Tæknivæddasta og öflugasta leyniþjónusta í heimi

Sagt er að njósnahnettir bandarísku leyniþjónustunnar geti lesið fyrirsagnir í dagblaði á götu úti, utan úr geimnum. Samt hefur Kaninn ekki hugmynd um hvar Osama Bin Laden er og hefur ekki einu sinni komist nálægt honum síðan árið 2001.

CIA, og reyndar fleiri leyniþjónustur, voru með það á hreinu að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum. Það reyndist tóm vitleysa. Reyndar eru til sannanir fyrir því að þeir höfðu keypt ýmislegt sem flokka má sem gereyðingarvopn, og þá aðallega af Bandaríkjamönnum. Ekki gátu Írakar gert grein fyrir hvað orðið hefði um þau vopn með sannfærandi hætti.... en samt Errm

Sumir halda því fram að þetta sé allt saman einn stór blekkingarleikur af hálfu bandarískra/alþjóðlegra kapitalista og að þeir hafi bæði stjórnmálamenn (ekki bara bandaríska) og CIA í vasanum.

Ég hef aldrei verið gefinn fyrir samsæriskenningar... en hvað veit maður svo sem FootinMouth

cia


mbl.is ,,Vitið að þetta er kjaftæði!"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er svo sem ekkert merkilegt með samsæri eða samráð yfirleitt. Fylgir með mest í viðskiptalífunu. Og ekki fá dæmin um það á Ísland. Olíusamráð, matarverð og þh.

Tækni njósnahnatta voru það vel útbúnir myndavélatækni, að þeir gátu lesið fyrirsögn í blaði sem lá á götu, fyrir 15 árum síðan. Það hefur eitthvað batnað tæknin síðan þá.

Það er ekki víst að neinum langi raunverulega að ná Bin Laden. USA langar kanski ekkert að láta hann tala fyrir framan heimin. Þá er best fyrir alla að hann sé í felum.

CIA er ábyggilega hjálpleg við það. Það er þeirra vinna.

Óskar Arnórsson, 25.12.2009 kl. 23:38

2 identicon

Stórveldið funkerar eins og sértrúarpostuli, það verður að hafa skrattann á hælunum til að þrífast. 

"we need a new Pearl Harbour" sagði Rumsfelt nokkrum mánuðum fyrir 09/11.

Án ósýnilegrar ógnar er ekki hægt að réttlæta milljarða á milljarða ofan útgjöld í vígvélina. Þessi vígvél drífur áfram stóran geira af vestræna vinnumarkaðnum og því getur CIA ekki fundið bin Laden. Það er bara einföld Excel staðreynd :)

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband