Færsluflokkur: Bloggar

Atli Gíslason og kvótakerfið

crop_260xAtli Gíslason, alþingismaður og lögmaður, kemur mér fyrir sjónir sem þrjóskur sósíalisti af gamla skólanum. Ef hann bítur eitthvað í sig þá verður það bit ekki auðveldlega losað.

Málflutningur hans um kvótakerfið og fyrningarleiðina er einlægur og heiðarlegur. Ég er ekki alveg jafn viss um femínistan í honum Errm

Réttlætiskend hans virkar ágætlega á flesta sem hlýða á mál hans. Hann vill sátt í samfélaginu um kvótakerfið....  en einhvernveginn grunar mig að sáttin sem hann hefur í huga séu málalok sem eru hans sjónarmið, nánast til fullnustu. Þetta er hans skilningur á því consepti að vera "maður sátta"  

olina-thorvardardottirAtli gefur lítið fyrir málflutning Ólínu Þorvarðardóttur, þegar hún hótaði því í sjónvarpsþætti að útgerðarmenn yrðu sviftir veiðiheimildum sínum ef þeir sigldu flota sínum í land í mótmælaskini við áform ríkisstjórnarinnar í kvótamálum. Atli segist ekki trúa á hótanir, heldur sáttaleiðir.

Mér finnst rökin með fyrningarleiðinni vera heldur rýr. Ég sé fyrir mér að obbinn af stærstu útgerðarfyrirtækjunum, gætu lent í verulegum vandræðum vegna hennar. Hafa verður í huga að Ísland sker sig úr í veröldinni, þegar við tölum um sjálfbærni og arðsemi sjávarútvegsins m.t.t. samsetningu aflans.

 Fiskveiðar og útgerð er í beinni samkeppni við annan matvælaiðnað, sem víðast hvar í hinum vestræna heimi er niðurgreiddur að verulegu leyti.


Grunsamlegt

Það er auðvitað stórkostlegt ef enn finnst fólk á lífi, níu dögum eftir jarðskjálftann og í raun kraftaverk.

Ég verð þó að segja að fimm ára strákurinn var óvenju hress þegar hann var dreginn upp úr holunni. Hann fagnaði eins og hann hefði skorað mark í fótboltaleik..... eins og hann væri stjarna dagsins. Errm

Jafnvel þó drengurinn hefði haft aðgang að vatni og mat allan þennan tíma....


mbl.is Börnum bjargað úr rústum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bin Laden á eilífum flótta

osama_runningÞað borgar sig ekkert fyrir Kanann að ná karlinum.

Ég held að það sé töluverður bisness í að ná honum ekki.

osama_targetview

 

 

 

 

 

 

 

Það væri búið að ná kallinum fyrir löngu, ef raunverulegur vilji væri til þess.


mbl.is Mynd af Osama 52 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá veit maður hvað þær hafa verið að gera

Segi ekki meir Blush


mbl.is Ragnhildur Steinunn og Eva María óléttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkbrennsla

Móðir mín bað um að hún yrði brennd eftir andlátið. Hún hafði áhyggjur af því að hún yrði kviksett. Við börnin hennar urðum að sjálfsögðu við óskum hennar.

líkbrennsla

Þegar móðir mín var jarðsett, var keypt kista með fallegum látúnshöldum og kostaði hún töluvert fé. Á myndinni er líkið brennt í pappakassa. En hvernig er það á Íslandi?

Ég sé ekkert að því að fólk sem lætur brenna sig, sé í fjölnota kistu við kistulagningu og útför. Það hlýtur að flokkast undir "umhverfisvænt". Ég veit að látúnshöldurnar eru fjarlægðar fyrir brennslu. Hvað verður um þær? Eru þær keyptar aftur af næsta viðskiptavini? Kistan líka, ef hún er ekki brennd?

Þegar náin ástvinur deyr, er sjaldnast hugað að svona hlutum. Það er oftast ekki fyrr en eftir útförina sem allt fer í háaloft vegna erfðamála. Þó eru undantekningar á því. Stundum fær líkið ekki að kólna Errm


mbl.is Kraftaverk á jólum: móðir og barn lifnuðu við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær mun þetta gerast hér?

honor+murderÞað er ekki spurning hvort, heldur hvenær svokallað "heiðursmorð" verður framið á Íslandi.


mbl.is Kúrdi dæmdur fyrir heiðursmorð í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti hundur í heimi

big-dog-little-dogEigandi hundsins á myndunum hér að neðan er að reyna að fá hundinn skráðan í heimsmetabók Guinnes. Hundurinn er af tegundinni Great Dane sem er stærsta hundategund í heimi. Reyndar minnir mig að St Bernards hundar séu þyngri.. enda þungt í þeim pundið.

Ég rakst á þessa frétt í vefútgáfu The Sun. Hundurinn heitir George og er 111 kg. og lengdin er 221 cm. frá nefi að rófuenda. Ekki sá ég í fréttinni hvað hann er hár í herðakamb. Hann borðar tæplega 50 kg. af hundamat á mánuði og sefur í eigin QUEEN SIZE rúmi.

gr.dane

gr.dane2


Afleiðing sparnaðar, orsök slyss?

Í frétt í DV í dag er sagt frá hinu hörmulega slysi á Hafnarfjarðarveginum og þar er segir í fyrirsögn  "Sparnaður möguleg orsök bílslyss".

Þó ég taki heilshugar undir það að þarna eigi að vera vegrið (og reyndar mun víðar), þá er ég algjörlega ósammála þessari fyrirsögn. Orsakir slyssins var ekki skortur á vegriði, heldur skortur á aðgæslu við akstur. Ökumaðurinn missti ekki stjórn á bíl sínum vegna vöntunar á vegriði, heldur vegna þess að hann ók óvarlega miðað við aðstæður.

Stundum sér maður í fréttum að viðkomandi "hafi lent í lausamöl og það hafi verið orsök slyssins. Þetta er líka rangt að mínu mati. Það "lendir" engin (óvart) í lausamöl. Lausamöl er á öllum vegum sem ekki hafa bundið slitlag. Lausamölin stekkur ekki óvænt í veg fyrir bílana heldur aka bílstjórarnir of hratt miðað við aðstæður og eigin færni.


mbl.is Lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Global warming" frestað vegna veðurs

Kaldhæðnislegt veðurlag fyrir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn.

frestad


mbl.is Vetrarfærð í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlát

Minn nánasti vinur til þriggja áratuga, Birgir Ævarsson, lést þann 9. des. sl. Ég ætla ekki að skrifa hér minningagrein.... ekki að sinni... og ég efast um að ég geri það..... það yrðu nokkur bindi. Sagt er að ekkert sé nýtt undir sólinni, en ég efast um að Biggi hafi átt sinn líka í veröldinni.

Áhugamál Birgis voru fjölmörg og hann tileinkaði sér þau af kostgæfni. Veiðar með byssu og stöng, voru framarlega í röðinni.

Fluguveiði í fallegri á, á fallegu sumar kvöldi, held ég þó að hafi verið toppurinn á tilverunni hjá honum. Á tímabili var það árviss viðburður hjá okkur að fara í Andakílsá í Borgarfirði.

birgiristraumu

"Birgir Ævarsson úr RB veiðibúð með fallega "2 ára" hrygnu úr Sjávarfossi í Straumfjarðará í gærmorgun. Eins og sjá má hefur hún látið elta sig allnokkuð niður ána. Mynd Ástþór Jóhannsson."  (Sjá  HÉR )

Myndin er tekin 24. júní sl., sléttum tveimur mánuðum eftir að Birgir greindist með krabbamein.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband