Flestir kannast við hið fallega lag "Oh, Danny Boy", en sennilega eru heldur færri sem þekkja lagið með íslenskum texta Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra og alþingismanns, en þá heitir lagið "Nú ertu fjarri". Árni Mathiesen "dýralæknir", er tengdasonur Friðjóns og Þórður Friðjónsson, kauphallarstjóri, er sonur hans. Textan samdi Friðjón til unnustu sinnar þegar hann var við nám erlendis. Afskaplega hugljúfur og rómantískur texti og hæfir laginu vel. Upphaflegt nafn lagsins og texti var annað en ég man bara ekki hvað. Gaman væri ef einhver myndi það. Lagið er írskt.
Kvartettinn Leikbræður, sem vinsæll var á sjötta áratug síðustu aldar, söng þetta lag inn á hljómplötu og naut það mikilla vinsælda á árunum í kringum 1955. Friðjón söng 2. bassa í kvartettnum, bræðurnir Ástvaldur og Torfi Magnússynir sungu 2. tenór og 1. bassa, og 1. tenór söng faðir minn, Gunnar Einarsson. Þess má geta að Ástvaldur er faðir Þorgeirs Ástvaldssonar, hins kunna útvarpsmanns. Friðjón lifir leik og söngbræður sína alla, kominn vel á níræðis aldur.
Kvartettinn Leikbræður, frá vinstri: Við píanóið er Gunnar Sigurgeirsson, Gunnar Einarsson, Ástvaldur Magnússon, Torfi Magnússon og Friðjón Þórðarson. Carl Billich útsetti flest laga Leikbræðra, sérstaklega fyrir þá.
Leikbræður eiga tvö lög í spilaranum hér hægra megin á bloggsíðunni, "Nú ertu Fjarri" og "Óli Lokbrá".
Nú ertu Fjarri
Nú ertu fjarri drottning minna drauma
Og dægrin líða sviplaus framhjá mér.
Ég horfi yfir hafsins bláu strauma,
Því hjarta mitt er bundið einni þér.
Og þegar andar aftanblærinn mildi
Og aldan ljóðar grænni ströndu hjá,
Hve sæll og glaður vitja þín ég vildi
Og vera hjá þér allar stundir þaðan frá.
Tónlist | 30.6.2009 (breytt 1.7.2009 kl. 01:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"..., farið geyst í fjárfestingum og lántökum".
Þessu verður að sjálfsögðu velt yfir á símnotendur.
Hættum að hringja
![]() |
Fjarskiptafyrirtækin fóru of geyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 30.6.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tveir ungir drengir komu inn í lyfjaverslun og báðu um dömubindi. Afgreiðslumaðurinn spurði eldri drenginn; "Hvað ertu gamall?"
"Átta" svaraði stráksi.
Afgreiðslumaðurinn sagði þá: "Veistu til hvers þetta er notað?"
Strákurinn svaraði: Neeee.. ekki alveg... en þetta er ekki fyrir mig sko, þetta er sko fyrir hann", sagði hann og benti á yngri strákinn, "Hann er sko fjögurra ára. Við sáum í sjónvarpinu að ef maður notar svona þá getur maður bæði hjólað og synt en hann getur hvorugt.
Spaugilegt | 26.6.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var í þessum gönguhópi í frábæru veðri, umhverfi og félagsskap.
Hér er hópurinn að búa sig af stað neðan Geithúsárgils, 60 manns og 3 hundar.... eða tveir og hálfur því tíkin mín er svo lítil, hálfgert "hund-líki", silki-terríer, um 5 kg að þyngd. Þessi ganga var liður í gönguviku Fjarðarbyggðar: " Á fætur í Fjarðabyggð". Leiðsögumaður var Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar.
Nokkuð bratt var á fyrsta hálftíma göngunnar, upp með vestanverðu gilinu, en enginn var að flýta sér og hvílt var með reglulegu millibili.
Horft í austur að Reyðarfirði
Komin upp brattan. Fallegur berggangur hinumegin í gilinu.
Ofan gilsins eru nokkrir fallegir fossar. Sævar Guðjónson (sá er fann sprengjuna) er þarna með ungan sinn á bakinu.
Svo var vaðið yfir Geithúsaánna og þau yngstu borin á bakinu
Við Maggi sáum Sléttubóndan, Sigurð Baldursson, stika þurrum kloflöngum fótum yfir stiklur í ánni dálítið ofar. Við ætluðum að leika það eftir, en það var bjánaleg bjartsýni
Komin austur fyrir. Þóroddur er glaðlegur að vanda, enda komin í land ættaróðalsins, Seljateigs. Helgi Seljan, fyrrv. alþingismaður, er faðir Þórodds, en Helgi tók sér ættarnafnið frá bænum. Helgi Seljan, kastljósmaður er bróðursonur Þórodds.
Þessi mynd er tekin skammt frá þeim stað sem sprengjan fannst. Konan í rauða klæðinu er Helga Jónsdóttir, bæjarstýra Fjarðabyggðar
Gilið er mjög tilkomumikið
Þarna stendur Þóroddur yfir tóftum geithúsanna og undirbýr fræðsluerindi
Ferðin var í alla staði vel heppnuð fjölskylduganga. Seinna um kvöldið fór ég á tónleika í Randúlfs-sjóhúsi á Eskifirði, en það er staður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara ef hann er á ferð hér eystra. Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leik og söngkona var þar með létta og skemmtilega söngdagskrá fyrir fullu húsi.
![]() |
Búið að eyða hættulegri sprengju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 26.6.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Vorið 1988 fór ég með skólafélögum mínum í Garðyrkjuskóla Ríkisins í útskriftarferð til Þýskalands og Ítalíu. Á Ítalíu fórum við í magnaðan "bótanískan" garð og í einum lundinum fleygðum við okkur í grasið í góða veðrinu og allir fóru úr að ofan.... stelpurnar líka, nema þær héldu brjóstahöldurunum. Þá bar að vopnaðan öryggisvörð sem skipaði stelpunum að fara í yfirhafnir. Við strákarnir héldum áfram að fíla okkur í sólinni.
Nunnur hafa líka brjóst.... tvö
![]() |
Mega baða sig topplausar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 25.6.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú eru bankarnir ríkisfyrirtæki og þá hrúgast fólk í veikindaleyfi sem aldrei fyrr. Ráðamenn í ríkisbönkunum þora ekki að ávíta fólk, hvað þá reka fyrir óeðlilega miklar fjarvistir vegna veikinda. Eflaust eru einhverjir vitleysingar sem hella sér yfir gjaldkerana og/eða annað starfsfólk á gólfinu, en ég hef aldrei orðið var við slíkt í bönkum
Og þessar tölur... að meirihluti bankastarfsmanna hafi 250 - 400 þús. á mánuði, dreg ég stórlega í efa, en eflaust eru einhverjir í hlutastörfum sem hafa 250 þús.
![]() |
Bankamenn fá áfallahjálp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 25.6.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ég hef verið með skoðanakönnun hér á blogginu frá því rétt fyrir kosningar.
Spurt er:
Þessi könnun hefur verið óvenju sveiflulítil og þetta 60-40 hlutfall verið nánast frá upphafi.
Nú hendi ég inn nýrri könnun sem þið finnið hér til hliðar. Spurt er: Eigum við að samþykkja Icesave samninginn?
![]() |
Borgum Icesave með rafmagni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 25.6.2009 (breytt kl. 13:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar ég var í Garðyrkjuskóla Ríkisins í Hveragerði 1986-88, þá var okkur sagt að samkvæmt rannsóknum væru garðyrkjumenn í áhættuhópi varðandi krabbamein. Var þá vísað í þau efni sem garðyrkjumenn nota gjarnan við vinnu sína og þá helst skordýralyf. Rannsóknin sem þessi mbl frétt fjallar um nær yfir 45 ára tímabil og því kemur þessi frétt á óvart.
![]() |
Bændur og garðyrkjumenn fá síst krabbamein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 24.6.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allir vita að slysatjón eru greidd af viðskiptavinum tryggingafélaganna. Þetta "slys".... verður greitt af iðgjaldagreiðendum Sjóvár.
Sjóvá þurfti auðvitað að fylgja línunni í tryggingabransanum. AIG tryggingarisinn hefur væntanlega verið fyrirmyndin.
![]() |
Sjóvá tapar 3,2 milljörðum í Hong Kong |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 24.6.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bömmer!! , dóttirin kemst bara í "einhvern menntaskóla". Þetta drama hjá mæðgununum er bæði hlægilegt og grátlegt.
![]() |
Foreldrar bálreiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 23.6.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.6.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 947152
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pólitísk áhætta og sjávarútvegurinn
- Sóknarátak ríkisstjórnarinnar á landsbyggðinni.
- Dystópía algrímsins helga
- Í eldlínu glóruleysis-stórmennskunnar !
- Skattaparadísin Árborg
- Þorgerður Katrín snuprar Kristrúnu
- Stuðningsmaður nr. 1
- Tvískinningur Orkuveitu Reykjarvíkur
- Hugrökk skólabörn
- Kynvitund er trúarhugtak