Óli Bónusgrís

Sennilega hafi fáir ef nokkur þjóðhöfðingi vestræns lýðræðisríkis niðurlægt embætti þjóðar sinnar með jafn afgerandi hætti og Ólafur Ragnar Grímsson.

Ég vil benda á ágætan pistil Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar því til staðfestingar, HÉR . Hannes rifjar upp fádæma dónaskap Ólafs í garð sendiherra Bandaríkjanna, sem hefur orðið þess valdandi að Bandaríkjamenn hafa ekki haft sendiherra hér í nærri ár. Ólafi var ekki boðið í embættistöku Obama og því hefndi hann sín með afar óviðfeldnum hætti, eins og Hannes rekur í pistlinum.

imagesEn Ólafur var ekki ókurteis við alla. Þó hann kæmi fram við fulltrúa gamallar vinaþjóðar eins og argasti dóni, var hann kurteisin uppmáluð við þá íslensku skuldakónga, sem ollu bankahruninu, Bónus-menn. Vann hann það jafnvel til sumarið 2004 að synja lögum, sem takmarkað hefðu kost þeirra á að móta almenningsálitið, staðfestingar.  

Hannes endar pistil sinn á limru ónefnds hagyrðings

imagesCA6D5N4AHann vanhæfur kemur að verkinu,

Vigdís plantaði lerkinu

Hvert barn má það sjá,

að Bónus hann á.

                       Það er mynd af honum í merkinu.

 


mbl.is Forvarnarverðlaun veitt á Bessastöðum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nokkuð óforskammaður Gunnar Th. En svei mér þá, ég held þú hafir bara rétt fyrir þér. Ólafur Ragnar er ekki lengur sameiningartákn þjóðarinnar, var það líklega aldrei. Hinsvegar er hann í dag sameiningartákn þess dómgreindar- og ábyrgðarleysis, sem hefur gert landið okkar að betlara og haft er að háði og spotti á meðal þjóða. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Óli stóð sig vel í dag. Það var mjög gaman að taka þátt í þessu þarna. Auðvitað hefur Óli gert stór og mikil mistök í sínu starfi og hann veit það vel sjálfur. En að vitna í Hannes Hólmstein er ömurlegt. Aðra eins græðgissleikju hef ég aldrei heyrt í. Veit ekki betur en að Hannes hafi lofað alla þessa bankamafíu sem gengur enn laus þrátt fyrir að hafa verið valdir að mörgum ótímabærum dauðsföllum.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 7.11.2009 kl. 17:49

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guðmundur, taktu efnislega afstöðu til þess sem Hannes segir í pistlinum.

Ef ég á að taka efnislega afstöðu til þess að Ólafur veitti verðlaun fyrir forvarnarstarf, þá stóð hann sig einstaklega vel. Aðrir hefðu ekki gert þetta betur

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 18:37

4 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Mér finnst frekar lélegt að nota frétt, þar sem verið er að veita grunnskólanemendum verðlaun, sem vettvang fyrir skítkast út í forsetann.

Eysteinn Þór Kristinsson, 8.11.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband