Þvæla

Nú eru bankarnir ríkisfyrirtæki og þá hrúgast fólk í veikindaleyfi sem aldrei fyrr. Ráðamenn í ríkisbönkunum þora ekki að ávíta fólk, hvað þá reka fyrir óeðlilega miklar fjarvistir vegna veikinda. Eflaust eru einhverjir vitleysingar sem hella sér yfir gjaldkerana og/eða annað starfsfólk á gólfinu, en ég hef aldrei orðið var við slíkt í bönkum

Og þessar tölur...  að meirihluti bankastarfsmanna hafi 250 - 400 þús. á mánuði, dreg ég stórlega í efa, en eflaust eru einhverjir í hlutastörfum sem hafa 250 þús.

bad_credit_home


mbl.is Bankamenn fá áfallahjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala.  Meðallaun þj fulltrúa og gjaldkera eru engin 400 þúsund, ætli þau séu ekki nær 300þ.  Og jú, það er fullt af fólki sem hefur lent í reiðum viðskiptavinum og allskonar hótunum, þó að þú hafir ekki akkurat orðið vitni að því.

 Fáránlegar fullyrðingar hjá þér.

Pirruð bankakona (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 23:32

3 identicon

Fyrirgefðu vinur en þú hefur greinilega ekki hundsvit á því sem þú ert að segja. Ég er þjónustufulltrúi í banka og ég skal segja þér það að launin mín ná ekki einu sinni 250 þús krónum! Og að mínu mati eiga þessir almennu bankastarfsmenn sem hafa þurft að díla við fólkið og svara fyrir bankahrunið síðan í haust skilið verðlaun fyrir það sem við höfum þurft að hlusta á og þola. Og dettur þér kannski í hug að við sjálf höfum tapað öllu okkar líka? Ég bara virkilega reiddist þegar ég las þetta blogg þitt og fann mig knúna til að svara þessu aðeins. Vinsamlegast kynntu þér málin aðeins betur áður en þú ferð að gaspra á netinu um eitthvað sem þú greinilega veist ekkert um!

Bankamaður (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 ....

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 23:35

5 Smámynd: Sigurjón

Mig grunar að Gunnar hafi meint þessa færzlu sem ,,öfugfærzlu", þ.e. að hann meini akkúrat öfugt við það sem stendur, ekki satt Gunnar?

Sigurjón, 26.6.2009 kl. 10:49

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég veit auðvitað ekkert um laun bankastarfsmanna og viðurkenni það fúslega, en þetta með áfallahjálpina..... og veikindin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2009 kl. 13:17

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Veit þó að fólk úr kennarastéttinni hefur farið í bankana vegna hærri launa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2009 kl. 13:18

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sigurjón - Hafirðu fylgst með blogginu hans Gunnars, þá veistu að hann er að segja að það að vinna fyrir ríkið geri fólk að ræflum. Það verði latt, mæti ekki, skáldi veikindi, yfirmenn verði sinnulausir, sóun taki völdin o.s.fr.v.

Lögregla, læknar, þingmenn, KENNARAR... allt hundlatt og gagnslaust pakk sem ætti frekar að vera í einkarekstri!

Annars er ástæðulaust að hella sér yfir gjaldkera og fólk í slíkum "lykilstöðum" - Það er þó við því að búast því hinir háu herrar sem fleyttu rjómann ofan af eru ekki til staðar, fóru úr landi, fjarstýra sínu hrynjandi veldi... eða sitja í sumum tilfellum inni á lokaðri skrifstofu.

Það er ekki flókið að ryðjast þangað inn og láta manninn heyra það.

Rúnar Þór Þórarinsson, 26.6.2009 kl. 14:38

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta eru þínar fullyrðingar Rúnar, ekki mínar. En það er undarlega oft sem opinberir þjónustustarfsmenn eru ekki við, skruppu frá, eru veikir os.f.v. Þetta sjá allir sem vilja, en auðvitað ekki þeir sem eru blindir.

Ég ber hins vegar mikla virðingu fyrir ýmsum stéttum úr opinbera geiranum, s.s. heilbrigðisgeiranum, kennurum, lögreglu o.fl. Þessi störf eru mörg hver herfilega vanmetin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2009 kl. 17:26

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Gaman að sjá að þú gengst við því að opinberir starfsmenn séu undarlega oft ekki við, skroppnir frá, veikir o.s.fr.v.

Þetta eru ekki mínar fullyrðingar heldur þínar. Ég endurtek þær bara beint upp úr þér. Klassískt að gangast ekki við þessari vitleysu en gangast svo við henni í næstu setningu. Svart er hvítt er gult er blátt er svart

Rúnar Þór Þórarinsson, 30.6.2009 kl. 14:50

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Finnst þér þú ekki lenda "óeðlilega" oft í því þegar þú hringir í opinberar stofnanir og þarft að hafa tal af einhverjum ´æakveðnum eistaklingi, að svarið sem þú færð er:

Hann er veikur í dag.... hann skrapp frá..... hann er ekki við... os.f.v.?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2009 kl. 16:06

12 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ef þú meinar hvort það gerist oftar en hjá öðrum fyrirtækjum, þá er svarið nei. Ekki oftar en ég er "ekki við" sem er það sama og að vera á fundi sem ég get ekki yfirgefið. Ég vinn hjá einkahlutafélagi sem ég á m.a. í sjálfur. Ekki alltaf viðlátinn. Það er besti kosturinn við tölvupóst :)

Svona þegar maður hugsar um þetta er það reyndar oft svo að maður er að álpast í opinber fyrirtæki í hádeginu eða eldsnemma dags þegar eðlilegt er að fólk annaðhvort sé ekki mætt (því það kemur kl. 10) eða í hádegismat eða öðru.

Úttekt á þessu fyrir einhvern námsmannahóp væri  reyndar alveg ljómandi verkefni. Hvetja ríkisfyrirtæki fólk til þess að skrópa, vera latt og sóa, dragast letiblóð í ríkisfyrirtæki eða er aðhald og ábyrgðatilfinning ráðandi í slíkum rekstri. Eru einkafyrirtæki óábyrg og skeytingarlaus eða hugsa þau um almannaheill (fat chance...).

Væri Ísland á hausnum hefðu bankarnir EKKI verið einkavæddir?

Nei, alls ekki! Einkavæðingin og kvótavitleysan (þjófnaðir aldarinnar) voru undirrót alls ills, og sú undirrót er beint frá Sjálfslæðisflokknum.

Yfir til þín elsku Gunnar.

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.7.2009 kl. 13:32

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fólk sem er í starfi til að þjónusta fólk á að vera í vinnunni. En þetta er ágætis hugmynd... að rannsaka þetta.

Ég er alls ekki að segja að latt fólk dragist í ríkisfyrirtæki, frekar spurning um aðhald og ábyrgðartilfinningu stjórnenda.

-

Bankarnir verða einkavæddir aftur, þú þarft ekki að fara í neinar grafgötur með það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.7.2009 kl. 14:47

14 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þú svarar því ekki en veist þó alveg jafn vel og ég að þjóðin væri alls ekki á hausnum ef fallið hefði verið frá einkavæðingu. Víðs fjarri.

Ætli þeir verði ekki einkavæddir aftur með gríðarlega ströngu eftirliti, en það breytir því ekki að ég hef hárrétt fyrir mér í þessu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.7.2009 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband