Ég, leigubílstjórinn

taxiÉg var leigubílstjóri í Reykjavík í tæplega tvö ár á fyrrihluta níunda áratugarins. Margir atburðir í starfinu á þeim árum eru minnisstæðir og ég hef stundum velt því fyrir mér að skrifa mætti bók um eftirminnilegustu atvikin hjá völdum leigubílstjórum. Einhverskonar smásagnasafn. 

Þegar bygging álversins hér á Reyðarfirði stóð sem hæst fyrir nokkrum árum, var haldið svokallað "konukvöld" á Fáskrúðsfirði. Sérstök skemmtun og matur fyrir konur á Mið-Austurlandi í íþróttahúsinu og svo var opinn dansleikur á eftir. Töluvert var að gera fyrir mig, leigubílstjórann á Reyðarfirði þetta kvöld í tengslum við þessa skemmtun.

Um kl. tvö þessa nótt er ég pantaður að íþróttahúsinu af enskumælandi manni, greinilega Ameríkana. Þegar ég næ í manninn sem var um fimmtugt, er með honum kvenmaður á svipuðum aldri. Þau voru starfsmenn Bechtels, bandaríska byggingaverktakans sem var að byggja álverið og ferðinni var heitið til Reyðarfjarðar í starfsmannabúðirnar í útjaðri þorpsins.

Þegar við komum í Fáskrúðsfjarðargöngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar sem þá voru nýlega komin í gagnið, fór ég fljótlega að heyra torkennileg hljóð úr aftursætinu. Ég lít í spegilinn en sé þá einungis manninn en ekki konuna. Hljóðið var einhverskonar slurp og soghljóð og kom greinilega frá konunni sem ekki var sjáanleg.

PacSwallowMig fór að gruna ýmislegt en lét sem ekkert væri, en komst þó ekki hjá því að hugsa um áklæðið í aftursætinu. Ég hugsaði með mér að vonandi væri hún "swallow" týpan.

Þegar við komum út úr göngunum sem eru svipuð að lengd og Hvalfjarðargöngin, sé ég í speglinum að konan hefur lokið verki sínu og reist sig upp. Ég sé að hún er að þurka sér um andlitið með vasaklút, þó aðallega í kringum augun.

Stuttu síðar segir maðurinn við mig að hann vilji biðjast afsökunar á því að konan skuli gráta svona, hún bara ráði ekki við þetta því hún sé haldin alvarlegri "claustraphobia" (innilokunarkennd)  og ráði bara ekki við sig í svona jarðgöngum.  (Yea right Joyful, var það fyrsta sem mér datt í hug)

condition_claustraphobiaÞegar við komum í starfsmannabúðirnar, sný ég mér við í bílstjórasætinu þegar ég tek við greiðslunni og virði fyrir mér konuna og sé þá að hún var engan veginn búin að jafna sig, með maskarann í augunum lekandi niður kinnarnar og greinilega enn í miklu uppnámi.

Alvarleg innilokunarkennd er ekkert grín. 


mbl.is Eftirlitsmyndavélar í leigubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Furðulegt innlegg í þessa umræðu???

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 11.10.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Finnst þér það....

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband