölulega alþýðlegri menntakonu, í snobbað "Royalty".
![]() |
Útgáfu ævisögu Vigdísar fagnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.11.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
- Barack Obama
- Hu Jintao
- Vladimir Putin
- Ben S. Bernanke
- Sergey Brin and Larry Page
- Carlos Slim Helu
- Rupert Murdoch
- Michael T. Duke
- Abdullah bin Abdul Aziz al Saud
- William Gates III
Benedikt páfi er í 11. sæti á lista yfir valdamestu menn heims og þar með er kaþólska kirkjan... trúin, í því sæti en mig grunar að völd hennar séu meiri en margra annarra sem ofar eru á lista Forbes. Sömuleiðis ýmsir trúarleiðtogar múslima. Þessir kallar stjórna lífi fólks á áhrifameiri hátt en einhverjir viðskiptajöfrar, þó vissulega séu þeir valdamiklir.
Páfinn og tvífari hans
![]() |
Valdamestu menn heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.11.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju kvartar engin yfir því að hún sé að leika sér í vinnunni?
![]() |
Kvartaði yfir neftóbaksnotkun þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.11.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Helsti akkilesarhæll nánast allra sjálfvirkra skotvopna er að þeim hættir til að standa á sér. AK-47 hríðskotariffillinn er þó undantekning frá því og galdurinn á bak við það er hversu einfaldur mekanisminn er í rifflinum. Hinir hreyfanlegu hlutir virka allt að því losaralegir, sem gerir það að verkum að óhreinindi hafa ekki áhrif. AK stendur fyrir Avtomat Kalashnikova og 47 fyrir árið 1947, en þá hófst verksmiðjuframleiðsla á byssunni. Rússneski herinn tók vopnið í sína þjónustu árið 1949 en segja má að þessi merkilega byssa hafi ekki verið fullhönnuð fyrr en árið 1955.
Um 100 miljón eintök hafa verið framleidd af byssunni eða fleiri en af nokkurri annarri tegund af sambærilegu vopni. Nokkrar útgáfur eru framleiddar í mismunandi löndum, m.a. í Kína, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu, Austur-Þýskalandi, Búlgaríu, Júgóslavíu, Norður-Kóreu, Egyptalandi og Írak.
Hér til hliðar eru nokkrar útgáfur af AK-47, sem eru "löglegar" í Bandaríkjunum en þessir eru "semi automatic".
A. Hesse Model 47 / Model AMD 63
B. Norinco 84-S Chinese made .223
C. AK Concepts Tactical Pistol
D. Hungarian AMD 65
E. Norinco NMH 90
F. Arsenal Inc AK74 Bulgarian Rifle
G. Polish Under Folder
Verðið er á bilinu 300 - 1.800 Dollarar.
AK-47 er ekki sá nákvæmasti, t.d. er M-16, bandaríski hríðskotariffillinn, sem upphalega var notaður í Víetnam-stríðinu árið 1963 og notaður er í dag af mörgum NATO-þjóðum, mun nákvæmari, en hann er líka mun dýrari, þyngri og flóknari byssa með áðurnefndan akkilesarhæl.
![]() |
Kalashnikov Hetja Rússlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.11.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sennilega hafi fáir ef nokkur þjóðhöfðingi vestræns lýðræðisríkis niðurlægt embætti þjóðar sinnar með jafn afgerandi hætti og Ólafur Ragnar Grímsson.
Ég vil benda á ágætan pistil Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar því til staðfestingar, HÉR . Hannes rifjar upp fádæma dónaskap Ólafs í garð sendiherra Bandaríkjanna, sem hefur orðið þess valdandi að Bandaríkjamenn hafa ekki haft sendiherra hér í nærri ár. Ólafi var ekki boðið í embættistöku Obama og því hefndi hann sín með afar óviðfeldnum hætti, eins og Hannes rekur í pistlinum.
En Ólafur var ekki ókurteis við alla. Þó hann kæmi fram við fulltrúa gamallar vinaþjóðar eins og argasti dóni, var hann kurteisin uppmáluð við þá íslensku skuldakónga, sem ollu bankahruninu, Bónus-menn. Vann hann það jafnvel til sumarið 2004 að synja lögum, sem takmarkað hefðu kost þeirra á að móta almenningsálitið, staðfestingar.
Hannes endar pistil sinn á limru ónefnds hagyrðings
Hann vanhæfur kemur að verkinu,
Vigdís plantaði lerkinu
Hvert barn má það sjá,
að Bónus hann á.
Það er mynd af honum í merkinu.
![]() |
Forvarnarverðlaun veitt á Bessastöðum |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | 7.11.2009 (breytt kl. 15:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Að láta lifandi verur kveljast, hvort sem það eru menn eða dýr, er ofar mínum skilningi. Myndbandið hér að neðan, úr sláturhúsi í Vermont, USA, er....
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA
![]() |
Stríðsdans í sláturhúsinu |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | 4.11.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eitt helsta vandamál fyrirtækja á landsbyggðinni er lítill nær-markaður og ef menn vilja út fyrir markaðinn er þ.a.l. mikill flutningskostnaður.
Oft sér maður málum stillt upp á þann veg að fólk standi frammi fyrir tveimur valkostum:
"Stóriðju, eða eitthvað annað"
Ég hef aldrei skilið þessa afarkosti, enda eru þetta í mótsögn við raunveruleikan.
Íbúum á Reyðarfirði hefur fjölgað um 80% frá því fyrir álver, úr rúml. 600 í um 1.100. Í Fjarðabygð allri voru íbúar í hinum fimm byggðarkjörnum; Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupsstað, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, 3.995 árið 2002 en voru 1. des sl. 4.736, eða fjölgun upp á 19%. Um 30% starfsmanna álversins (ca. 130 manns) búa á Egilsstöðum.
Vandamál Reyðfirðinga fyrir álver, var EKKI atvinnuleysi, heldur fólksflótti og fólksflóttinn er vandamál landsbyggðarinnar í hnotskurn. Þegar fyrirtæki á landsbyggðinni leggja upp laupana, þá flytur fólkið sem missir atvinnuna burt í mörgum tilfellum og þegar íbúum fækkar minnkar grundvöllur fyrir eðlilegri þjónustu við íbúana. Þannig verða ákveðin "dómínóáhrif" í þróuninni.
Fyrir álver, var Austurland mesta láglaunasvæði landsbyggðarinnar, en í dag eru meðallaun þar þau hæstu. Andstæðingar stóriðjunnar töluðu um neikvæð ruðningsáhrif hennar. Ef hægt er að tala um ruðningsáhrif, þá var það að þau ruddu í burt láglaunastörfunum vegna samkeppnisáhrifa um vinnuafl á svæðinu eftir að álverið tók til starfa.
Hér að neðan er loftmynd af Reyðarfirði, fyrir og eftir álver. Það má gagnrýna bæjaryfirvöld fyrir að dreifa byggðinni of mikið. Auk þess er nafngiftir gatna og númerakerfi og skipulag þeirra til skammar.
Og svo sögðu andstæðingar framkvæmdanna eystra að þær hefðu takmörkuð áhrif og aðallega á meðan á framkvæmdunum stæði! Sumir "málsmetandi" menn (að sjálfsögðu yfirlýstir andstæðingar framkvæmdanna), létu hafa eftir sér opinberlega að Íslendingar fengjust ekki til að vinna í álverinu, heldur yrði það mannað með undirborguðum Pólverjum.
Í apríl 2007, skrifaði ég pistilinn Reyðarfjörður, hvernig hefurðu það?
![]() |
150 ný störf hjá sex frumkvöðlasetrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.11.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sumir segja að hundurinn sé besti vinur mannsins... aðrir hesturinn. Aldrei talað um að maðurinn sé besti vinur mannsins.
Ég man ekki eftir að hafa séð hest líkjast eiganda sínum, en oft hunda.
![]() |
Fyrsta flokks hundahótel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.11.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Með fækkun bónda og sauðkinda eru íslenzkir (ó)ráðamenn að gera landið háðara útlöndum
- Sprengdur fyrir hið evrópska föðurland
- Minningarhátíð breyttist í sigurhátíð
- Hitler var jafnaðarmaður
- Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km
- AF EGÓI & GUÐI POPPARA ...
- Að kenna öðrum um er auðveldara en að læra
- Viðreisn afhjúpar sig
- Á Íslandi gengur allt samkvæmt áætlun
- Veruleikafirring vestrænna ríkja þekkir fá mörk.