Andlát

Minn nánasti vinur til þriggja áratuga, Birgir Ævarsson, lést þann 9. des. sl. Ég ætla ekki að skrifa hér minningagrein.... ekki að sinni... og ég efast um að ég geri það..... það yrðu nokkur bindi. Sagt er að ekkert sé nýtt undir sólinni, en ég efast um að Biggi hafi átt sinn líka í veröldinni.

Áhugamál Birgis voru fjölmörg og hann tileinkaði sér þau af kostgæfni. Veiðar með byssu og stöng, voru framarlega í röðinni.

Fluguveiði í fallegri á, á fallegu sumar kvöldi, held ég þó að hafi verið toppurinn á tilverunni hjá honum. Á tímabili var það árviss viðburður hjá okkur að fara í Andakílsá í Borgarfirði.

birgiristraumu

"Birgir Ævarsson úr RB veiðibúð með fallega "2 ára" hrygnu úr Sjávarfossi í Straumfjarðará í gærmorgun. Eins og sjá má hefur hún látið elta sig allnokkuð niður ána. Mynd Ástþór Jóhannsson."  (Sjá  HÉR )

Myndin er tekin 24. júní sl., sléttum tveimur mánuðum eftir að Birgir greindist með krabbamein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birgir var góður maður. Blessuð sé hans minning

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 18:07

2 identicon

Innlegar samúðarkveðjur, til fjölskyldu Birgis - sem og, til þín, Gunnar minn.

                                               Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 20:00

3 Smámynd: Sigurjón

Sæll Gunnar.

Ég votta þér hluttekningu mína.  Það er sárt að missa sína beztu vini.

Kveðja, Sigurjón

Sigurjón, 15.12.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Elle_

Kæri Gunnar.  Það var sorglegt að heyra og ég samhryggist þér vegna missis vinar þíns.

Elle_, 17.12.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband