Tvískinnungur Hjörleifs.

 

Hjörleifur barðist með kjafti og klóm gegn Straumsvík á sjöunda áratugnum. Þegar hann varð Iðnaðarráðherra þá samþykkti hann Fljótsdalsvirkjun og lón á Eyjabökkum. Hjörleifur er manna fróðastur um náttúru Austurlands og stofnaði Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST). Andstöðunni við Eyjabakka og Kárahnjúka stjórnaði Hjörleifur frá upphafi og í umræðunni um Kringilsárrana í fjölmiðlum á árunum 2002-2006 mátti m.a. sjá eftirfarandi:

"Einstakar og einstæðar náttúruminjar - náttúrugersemar - einstakar jarðmyndanir - kóróna svæðisins - hvílík fegurð - undraveröld - hvergi upplifað annað eins - stórkostlegt - heilagt - orðlaus yfir náttúrufegurðinni - tár í augum - vinsælasta göngusvæði landsins - útivistarparasdís á heimsmælikvarða -  náttúruundur - einstakt á Íslandi - dýrðarsvæði - óviðjafnanleg náttúra "

Um þennan sama stað sagði hinsvegar í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1987:

"Þetta er afar afskekkt svæði og fáfarin, nema helst af smalamönnum á haustin. Þangað er líka fremur fátt að sækja fyrir ferðamenn, nema þá til að skoða hreindýr og minjar um framrás Brúarjökuls. Hvort tveggja er þó aðgengilegra með auðveldari hætti annars staðar, hreindýr við Snæfell og á Vesturöræfum og jökulgarðar vestan við útfall Sauðár eða á Eyjabökkum".

Og höfundur þessarar greinar var Hjörleifur Guttormsson.

Hjörleifi hefur kannski bara orðið á "tæknileg mistök"?  Nei, ég get ekki séð að það geti átt við hér. Maðurinn er einfaldlega óheiðarlegur í gegn og er að nýta sér þann meðbyr sem náttúruvernd hefur í hinum vestræna heimi. Hugmyndafræði vinstri sósíalista var ekki keypt af kjósendum. Í tilvistarkreppu sinni sækja þeir á önnur og vænlegri mið í atkvæðaveiðum. Ef þeir komast til valda út á náttúruverndarsjónarmið, þá fáum við sósíalíska pakkann í bónus. Svo einfalt er það.


mbl.is Hjörleifur: Erum að kynnast kaupum umhverfisvænna ímynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Æi, þetta er nú einusinni svona með marga pólitúikkusa.  Þeir eru búnir að Steingleyma (s.b. Steingrímur forðum form Framsóknar) hvað þeir áður gerðu eða sögðu.

Jón Bjarna er svo alveg eins og álfur út úr hol, þegar hann er inntur eftir þvi, hvernig megi snúa atvinnuþróun og byggðaþróuninni við í hans kjördæmi.  Tafsar og sýpur hveljur í beinni útsendingu.

Svo er það Samfó liðið.  Þar á bæ halda menn, að fólk muni ekki hvernig kjaraskerðingarnar sem komu í formi óðaverðbólgu og misgengis á þeirra valdatíma.  Velferðamálin er þeim afar ofarlega í sinni en vilja breiða fjöður yfir, hvernig var í búi hjá öldruðum og öryrkjum, þega verðbólgubálið geisaði sem harðast.  Það voru einnig fulltrúar þeirra, sem settu Verðtryggingarlögin, hvar allt átti að vera verðtryggt en það voru einnig þeir hinir sömu sem tóku KAUPGJALDSVÍSITÖLUNA úr sambandi og allar viðmiðanir bóta.

ÞEssvegna er nú svo, að maður ber ekki mikla virðingu fyrir þessu liði.

Auk þess er nú ekki úr vegi, að skoða ,,verðbólgu" í Rvík undir stjórn R-listans sáluga.  Ekkert bendir til, að þessir aðilar geri hætis hót betur í stjórnum fjármuna ríkissjóðs.

kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.3.2007 kl. 14:52

2 identicon

Já þetta er mikið rétt með hann Hjörleif blessaðan. Ég heyrði einu sinni sögu um það að honum fór ekki að þykja vænt um hálendið fyrr en konan hans var búin að gefa honum jeppa, eftir það gat hann farið og skoðað það sem hann hafði bara skrifað um eftir frásögnum annara. Hvort sagan er sönn eða tóm lygi hef ég ekki glóru. En það er smábroddur í henni er það ekki:) 

Ég var líka einu sinni samferða Hjörleifi í flugi austur. Ég hafði þá ekki sofið í tæpa 2 sólarhringa og ansnaðist þar að auki til að fá mér tvo öllara á vellinum og var bara orðinn vel slampaður.
En ég man að ég spurði Hjörleif við sátum sagt saman félagarnir. "Hversvegna þarftu að vera á móti öllu, það er sama hvað er gert í þessu landi þú ert alltaf á móti öllu"
Hjörleifur svaraði: " Það er nú kanski ekki þannig að ég sé á móti öllu, ég er t.d. hlynntur álverinu á Reyðarfirði, en ég vil skapa umræðu fá sjónarmið sem flestra." 

OK ef hann var fylgjandi hversvegna hefur hann aldrei þorað að segja það opinberlega. Ég man líka þá tíð að allaballar voru hér ríðandi um héruð með alskonar úrræði austfirðingum til handa og þegar Hjörleifur komst í stjórn og hafði einhver ráð gerði hann ekki rassgat frekar en þeir menn sem eftir hafa komið úr sama flokki. 

Bestu kveðjur þetta var flott klausa hjá þér, varð bara að létta pínu á mér.

Baldvin 

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 16:56

3 identicon

Voðalegt er að sjá hve þið þarna fyrir austan eruð öfgakennd og persónugerið þetta allt saman. Var ekki krafan að Ómar yrði rekinn, og átti ekki að reka fleiri þarna, meiri öfgarnar í ykkur. Og ekki fellur nú virkjun Þjórsár undir að vera staður sem langt er að fara til að sjá eða hafi ekki áhrif á umhverfið í miðri sveit, en samt er sama sagan, virkja hvað sem það kostar. Það var svosum meinalaust að  þið þarna fyrir austan fenguð ykkar virkjun og álver, enda búin að bíða með hendur í skauti án þess að gera nokkuð, og eitthvað varð að gera til að bjarga staðnum frá meiri vesældóm, en hér fyrir sunnan var enginn að óska eftir álveri,  og flestir farnir að sjá að margt annað er hægt að gera.

Fróni (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband