Um helmingur barna í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði liggur nú í flensu og skólastjórinn sömuleiðis. Talið er víst að um svínaflensu sé að ræða. Flensan leggst misjafnlega á krakkana og sumir þeirra sem fóru heim um hádegisbil vegna slappleika, voru komnir með um 40 stiga hita tveimur tímum síðar.
9. og 10. bekkir grunnskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar hafa staðið fyrir fjáröflun með kökubasar undanfarið til þess að taka þátt í Æsklýðsmóti Kirkjunnar sem fram á að fara í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Allir skólar í Fjarðabyggð, samtals um 80 krakkar í þessum bekkjum, hafa nú hætt við ferðina vegna flensunnar. Um 600 krakkar af öllu landinu voru væntanleg til Vestmannaeyja um helgina, en hugsanlega verður mótinu frestað ef afföll verða mikil.
![]() |
Bólusetning hafin í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 12.10.2009 (breytt kl. 21:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hef nú ekki haft mikið álit á tryggingafélögum í gegnum tíðina, og þessi frétt breytir því auðvitað ekkert, en ég er afar sáttur við það að þessi ökumaður skuli ekki fá tjón sitt bætt.
![]() |
Fær tjón ekki bætt vegna ofsaaksturs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 12.10.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þeir sem ekki vilja hrófla við neinu á hálendi Íslands, hafa alveg rétt fyrir SÉR, af því ÞEIM finnst það. Það er þeirra smekkur og um hann verður ekki deilt. Þeir sem eru ekki á sömu skoðun og verndunarsinnarnir, benda á sitthvað máli sínu til stuðnings og þá helst byggðasjónarmið og þjóðhagslega hagkvæmni af raskinu.
Þegar verndunarsinnarnir reyna að nota þau rök að arðsemi sé af verndun, þá fylgir gjarnan "ef" röksemdunum. "Ef" þetta eða hitt er gert, þá megi hafa miklar tekjur af ferðamönnum á hálendinu.
Þegar "ósnortið víðerni" er aðalmálið í augum verndunarsinna, þá er erfitt að sjá hvernig mikill straumur ferðamanna, með tilheyrandi þjónustu á svæðin, samræmist ósnortna víðerninu. Og ef engin þjónusta á að vera við ferðamennina í ósnortna víðerninu til að skemma það ekki, hvernig á þá að "græða" á þessum svæðum?
Í dag eru tiltölulega lítið hlutfall erlendra ferðamanna á Íslandi í hálendisferðum, en þó hefur þeim auðvitað fjölgað í hlutfalli við gríðarlega fjölgun ferðamanna hingað á undanförnum árum. Eitthvað mun arðsemin af þeim minnka trúi ég, ef þarf að bjarga þeim úr ógöngum eins og sagt er frá í þessari frétt og slíkt mun örugglega aukast í sama hlutfalli og fjölgun ferðamanna.
Aukning ferðamanna undanfarið er ljós í myrkrinu, segja margir. En hvernig ferðamenn viljum við hingað? Varla ferðamenn sem hafa kostnað í för með sér, er það?
Ég hef miklar efasemdir um að við eigum að beina ferðamönnum mikið inn á hálendið og er þá sama hvenær ársins það er. Á veturna er raskið örugglega minnst vegna frosts og fanna, en þá er von á illviðrum hvernær sem er, auk lítillar birtu. Á vorin er ófært víðast hvar. Á sumrin er fært en spjöll vegna umferðar veruleg. Á haustin er allra veðra von.
Hálendisferðir er mikil upplifun, það vita allir sem reynt hafa. En ég hef miklar efasemdir um að við eigum að markaðssetja þær eitthvað sérstaklega.
Móðir Náttúra
![]() |
Bílar festast á hálendinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 12.10.2009 (breytt kl. 16:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það þarf ekki frekari vitnanna við. Farmiðinn í faðm ESB er í hættu ef Íslendingar voga sér að leita annarra leiða en þeirrar sem AGS vill þröngva upp á okkur. ESB-aðild er að veði.
Svona ætlar Samfylkingin að hafa þetta, sama hvað tautar og raular.
Burt með Samfylkinguna úr ríkisstjórn... í einum logandi helvítis hvelli
![]() |
Ekki þörf á norsku láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.10.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Má ég þá frekar biðja um "Love handles"
![]() |
Enginn vill sjá þrýstnar konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.10.2009 (breytt kl. 21:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mér sýnist þetta vera "chit chat" á milli tveggja kunningja í norsku og íslensku ríkisstjórnunum. Mál af þessu tagi eru ekki afgreidd í slíkum samskiptum. Hvað er næst? SMS?
"!Hææææ!... hlakka til að sjá þig!"
Þjóðþing Noregs hlýtur að þurfa að taka afstöðu til formlegrar beiðnar frá Íslandi en slík beiðni hefur ekki borist. Það er því auðvelt að slá þessar pælingar út af borðinu með þessum hætti.
Mér þætti vænt um að fá að sjá með hvaða hætti norska stórþingið afgreiðir beiðni um svona lán. Með ESB að leiðarljósi, mun Samfylkingin ekki leggja fram slíka beiðni.
![]() |
Birtir bréf Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.10.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var leigubílstjóri í Reykjavík í tæplega tvö ár á fyrrihluta níunda áratugarins. Margir atburðir í starfinu á þeim árum eru minnisstæðir og ég hef stundum velt því fyrir mér að skrifa mætti bók um eftirminnilegustu atvikin hjá völdum leigubílstjórum. Einhverskonar smásagnasafn.
Þegar bygging álversins hér á Reyðarfirði stóð sem hæst fyrir nokkrum árum, var haldið svokallað "konukvöld" á Fáskrúðsfirði. Sérstök skemmtun og matur fyrir konur á Mið-Austurlandi í íþróttahúsinu og svo var opinn dansleikur á eftir. Töluvert var að gera fyrir mig, leigubílstjórann á Reyðarfirði þetta kvöld í tengslum við þessa skemmtun.
Um kl. tvö þessa nótt er ég pantaður að íþróttahúsinu af enskumælandi manni, greinilega Ameríkana. Þegar ég næ í manninn sem var um fimmtugt, er með honum kvenmaður á svipuðum aldri. Þau voru starfsmenn Bechtels, bandaríska byggingaverktakans sem var að byggja álverið og ferðinni var heitið til Reyðarfjarðar í starfsmannabúðirnar í útjaðri þorpsins.
Þegar við komum í Fáskrúðsfjarðargöngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar sem þá voru nýlega komin í gagnið, fór ég fljótlega að heyra torkennileg hljóð úr aftursætinu. Ég lít í spegilinn en sé þá einungis manninn en ekki konuna. Hljóðið var einhverskonar slurp og soghljóð og kom greinilega frá konunni sem ekki var sjáanleg.
Mig fór að gruna ýmislegt en lét sem ekkert væri, en komst þó ekki hjá því að hugsa um áklæðið í aftursætinu. Ég hugsaði með mér að vonandi væri hún "swallow" týpan.
Þegar við komum út úr göngunum sem eru svipuð að lengd og Hvalfjarðargöngin, sé ég í speglinum að konan hefur lokið verki sínu og reist sig upp. Ég sé að hún er að þurka sér um andlitið með vasaklút, þó aðallega í kringum augun.
Stuttu síðar segir maðurinn við mig að hann vilji biðjast afsökunar á því að konan skuli gráta svona, hún bara ráði ekki við þetta því hún sé haldin alvarlegri "claustraphobia" (innilokunarkennd) og ráði bara ekki við sig í svona jarðgöngum. (Yea right , var það fyrsta sem mér datt í hug)
Þegar við komum í starfsmannabúðirnar, sný ég mér við í bílstjórasætinu þegar ég tek við greiðslunni og virði fyrir mér konuna og sé þá að hún var engan veginn búin að jafna sig, með maskarann í augunum lekandi niður kinnarnar og greinilega enn í miklu uppnámi.
Alvarleg innilokunarkennd er ekkert grín.
![]() |
Eftirlitsmyndavélar í leigubíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.10.2009 (breytt kl. 17:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þann 9. 0któber 2008, skrifaði ég ÞENNAN pistil sem í dag er fréttaefni erlendra fjölmiðla, sléttu ári síðar.
Ef ég hefði kafað aðeins faglegar ofaní málið, væri ég kannski handhafi einhverra blaðamannaverðlauna
![]() |
Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 11.10.2009 (breytt kl. 15:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur lengi verið baráttumál vinstrimanna víða um heim að lækka kosningaaldur, jafnvel allt niður í 16 ára aldur. Eðlileg skýring er á þessu því yngra fólk er yfirleitt róttækara í skoðunum og það vill kúka á kerfið. En svo þroskast fólk og færist oft til hægri í skoðunum. Það er því augljóst hvað Svandís er að fara þegar hún gerir sér dælt við börnin. Þetta er svona "Power to the people" frasi og hann virkar ágætlega á ungviðið.
Þegar Willy Brandt, kanslari V-Þýskalands var eitt sinn "sakaður" um að hafa verið kommúnisti á yngri árum, svaraði hann:
"Sá sem er ekki kommúnisti þegar hann er tvítugur, er hjartalaus. Sá sem er það enn þegar hann er fertugur, er heilalaus".
![]() |
Ungmenni til ráðgjafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 10.10.2009 (breytt kl. 17:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Allir sjá sem vilja að lán án skilyrða, hvaðan sem það kæmi, gæti stefnt umsókn Íslands í ESB í hættu. Þá værum við lausir við þumalskrúfur AGS og samningsstaða okkar væri betri gegn Hollendingum og Bretum vegna Icesave. Fulltrúar þessara landa hafa sagt það berum orðum, am.k. við Lilju Mósesdóttur, að við getum gleymt aðildarumsókn ef við samþykkjum ekki þá nauðarsamninga sem að okkur er rétt.
Er Samfylkingin líkleg til þess að stofna aðildarumsókn Íslands í hættu? Svari hver fyrir sig.
Er líklegt að viðkvæmar viðræður við Norðmenn, sem valda titringi hjá nokkrum voldugum ESB-þjóðum, skili árangri með lauslegri fyrirspurn í tölvupósti? Hefði Jóhanna ekki alveg eins getað sent SMS?
![]() |
Ummælin fráleitur þvættingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.10.2009 (breytt kl. 14:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hugrakkur Stefán Jón Hafstein
- Leiðavísir í umgengni við gervigreindina
- Hvaðan kemur fylgið?
- Getur hún í alvöru talað um jafnrétti- konum til handa
- Staðreyndir ljúga ekki.
- Hvað með rannsókn á aðförinni að heimilunum?
- Veröld á hverfanda hveli & ein stærsta lygi sögunnar ...
- Að skemmta skrattanum
- Það er sumar
- Kjarnorkuvopn og Íran