Mér líst vel á þennan hóp áhugafólks sem stofnað hefur "Umhverfisvaktina" við Hvalfjörð.
Ekki er að svo stöddu þörf á slíkum félagsskap hér á Reyðarfirði, hvað sem síðar verður. Nákvæm mælitæki hafa vaktað allan fjörðinn frá upphafi reksturs álversins hér og sérfæðingar frá Náttúrustofu Austurlands taka gróður og önnur lífsýni með reglulega millibili. Munu niðurstöður þessarar vöktunar verða aðgengilegar á netinu innan tíðar.
Fyrirhugað er að vöktunin fari fram um ókomin ár og e.t.v. er æskilegt að almenningur eigi fulltrúa sinn í "umhverfisteymi Alcoa", sem hefur þessi mál væntanlega á sinni könnu.
Morgunsól og þoka í Reyðarfirði.
![]() |
Vilja vernda lífríkið við Hvalfjörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 5.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar ætla sér að stunda hvalaskoðun nú sem endranær, enda vaxandi atvinnugrein. Ef það þarf að "hlúa að" greininni á einhvern sérstakan hátt, þá þarf það að vera eftir öllum jafnræðis og sanngirnisreglum og ekki skaða aðra atvinnurekendur.
Íslendingar ætla sér að stunda hvalveiðar nú sem endranær, enda vaxandi atvinnugrein. Ef það þarf að "hlúa að" greininni á einhvern sérstakan hátt, þá þarf það að vera eftir öllum jafnræðis og sanngirnisreglum og ekki skaða aðra atvinnurekendur.
Hvalveiðar og hvalaskoðun eru gjörólíkar atvinnugreinar og báðar heillandi á sinn hátt. Það hefur sýnt sig, bæði á Íslandi og í Noregi, sem eru tvö helstu hvalaskoðunarlöndin í N-Atlantshafi, að hvalaskoðun hefur haldið áfram að aukast, "þrátt fyrir" hvalveiðar í viðkomandi löndum. Þessi þróun er þvert á fullyrðingar hvalverndunarsinna og margra þeirra sem vinna í greininni.
Flestir ef ekki allir eigendur hvalaskoðunarfyrirtækja, vilja stöðva allar hvalveiðar. Þeir vilja stöðva gjörólíka atvinnugrein, jafnvel þó þeirra eigin sé í örum vexti!
Einhvernveginn gengur þetta ekki upp, því það getur ekki verið á faglegum forsendum sem þessir rekstraraðilar eru á móti hvalveiðum.
Þessi afstaða þeirra er auðvitað á sömu tilfinningalegu nótunum og rök International Fund for Animal Welfare og hafa ekkert með fagmennsku að gera. Það er alið á ýktum myndrænum slagorðum, eins og: Stöðvið grimmilega hvalaslátrun Íslands. Og svo er gefið í skyn að þessi dýr séu í útrýmingarhættu, en það er auðvitað fjarri lagi. Það er verið að tala um að veiða örfá dýr úr stofnum sem telja tugi þúsunda einstaklinga.
Sumir segja að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, og er þá vísað til viðskiptahagsmuna stórra íslenskra fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum, sem kunna að vera í hættu vegna þrýstings frá svona "Trjáföðmurum"
Það er dálítið merkilegt að þeir sem hafa mestar áhyggjur af þessum "tekjumissi", er fólk sem stendur utan þessara viðskiptahagsmuna. Þetta fólk kemur jafnvel frá umhverfisverndarsamtökum og hvalaskoðunarfyrirtækjum. Ekki hefur orðið vart efnahagslegrar dýfu í útflutningsverðmætum Íslendinga, þegar hæst heyrist í þessu fólki. Eflaust geta einstaka fyrirtæki staðfest tímabundinn samdrátt í sölu á afurðum sínum, þegar öfgasamtök gera sérstaka árás á fyrirtæki þeirra, jafnvel með fulltyngi myndatökumanna fréttastofanna. En svo líður þetta hjá, jafn harðan.
![]() |
Undirskriftir gegn hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar er "Helvítis fokking fokk" spjaldið núna? Var það kannski uppselt?
Það er svo sem af nógu að taka fyrir slagorðasmiði þegar mótmæla þarf ráðleysi ríkisstjórnarinnar. Icesave klúðrið er æ betur að koma í ljós. Ég lími héðan inn stuttan pistil (innan gæsalappa), sem ég rakst á áðan:
"Bjarni Benediktsson hefur borið fram einfalda spurningu til vinstri stjórnarinnar: Ef þið segið nú, að þið getið náð 75 milljarða króna betri Icesave-samningi en þið gerðuð áður, hvað gerðið þið þá rangt, þegar þið náðuð 75 milljarða króna verri Icesave-samningi á sínum tíma en þið gátuð náð?
Töpuðu Íslendingar 75 milljörðum króna á því að hafa þau Indriða Þorláksson, Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon í forsvari í þessu máli? Ef draga á aðra fyrir Landsdóm vegna vítaverðrar vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins, á þá ekki að draga þau Jóhönnu og Steingrím fyrir þennan dóm fyrir að hafa beinlínis með gáleysi eða dugleysi (eða jafnvel með ásetningi, ef það sannast) kostað þjóðina 75 milljarða króna í eftirleik bankahrunsins."
![]() |
Olía lak úr mótmælatunnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Minn tími mun koma!", sagði Jóhanna, og hún hafði rétt fyrir sér. Þ.e.a.s. hennar persónulegi tími kom sem formaður síns flokks og forsætisráðherra.
"Hennar tíma" verður þó ekki minnst fyrir eftirtektaverða stjórnunarhæfileika eða útsjónarsemi í erfiðum úrlausnarefnum. Þvert á móti einkennir fát, öryggisleysi og mannafælni öll hennar viðbrögð, frá því "hennar tími kom". Hvað mun þá standa á pólitískum legsteini Jóhönnu? "Kona og lesbía" ...?
Ekki vantaði yfirlýsingagleðina og slagorðin hjá ríkisstjórnarflokkunum fyrir síðustu kosningar. Einhvernveginn finnst mér það sárara, þegar orð fólks sem gefur sig sérstaklega út fyrir að vera sverð og skjöldur hins svokallaða lítilmagna, reynast lítils virði. Það er eitthvað svo ... "extra something".
Tími Jóhönnu var eins og neyðarblys á lofti (kannski í víðtækri merkingu þess orðs); hann var bjartur og náði skjótt mikilli hæð, en hrapaði svo með týruna hraðdofnandi. Tími Jóhönnu er liðinn. Meira að segja flestum flokksmönnum hennar er það ljóst.
![]() |
Jóhanna: sit út kjörtímabilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er tvennt sem ég styrki á hverju einasta ári, en það er Neyðarkall björgunarsveitanna og SÁÁ- Álfurinn, til styrktar ungu fólki í vímuefnavanda.
Það er eiginlega ekkert meira um það að segja.... annað en að ég hvet aðra til hins sama.
![]() |
Keypti fyrsta Neyðarkallinn minnugur Geysisslyssins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er e.t.v. með einhverja staðalímynd af fangelsum og réttarfari í S-Ameríku í huganum, sem ég hef fengið úr "Dollaramyndunum" með Clint Eastwood.
En er þetta samt ekki þannig þarna víða, að ef maður sýnir seðil, þá opnast ýmsar dyr..... bakdyr, jafnvel.
Spillingin á Íslandi er ekki eins "brútal" og þarna suðurfrá, kann einhver að segja. En er það svo? Eru ekki afleiðingar bankahrunsins "brútal", fyrir tugþúsindir manna í landinu?
Viðmót þeirra sem tóku fólk í óæðri endan á Íslandi, var mjög kurteist og indælt, svona rétt á meðan þeir voru að því. En eftir að misnotkunin hafði átt sér stað..... ekkert... tómleiki... engin svör.
![]() |
Enn í Venesúela |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 4.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi framkvæmd verður seint sökuð um að valda þenslu í þjóðfélaginu, eins og ástandið er í dag. Hún er kærkomið tækifæri fyrir vinnufúsar hendur, hvaðan af landinu sem er. Nóg er húsnæðið hér.
Hér er kirkjan á Reyðarfirði, einn hrímkaldan morgun.
![]() |
Ný kersmiðja við Reyðarfjörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 3.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gareth Bale, er að mínu mati besti knattspyrnumaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það var hreint með ólíkindum hvað hann fór oft illa með andstæðinga sína í leiknum í kvöld. Og sendingin á Crouch þegar hann skoraði var stórkostleg.
Spurning hvað Bale gerir þegar "stóru" liðin fara að gera hosur sínar grænar fyrir honum. Það verður erfitt fyrir Tottenham að halda honum.
![]() |
Redknapp: Yfirspiluðum þá í allt kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 2.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í besta falli er raunfylgi pólitískra "græningja", 10 -15% í Evrópu og töluvert minna utan Evrópu.
Vinstrimenn stukku á "umhverfisvernd", þegar þeir sáu fram á að hagfræðilegar hugmyndir þeirra voru tóm steypa og fylgi þeirra hrapaði um víða veröld.
Íslensku græningjarnir fengu rúmlega 20% fylgi í síðustu kosningum, en það var líka í þjóðfélagsástandi sem hentar vinstrimönnum best, þ.e. þegar atvinnuleysi og óáran herjar á samfélagið, en það virðist því miður gerast með reglulegu millibili í hinum kapitalösku þjóðfélagum, sem nánast allir, sem lifa sómasamlegu lífi í heiminum, búa við.
Í "venjulegu" ástandi hafa vinstrimenn ekki fengið mikinn hljómgrunn meðal kjósenda, en nú reyna þeir að sýna umhyggju sína fyrir umhverfinu. Umhverfisvernd er hinn nýi sósíalismi.
Allir vita hvernig "umhyggja" sósíalista og kommúnista á alþýðunni hefur virkað á hinn almenna borgara í áranna rás ... sagan segir okkur allt um það.
Hin eina sanna "tæra vinstri ríkisstjórn" er nú við völd á íslandi, í fyrsta sinn í sögunni. Engin kapitalísk öfl eiga upp á pallborðið nú, í íslensku samfélagi.
Er þá ekki allt í himnalagi?
![]() |
Vælir ekki undan slöku gengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurningin um það, hvort raforkusala til stóriðjufyrirtækja sé arðbærust, er spurning sem við þurfum að spyrja okkur með reglulegu millibili. Hlutirnir geta verið fljótir að breytast.
Menn nefna jafnan gagnaver þegar þeir hugleiða "eitthvað annað" í staðinn fyrir t.d. álver. Það finnst mér dálítið merkilegt, þar sem þetta eru mjög ólíkir orkukaupendur. Álver notar alltaf jafn mikla orku, allan sórhringinn, allan ársins hring, óháð veðri og vindum og gerðir eru sölusamningar við álverin til 20-40 ára í senn. Lítil hætta er á að ál verði óþarfur málmur í náinni framtíð og langtímaspár benda til vaxtar í greininni. Þróun álverðs sl. tvö ár má sjá HÉR
Gagnaver nota mismikla orku, minna á nóttunni en meira á daginn. Minna á veturna en meira á sumrin. Hvernig geta þetta verið sambærilegir orkukaupendur? Auk þess er þróunin í tölvuheiminum svo ógnarhröð að við vitum ekkert hvort gagnaver verða yfir höfuð til með þessu sniði eftir fáein ár. Kannski verða öll gögn geymd úti í geimnum.... hver veit?
Menn tala um að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það er þó betra að setja þau í góða og heila körfu en í götótta, eins og sumir virðast vilja.
![]() |
Er álvinnsla arðbærust? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 1.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Strandveiðar
- Trump át Leyen sem gleypti Þorgerði Katrínu
- HAFÐI UTANRÍKISRÁÐHERRA HEIMILD TIL AÐ UNDIRRITA ÞETTA SKJAL???
- Ómarktæk fyrirmenni
- Vafasöm viðbrögð
- Á að biðja um fyrirgefningu
- Framtíð þjóðar
- Bæn dagsins...
- Stjörnur koma sterkar inn, ljóð frá 1. janúar 2005.
- Það er versti misskilningur að hún sé kölluð Togga