Það kviknaði von

Sumir vilja bera saman þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál og þjóðaratkvæðagreiðslu um skattamál og fjárlög, en sá samanburður er út í hött. Icesave-málið er deila um lagatúlkun, ólíkt skattamálum, og um það deila lögspekingar. Þegar þetta álitamál hefur verið kynnt þjóðinni á mannamáli, þá er almenningur fullfær um að taka afstöðu til málsins.

Þeir sem vilja festa í lög þennan skammarlega lélega samning, reyna að hræða þjóðina með því að segja að einhverjar auka-hörmungar dynji yfir ef hann verði ekki samþykktur. Þessu er slegið fram í áróðursskyni án þess að færð séu rök fyrir því.

Ég hef haldið því fram nokkrum sinnum hér á blogginu að Ólafur Ragnar muni örugglega skrifa undir lögin, en miðað við ávarpið í gærkvöldi, þá kviknaði smá von um að hann geri það ekki.


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hef það eftir áræðanlegum heimildum að Geir Jón hafi beðið um að ekki væri hreyft við þessu máli í gær þar sem það væri

1 fullt túngl

2 löng helgi

Magginn (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband