Eftir hverju er farið þegar fíkniefni eru flokkuð m.t.t. hættunnar af þeim? Er það dauðsfall per. neytanda? Það hlýtur að vera nokkuð flókið matsatriði að meta "hættuna". Sum fíkniefni geta t.d. valdið miklu tjóni án þess að um dauðsfall sé að ræða.
Áfengi og sígarettur eru vissulega hættuleg fíkniefni og fjölmörg dauðsföll má rekja til neyslu þeirra og sennilega fleiri en í raun er hægt að staðfesta, sérstaklega áfengið. Það er nefnilega ekki bara fólkið sem neytir áfengisins sem deyr, heldur veldur það oft og tíðum dauða annarra líka, með margvíslegum hætti.
Sumir segja að hófleg neysla áfengis sé jafnvel holl, en varla er sömu sögu að segja um hóflega neyslu LSD. Undirliggjandi geðsjúkdómar geta "triggerast" við tiltölulega litla neyslu sumra efna og þar held ég að LSD komi sterkt inn. Svo er auðvitað spurningin; hvað er hófleg neysla? Eru tvö rauðvínsglös eða tveir bjórar á dag, hófleg neysla? Er hálf "jóna" á dag, hófleg neysla?
Tóbak hættulegra en LSD | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Heilbrigðismál | 29.10.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
Athugasemdir
Hóflegt neysla af LSD getur víst verið mjög góð fyrir suma. Vissulega ekki alla. Fólk verður bara að vita hvað það er að gera. Það þarf að vera frætt um þetta mál.
Mikið er til af sálfræðingum/geðlæknum sem vilja rannsaka þetta efni í meðferðarskyni. Það hefur t.d reynst vel með MDMA.
Mæli með fræðslu á jækvæðu hliðinni af LSD og bara flest öllum ofskynjunar-efnum. Jú... hún er til þótt maður heyrir meira af hræðsluáróðri.
Einar (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:16
Það eru hlekkir á grein og heimildarmynd um þessa rannsókn í gamalli færslu hjá mér.
Axel Þór Kolbeinsson, 29.10.2009 kl. 16:18
Viðmiðin eru margþætt, ná yfir flesta þætti vímuefnaneyslu.
Tekið úr grein Guardian:
Professor Nutt and his team analysed the evidence of harm caused by 20 drugs including heroin, cocaine, cannabis, ecstasy, LSD and tobacco.
They asked a group of 29 consultant psychiatrists who specialise in addiction to rate the drugs in nine categories. Three of these related to physical harm, three to the likelihood of addiction and three to social harms such as healthcare costs. The team also extended the analysis to another group of 16 experts spanning several fields including chemistry, pharmacology, psychiatry, forensics, police and legal services.
Bjöggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:20
Professor "Nutt".... hmmmm
-
En svo er það spurningin sem eftir stendur; hvað er hófleg og skaðlaus neysla, mikil neysla?
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 16:29
Gunnar. Það er enginn staðall fyrir þessa hluti. Þetta er allt mjög persónubundið. Hefði haldið að það væri frekar augljóst. Ekki nema þú sért að líta á þetta frá sjónarhorni samfélags/yfirvalds. Því það finnst mér vera rangt sjónarhorn.
Einar (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:43
Nei, bara svona almennt. Það er rétt hjá þér, þetta er auðvitað persónubundið
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 17:09
Hafið þið séð þetta: http://kannabis.net/2009/10/thessu-likja-fiflin-vid-kannabis/
Ég, sem samkynhneigður einstaklingur, hef vissulega þurft að takast á við fordóma, fáfræði og heimsku, gegnum árin - en ekkert hefur fengið mig til að tárast af sársauka, eins og þessi fáfræði sem þarna má sjá!
Ef væri ekki fyrir kannabis, væri ég ekki á lífi! Að þurfa að sjá svona fordóma, á 21. öld okkar tímatals, er líkt og að verða vitni að þeirri þjóðernishreinsun sem barist er fyrir í Úganda (http://gayuganda.blogspot.com/2009/10/inside-and-outside-uganda.html) akkúrat um þessar mundir.
Fordómar ERU fáfræði! Við eigum að fræða - ekki hræða; nota forvarnir en ekki fordóma, í baráttunni gegn misnotkun vímuefna. Öðruvísi náum við ENGU framgengt!
Skorrdal (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:05
Hvernig má það vera, Skorrdal, að kannbis bjargaði lífi þínu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 18:26
Hann Steve jobs á LSD trippum sínum að þakka að hann fékk hugmyndina að Ipodum,mactölvum og iphonum.
http://www.huffingtonpost.com/ryan-grim/read-the-never-before-pub_b_227887.html
páll þorsteinsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 19:04
Það hefur líklega hjálpað honum sem geðlyf, þrátt fyrir að hann hafi líklega ákveðið skammtana sjálfur í staðinn fyrir að geta gengið að góðri og gegnri rannsókn á efninu sem ætti að vera til staðar. Honum hefur þó tekist vel.
Leifur Finnbogason, 29.10.2009 kl. 19:04
Eg hélt nú alltaf í einfeldni minni að Makkinn væri skilgetið afkvæmi Lísu gömlu , sem aftur átti rætur sinar að rekja til hugmyndasmiðjunar í Xeros Parc , þar sem bæði Apple Og Microsoft gengin gengu sjálfala um sali, an þess að biðja nokkurn um leyfi. Ég hafði svo sannarlega ekki hugmynd um að hann hefði fæðs í hausnum á Jobs þar sem hann sat á kamrinum í 40000 feta trippi.
Bjössi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:03
Bjözzi mælir rétt mal & bílar drepa enn fleira fólk en fíkniefni...
Steingrímur Helgason, 29.10.2009 kl. 23:44
Ja... hættan... við getum sennilega ekki gefið okkur að hann sé að meina dauðsföll, því þó þú þurfir lítið til að fara í vímu af LSD, þá geturðu tekið ansi mikð af því án þess að deyja úr ofneyzlu. Þú gætir hreinlega baðað þig uppúr því.
Langtímaáhrifin velta líka bara á hvort þú borðar með þessu eða ekki. Við athugum líka að þetta efni fer ekkert úr líkamanum strax. Það tekur mörg ár.
Veit ekki með hin efnin. Nikótín er banvænt í mjög smáum skömtum, en að nokkur maður taki nóg í vörina til að drepast úr því... ólíklegt.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.10.2009 kl. 00:29
Mörk skaðlegrar áfengisdrykkju sbr. Landlæknisembættið (og fleiri).
"Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að með aukinni áfengisneyslu eykst hætta á neikvæðum fylgikvillum. Matsatriði er hvar mörkin eru dregin og drykkja telst áhættusöm. Oft er þó miðað við 21 áfengiseiningu fyrir karla en 14 áfengiseiningar fyrir konur á viku og þá gert ráð fyrir jafnri drykkju yfir vikuna (ekki allt magnið sama dag). Sé vikuleg áfengisneysla meiri en þessu nemur eru talvert auknar líkur á neikvæðum fylgikvillum."
Páll Geir Bjarnason, 30.10.2009 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.