Sverrir bannaði mér að gera athugasemdir

Sverrir Stormsker bannaði mér að gera athugsemdir á bloggi sínu, eftir að ég gagnrýndi útvarpsþátt hans á Útvarpi Sögu fyrir viðtal hans við Guðna Ágústsson.

 Í viðtalinu, sem var auðvitað út í hött eins og önnur viðtöl sem hann hefur tekið í þættinum, lét hann að því liggja, (átti að vera grín) að Guðni væri í kynferðislegu sambandi við kýr. Mér fannst hann fara yfir strikið með þessu.

Ég fór víst yfir einhver velsæmismörk með athugasemd minni, að mati Sverris Errm

Ég kíki á blogg Sverris öðru hvoru, það má brosa að mörgu sem hann skrifar. En það er dálítið skondið að hann skuli vera viðkvæmur fyrir gagnrýni á ósmekklegt bull sitt.

umslagi_fallega_928278

Ekki mikill listrænn metnaður í þessu disk-umslagi

(ps. Mér sýnist hann vera að smeygja sér inn Reyðarfjörð Undecided)


mbl.is Ný plata Stormskers of dónaleg fyrir Þýskaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Stomsker kemur oft með góða punkta, en stundum fer hann yfir strikið og virðist ekkert skammast sín fyrir það.

Offari, 31.10.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sverrir er subba sem kemur óorði á þá sem þekkja hann :)

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2009 kl. 15:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarna erum við þjáningarbræður Gunnar. Ég var bannaður á síðu Sverris eftir að ég lét mér verða að taka málstað fólksins fram yfir umhyggjuna fyrir bangsanum á Þverárfjalli. Sverrir sagði að ég væri náttúrlega skíthræddur við ísbirni sem er auðvitað laukrétt hjá honum.

Árni Gunnarsson, 31.10.2009 kl. 16:18

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég þekki einn góðan vin Sverris og ég held að hann fái svosem ekkert óorð á sig fyrir það.

Mér skilst að Sverrir sé frekar skemmtilegur náungi. Ég man að ég átti langt spjall við Sverri fyrir utan Óðal á Austurvelli í kringum 1980, um pólitík. Þá var ég eldrauður kommi..... svo þroskaðist ég

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Árni, hún var ótrúleg umræðan um ísbirnina.

Nú eru Kanadamenn og Grænlendingar að ákveða veiðikvóta á ísbirni. Hér átti að eyða tugum miljóna að "bjarga" tveimur dýrum sem viltust hingað, orðin viti sínu fjær af hungri og sjúk í þokkabót.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2009 kl. 16:46

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Álfheiður Ingadóttir fór fremst í flokki þeirra sem gagnrýndu það að dýrunum var lógað

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2009 kl. 16:55

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Margt ágætisfólk fór úr öllu sambandi við dómgreindina í því einfalda máli. Ég var afar ánægður með einarða frammistöðu Stefáns Vagns á vettvangi.

Árni Gunnarsson, 31.10.2009 kl. 17:52

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Árni

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2009 kl. 18:01

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þetta á að vera fyndið, þá átta ég mig ekki hvar húmorinn er falin.

Ekki verður annað séð af bloggi Sverris að Þjóðverjum sé ekki viðbjargandi því þeir hafi ekki smekk fyrir þennan meinta húmor kappans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.10.2009 kl. 18:31

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zwerrir ven minn er znillíngur & mannvinur mikill, zlíku fólki fyrirgef ég flezt.

Steingrímur Helgason, 31.10.2009 kl. 23:09

11 identicon

Þokkalega vel að mér í höfundaréttarmálum.

Ég efast um að skerinn sé búinn að fá skriflegt leyfi fyrir textabreytingum á þessum popplögum.

Þetta er í minnsta kolólöglegt hvað varðar beyglun á popplögum og mig grunar að þjóðverjarnir hafi hafnað þessu út af því ekki út af umslaginu.

kv e

Einar (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 01:01

12 identicon

Sæll Gunnar.

Ég er einn af þeim sem virði Íslenska fánan án skilyrða. Eins og Sverrir notar hann í mjög ógeðfelldri myndskreytingu er mér og flestum Íslendingum óskiljanleg.

Ég vísa á pistil minn í dag sem byrjar á " Það er sunnudagur í dag ".

Vertu velkominn, að kíkja á hann,

 pistilinn þann !

Kær kveðja, til þín, inn í daginn .

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 10:08

13 identicon

Ritskoðun er alltaf slæm, hvort sem það er Sverrir að loka á þig eða menn að loka á mynd Sverris...

DoctorE (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 11:28

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tók ekki eftir því strax, en fánamaðurinn er jafnframt landakort af Íslandi. Það er verið að renna sér inn Reyðarfjörð

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2009 kl. 14:45

15 Smámynd: Offari

Sverrir vildi sleppa uppsiloninu í Reiðarfirði núna.

Offari, 2.11.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband