Tveir dagskrárliðir á RÚV-sjónvarpinu eftir fréttir vekja sérstakan áhuga minn en það er "Árásin á Goðafoss" og leikrit Jökuls Jakobssonar, "Hart í bak".
Föðursystir mín missti unnusta sinn á Goðafossi en hann var þar vélamaður. Mér er minnisstætt þegar faðir minn heitinn sagði mér frá þessum atburði, þegar systir hans beið frétta af afdrifum skipverja. Þá var hún gengin nokkra mánuði með barn þeirra sem fæddist föðurlaust.
Leikfélag Reyðarfjarðar setti upp leikritið Hart í bak árið 1999 í leikstjórn Jóns Júlíussonar og lék ég hlutverk Finnbjörns, skransala. Helgi Seljan, Kastljósmaður, lék Láka, strákinn ótuktarlega sem gerði Finnbirni lífið leitt.
Hér er Pálmi Gestsson í hlutverki "mínu" í leikritinu
Flokkur: Sjónvarp | 25.12.2009 (breytt 26.12.2009 kl. 00:25) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Um Titanic-slysið voru gerðar bæði heimildarmyndir og leiknar myndir.
Það var ekki fyrr en meira en 80 árum eftir slysið sem besta myndin var gerð.
Ég gerði 25 mínútna heimildarþátt um Goðafoss-slysið á 50 ára afmæli þess 1994 og það mátti ekki seinna vera.
Nú verður enn betur gert en ég spái því að síðar verði gerði leikin mynd um þetta Titanic-slys Íslendinga.
Ómar Ragnarsson, 25.12.2009 kl. 19:01
Góð hugmynd Ómar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 19:16
og ´ég var með það hlutverk að stjórna ljósunum
Torfi Gumundsson (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 20:41
Góð lýsing, Torfi
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 22:26
Góð lýsing á lýsingunni Gunnar en hvenær gerum við almennilega heimildarmynd um Ómar Ragnarsson?
Wolfang
Eyjólfur Jónsson, 25.12.2009 kl. 22:55
Það er stórvirki sem einhver þarf að ráðast í, Eyjólfur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.