Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, hljóp í fjölmiðla með "sérfræðiþekkingu" sína um orku úr iðrum jarðar. Margir umhverfisverndarsinnar tóku hrakspám Sigmundar fagnandi og tóku þessu sem "stóra sannleik", sem öllum jarðvísindamönnum á Íslandi hafði yfirsést.
Eftir lestur þessara tveggja greina sem ég vísa í og pikkaði upp af frábærri bloggsíðu http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/969601/ , má öllum vera ljóst hversu trúverðugur Sigmundur Einarsson er í umræðunni um orkumál.
því miður er það svo að stóri sannleikurinn um hinar miklu orkulindir Íslands er tómt plat og bætir svo um betur með næstu setningu: Þetta eru skýjaborgir sem byggðar eru á raupi óábyrgra manna sem ógerlegt er að vita hvort eða hvað hugsa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa á Smugunni, því þar hófust gífurleg fagnaðarskrif fjölda manns um að nú hefði loks stóri sannleikur verið upp kveðinn og Ísland orðið nær orkulaust. Hvurslags eiginlega umræða er þetta? Það er verið að tala um eitt af fjöreggjum þjóðarinnar. Eina af þremur stærstu auðlindum okkar."
(Grein eftir Dr. Guðmund Ómar Friðleifsson jarðfræðing í Mbl. 30. okt. 2009, sjá HÉR )
Grein eftir Ómar Sigurðsson jarðhita-forðafræðing í Fréttablaðinu 30. okt. 2009.
180.000 fm fyrir gagnaver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 7.11.2009 (breytt kl. 16:31) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
Athugasemdir
huh, hvaða forsendur hefur þú til að dæma skoðanir Sigmundar sem bull? Og að meðtaka álit forðafræðingsins sem stóra sannleik er hæpið í meira lagi. Ég veit ekki betur en HS Orka hafi verið snupruð af Orkustofnun fyrir að ofnýta sínar borholur á Svartsengi. Er ekki staðreyndin sú að menn eru enn á tilraunastigi varðandi gufuaflsvirkjanir? Ég held að affarasælast sé að taka eitt skref í einu og skuldbinda ekki orkuöflunarfyrirtækin með bindandi samningum langt fram í tímann. Slíkt væri aðeins ávísun á mistök
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.11.2009 kl. 17:09
Það hentar orkusóðunum vel að finna einasannleik sem býður upp á framhald á sóðaskapnum í umgengni við náttúruna.
Mikið afskaplega er það orðið notalegt fyrir vegfarandann að aka um Hellisheiðina. Að ég minnist nú ekki á blessaðan hagvaxtarilminn sem berst til okkar Reykvíkinga með blænum.
Árni Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 17:34
Jóhannes, lestu pistlana sem ég vísa í. Þar er flett ofan af rökleysum Sigmundar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 18:34
Sæll. Gunnar þakka þér fyrir var einmitt að grína í þetta í dag, var búin að kynna mér málið áður þarna kemur Ágúst með heildar úttekt skíra og afar góða eftir lesturinn sér maður hvaða mann Sigmundur hefur að geyma og hvað vakir fyrir honum að blekkja fólk, hann fæar 0 í einkunn.
Rauða Ljónið, 7.11.2009 kl. 20:39
Já, það var ótrúlegt að lesa sumar bloggsíður eftir þessa opinberun Sigmundar, hvernig hlakkaði í umhverfisverndarsinnunum. Fólk greip þetta sem hálmstrá í baráttunni gegn því að nýta þessa undursamlegu náttúruauðlind, sem margar þjóðir dauð öfunda okkur af.
-
En þetta er sem dropi í hafsjó bullsins sem frá þessu fólki kemur. Þess verður ekki langt að bíða að það uppgötvar einhvern nýja stórasannleika.... og svo enn nýjan o.s.f.v.
-
Ég hef verið að velta því fyrir mér að taka saman á skipulegan hátt allt þetta bull og gefa út sem "Gamansögur"
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 21:16
Það að gera mann að umhverfisverndarsinna fyrir það eitt að benda á að virkjanleg orka háhitasvæðanna á Suðvestulandi sé ofmetinn og færa fyrir því góð rök er alveg dæmalaus rökleysa. Og þó að umhverfissinnar fagni því að þessi umræða fer af stað, þá gerir það tæpast þann sem kom umræðunni af stað að einhverju sem hann hugsanlega er ekki.
Þetta er svona svipað og að ásaka stærðfræðikennara fyrir að vera andsnúinn stærðfræði ef hann leyfir sér að leiðrétta vitlaust reiknuð dæmi nemenda sinna.
Og hvaðan úr ósköpunum hafið þið það að Sigmundur Einarsson sé á móti háhitavirkjunum? Fróðlegt væri að vita það.
Ómar Bjarki Smárason, 7.11.2009 kl. 21:27
Staðreyndir málsins eru þær að jarðfræðingar og jarðeðlisfræðingar hafa líka áhuga á pólitík og reyna gjarnan að blanda þessu saman ef það hentar þeim.
Það er líka staðreynd að þrátt fyrir allt, er ekki ljóst hvernig jarðhitaforðanum reiðir af í framtíðinni. Þetta eru ekki nákvæm vísindi og þangað til verðum við bara að gizka...
Sigurjón, 7.11.2009 kl. 22:00
Alveg rétt, Sigurjón, það er enn mikil óvissa í þessu öllu en henni verður ekki eytt nema þessi vísindi fái að þróast.
Miklar framfarir hafa orðið á allra síðustu árum við aðferðir, mengunarvarnir og nýtingu, en lágt nýtingarhlutfall orkunnar hefur verið eitt trompið á hendi þeirra sem vilja ekki raska háhitasvæðum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 22:21
Ómar Bjarki, Ómar Ragnarsson segist ekki vera á móti virkjunum og nefnir nokkrar því til sönnunar.
Allir vita samt fyrir hvað Ómar stendur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 22:32
Það má vel vera, Gunnar, en hvar hefurðu upplýsingar um það að Sigmundur sé yfirlýstur umhverfissinni...? Úr því að þú fullyrðir það, þá hlýturðu að hafa eitthvað fyrir þér í því. Ég vil gjarnan sjá það á prenti sjálfur.
Gagnrýnin á skrif Sigmundar hafa nefnilega frekar mótast af einhverri móðursýki og múgsefjun ákveðins hluta orkugeirans og þeirra sem virðast halda að það sé bara hægt að virkja og virkja. Meira að segja sendir HS Orka starfsmenn sína fram á ritvöllinn með rakalítil óskhyggju skrif, kannski vegna þess að fyrirtækið er með allt niður um sig og hefur ekki farið að þeim reglum sem þeim hafa verið settar í starfsleyfi og Orkustofnun hefur gagnrýnt.
Ef orkumálin sem snúa að háhitavirkjunum eru svo viðkvæm að þau þola ekki umræðu, þá er eitthvað mikið að í þessum lífvænlega og arðbæra atvinnuvegi þjóðarinnar, ef rétt er á málum haldið en ekki rasað um ráð fram.
Ómar Bjarki Smárason, 7.11.2009 kl. 22:50
„Þetta eru skýjaborgir sem byggðar eru á raupi óábyrgra manna sem ógerlegt er að vita hvort eða hvað hugsa.“
Ef þetta væri sagt um þig á prenti, myndir þú ekki svara því? Og hvernig þætti þér að vera kallaður leigupenni fyrir vikið og að sagt væri að þú værir "sendur út á ritvöllinn með rakalítil óskhyggju skrif,"?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 23:06
Þú hefur mikinn áhuga á því að vita hvort Sigmundur sé yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Þeir eru nú margir í "skápnum" hvað það varðar, eins og t.d. Ómar þegar hann var fréttamaður á RUV. Svo herti hann upp hugan og kom út úr skápnum, en enginn varð hissa
Ef það finnst ekki á prenti að Sigmundir sé í þessum hópi, þá verður bara svo að vera. Að vera í "skápnum" er frjálst val.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 23:30
Held nú reynar að þeir nafnar mínir hafi ekki verið að svara fyrir sjálfa sig og því ekki verið knúnir fram á ritvöllinn af eigin hvötum, þó vissulega hafi ég ekki upplýsingar um það.
Annars held ég að menn ættu að beina kröftum sínum að því sem skiptir máli varðandi nýtingu háhitans og finna nýtingu hans þann farveg sem hagkvæmastur er, nefnilega að virkja í hægum en öruggum skrefum þannig að arðsemin af nýtingunni gangi í hærri þrepum upp á við en niðurdrátturinn í kerfunum í smærri þrepum i átt að miðju jarðar.....
Og hafi grein Sigumundar í Smugunni haft þau áhrif að hrista aðeins upp í umræðunni, þá er það vel, og vonandi að forsvarsmenn Orkufyrirtækja og iðnaðarráðuneytisins komi með frambærilegri rök en þeir hafa gert hingað til og bæti þannig við faglegu umræðuna fremur en að að notast eingöngu við óskhyggju og orðhengishátt.
Ómar Bjarki Smárason, 7.11.2009 kl. 23:38
Ég tek auðvitað undir það hjá þér að orkunýtingin þarf að vera sjálfbær.
En ég fer ekki ofan af því að Sigmundur fór fram úr sér í viðleitni sinni til að fá almenning í lið með öfgafullu umhverfisverndarfólki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 23:58
Hér verið að vitna í mann sem hefur hag af því að virkja, vegna þess að þar er hans atvinna !
Það á að vera sannleikur ?
Eru þetta rök til að svara skrifum Sigmundar ?
JR (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 00:40
Gagnrýndu rökin Jr, ekki koma með svona þvælu.
-
Miðvikudaginn 21. október var haldinn opinn fundur á Hótel Nordica undir yfirskriftinni Sjálfbær nýting jarðhitans. Að fundinum stóðu GEORG (Geothermal Research Group), Iðnaðarráðuneytið, Jarðhitafélag Íslands, ÍSOR, Orkustofnun og Samorka. Þarna komu því fram þeir aðilar sem bestu og yfirgripsmestu þekkingu hafa á jarðhitanum á Íslandi og nýtingu hans.
-
Að fundinum loknum voru opnar pallborðsumræður. Sigmundur Einarsson, skrifar greinar í fjölmiðla og segir:
„Þetta eru skýjaborgir sem byggðar eru á raupi óábyrgra manna sem ógerlegt er að vita hvort eða hvað hugsa.“
Sigmundur var á þessum fundi, en lét sig hverfa áður en opnar umræður hófust á fundinum.
Maður sem lætur frá sér ofangreinda tilvitnun, virðist ekki hafa sjálfstraust til að ræða þessa hluti við færustu vísindamenn þjóðarinnar á sviði jarðhita og jarðhitanýtingar.
-
Aumt er það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 04:25
Allt sem fram kom á þessum ágæta fundi sýnist mér staðfesta það sem Sigmundur er að benda á, nefnilega það að orkan er ekki beislanleg í meira mæli en hann bendir á akkúrat núna. Það er hins vegar ljóst að orkan er til staðar, þegar og ef hægt verður að ná henni með dýpri holum og hún verður sjálfbærari með því að dæla jarðhitavökvanum aftur ofan í jarðhitakerfin.
Það má kannski líkja jarðhitakerfunum við bankabók með 1.000.000.000 kr inneign, sem er opin til innlausnar eftir 20 - 30 ár. Innistæðan er bundin á meðan og verður ekki tekin út fyrr en að þeim tíma líðnum. Á meðan verðum við að nota opnu bókina þar sem innstæðan er kannski um 100.000.000 krónur og reyna að fara eins vel með þá aura og kostur er og taka út smáar upphæðir í einu og reyna að ávaxta þær krónur á sem bestan hátt.....
Það er kannski aumt að þurfa að lifa við það, en svona er nú lífið stundum....!
Ómar Bjarki Smárason, 8.11.2009 kl. 12:23
Þó að ég sé mjög fylgjandi virkjunum og stóriðju fannst mér innlegg Sigmundar Einarssonar mjög gott. Maðurinn nýtur virðingar sem jarðfræðingur og kom með mjög gott innlegg í umræðuna. Því miður er enginn stóri sannleikur til, en þau skoðanaskipti sem komu í framhaldi vörpuðu ljósi á margt. Við skulum líka muna að Helguvík verður byggð í fjórum áföngum og það er býnsa langt í að hún fer að ganga fyrir 600 MW. Einnig er gott að hafa í huga að það eru margar litlar virkjanir sem munu keyra hana og áhættan af óvissu í hverri einstakri framkvæmd því miklu minni en ella. Þessi framkvæmd er gjörólík Fjarðaáli og mun ekki kynda undir ofþenslu á landsvísu. Hins vegar hefur hún burði til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi flótta tæknifólks og annars vinnuafls úr landi.
Smjerjarmur, 8.11.2009 kl. 15:05
Tek undir þetta hjá þér smjerjarmur, nema að innlegg Sigmundar hafi verið gott, því það var það alls ekki.
-
Gagnrýni er af hinu góða, ef hún er byggð á sanngirni. Niðurrifsgagnrýni er það ekki. Ef neikvæðni er uppleggið í gagnrýninni, þá verður hún ekki uppbyggileg. Gagnrýni Sigmundar er afturhald í vísindalegu tilliti, auk þess sem pólitískur fnykur er af henni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 15:16
Ekki verður það sagt um þína skoðun Gunnar að hún angi af pólitík. Ónei.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2009 kl. 16:01
Ég fer ekki í felur með mínar pólitísku skoðanir og það tel ég kost fremur en löst.
En það sem ég er að fara með þessum pistli er einfaldlega að fletta ofan af röksemdafátækt hins "virta" jarðfræðings, Sigmundar Einarssonar. Ég hvet hann jafnframt að koma út úr skápnum með pólitík sína, eins og Ómar Ragnarsson gerði seint og um síðir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.