Héraðsmenn hafa lengi rennt hýru auga til svæðisstöðvar Vegagerðarinnar á Austurlandi sem rekin hefur verið á Reyðarfirði í tugi ára. Í mörg ár hafa þeir reynt að beita pólitískum þrýsingi og allskyns bolabrögðum til þess að ná þessu af Reyðfirðingum og það á reyndar við um fleiri fyrirtæki á fjörðum. Fjarðabúar mega þakka fyrir að halda bátum sínum, togurum og útgerðum "í neðra".
Fyrir nokkrum árum var skipuriti Vegagerðarinnar breytt og yfirstjórn hennar á Austurlandi var flutt til Akureyrar. Umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi, ásamt tækni og hönnunarliði, er þó enn á Reyðarfirði, enda húskostur þar ágætur. Þar er einnig vélaverkstæði.
Hér má sjá svæðisstöðvar Vegagerðarinnar á landinu. Myndin fæst stærri með því að smella þrisvar á hana. Markmiðið með nýja skipuritinu, að færi yfirstjórnina frá Reyðarfirði til Akureyrar, var auðvitað hagræðing, en reyndin er þó sú í sumum tilvika að skilvirkni í ákvarðanatöku minnkaði. Milliliðum í ákvaðanatökum fjölgaði og forgangsröðun verkefna sett í hendur manna sem minni skilng hafa á staðháttum. Þetta seinkar ákvarðanatökum og bjagar forgangsröðun.
Um 30 manns vinna hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði, þar af nokkrir verk og tæknifræðingar, auk iðnaðar og vélamanna.
Reyðfirðingar þurfa að standa vörð um fjölbreytta atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu. Á Reyðarfirði hefur verið fjárfest á undanförnum áratugum í ágætri aðstöðu fyrir Vegagerðina og engin ástæði til þess að fórna því, enda Reyðarfjörður miðsvæðis á Austurlandi í öllu tilliti.
Bæjarbúar eiga að standa saman, allir sem einn og berjast gegn áformum Héraðsmanna um að véla þetta uppeftir til sín. Þeir hafa reynt það í mörg ár og þeim má ekki takast það.
Vilja vegagerð og flugvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 946013
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- -smáræði-
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
Athugasemdir
Mikið skelfing getur þú nú bullað stundum, það er ekki nema von að "hrepparígurinn" gamli haldist að fullu í gangi meðan til eru menn eins og þú gerir nú, sem að kynda undir vitleysunni. Ég hélt þú værir hafin yfir svona vitleysu.
(IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 08:43
Þetta er einfaldlega staðreynd, a.m.k. hvað Vegagerðina varðar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 09:50
Þú verður þá að uppfærða mig, því ekki kannast ég við það
(IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:18
Ég vann hjá Vegagerðinni 2001-2005 og þetta var altalað innan stofnunarinnar
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 10:22
Hins vegar er ég alveg sammála þér í því að hrepparígur er aldrei til góðs.
Það að Hérðsmenn vilji fá sem flest fyrirtæki til sín er eðlilegt í sjálfu sér og bara jákvætt ef menn eru ötulir í þeirri viðleitni sinni.
En þegar málið er farið að snúast um pólitísk sambönd, þá fussumsveia ég.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 10:28
Mér var sagt að Vegamálstjóri o.fl. væru undir þrýstingi frá þingmönnum, sem aftur eru undir þrýstingi frá einhverjum aðilum sem eiga eitthvað inni hjá þeim.
-
Fussumsvei
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 10:32
Ekki finnst mér það nú góð rök að eitthvað hafi verið altalað þar inni. Það hefur nú líka verið "altalað" að engin sé betri í hinum pólitísku samböndum og plotti en ákveðnir aðilar hjá Fjarðarbyggð og það á frekar undirförulan hátt svo ætli það sé þá ekki bara jafnt á með komið.
(IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:35
Er atvinnuleysi á Reyðarfirði? Þið sitjið nú nánast ein að vinnu í álverinu og eruð vel sett þar þótt aðrir landsmenn greiði fyrir
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 14:35
Ég hef ekki ástæðu til að rengja helstu yfirmenn Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, þegar þeir segja frá samskiptum við "yfirvaldið að sunnan"
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 15:24
Lyf við minnináttarkennd fást í Apótekinu á Reyðarfirði.
HStef (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:33
Ég ekki heldur Gunnar, hef það eftir mjög áræðanlegum heimiildum.
HStef hvaða lyf er það????
(IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:51
Æja, þriðjungur starfsmanna álversins býr á Egilsstöðum. Það var ekkert atvinnuleysi á Reyðarfirði áður en álverið kom. Menn vildu hins vegar skapa traustan grunn til að sporna við fólksfækkun... og það tókst. Um 100 manns, af um 450 starfsmönnum álversins eru tækni og háskólamenntaðir. Þau störf lögðu grunninn að því að fólk með menntun sá sér fært að snúa til baka á heimaslóðir eftir nám í Rvk og erlendis.
-
Sigurlaug, hvað hefurðu samkvæmt "mjög áræðanlegum heimildum"?
-
Hstef... nú er það?. Þú talar væntanlega af reynslu
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 19:44
Ég endurtek spurninguna,er atvinnuleysi á Reyðarfirði?
Hvað fjölgaði mikið?
Hvað margir að snúa aftur á heimaslóðir?
Rósrauður bjarmi yfir þessu hjá þér
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:07
Ég er búinn að svara þér Æja. Þetta snýst ekki um atvinnuleysi. Lestu pistilinn betur.
Íbúum á Reyðarfirði fjölgaði um 80%
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 21:23
Það er málið,bara mylja undir íbúa Reyðarfjarðar,heildarhagsmunir breyta engu,alltaf sama viðhorfið hjá ykkur hægri öfgamönnum
Hafið þið engan metnað?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:44
Ég hefði nú haldið að 750 manna vinnustaður væri ágætis metnaður Auk þess er styrking byggðakjarna á Mið-Austurlandi, þjóðhagslega hagkvæm
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 22:09
Ég sé ekkert að því að Hérar vilja hada áfram að vera með Vegagerðina í Fellabæ...........Gunnar sýslan bær ansi langt norður ekki satt,,,,,
Einar Bragi Bragason., 29.10.2009 kl. 23:06
Ég mun ekki nafngreina neinn í því frekar en þú gerir, enda yrði það til að ýta enn frekar undir rýg sem er nóg af fyrir.
Æja ég get nú ekki séð að neitt hafi sérstaklega verið mulið undir Reyðfirðinga, þetta var einfaldlega besta staðsetningin fyrir þennan stóra vinnustað og þeir eru vel af honum komnir og megi vera svo áfram. Nær væri að samgleðjast þeim fyrir að hafa nóg vinnu í stað þess að vera alltaf með öfundartón sem engum er til góðs.
Sem Skagfirskur Héri samgleðst ég þeim af öllu hjarta, en tek undir orð Einars að sýslan nær ansi langt norður og sé því ekki hagræðingu i því að leggja niður starfssemi vegagerðar í Fellum, nógu er nú langt að fara þó ekki verði bætt við það.
(IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:20
Mér skilst að þetta snúist ekki bara um Vegagerðina í Fellabæ en Vegagerðin vill leggja þá starfsstöð niður og þessu svæði verði þá þjónað frá starfsstöðinni á Reyðarfirði. Annars er stefnan að bjóða allt meira og minna út. Það hefur þegar verið gert með vetrarþjónustuna á Oddsskarði og Fagradal. Vegagerðin sjálf er hætt að þjóna snjómokstri. Viðhaldið er sjálfsagt næst.
Fellabær er reyndar í annari Sýslu... er það ekki?
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 23:24
Annari sýslu en hvað?? hvað áttu við?
(IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:34
Fellabær er í N-Múlasýslu en Egilsst. og Reyðarfjörður í S-Múlasýslu
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2009 kl. 01:01
A.m.k. eru sýslumörkin á Lagarfljóti. Getur svo sem verið að byggjðakjarnarnir sé báðir í N-M
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2009 kl. 01:11
Gunnar minn það langt langt síðan þeim mörkum var breytt, við hér á EG heyrum undir N-Múl.
(IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 09:07
ok, mig rámaði líka í það.... svona eftir á að hyggja
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2009 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.