Persónulega finnst mér fólk, sérstaklega kvenfólk, vera óþarflega viðkvæmt fyrir knúsi og snertingu. Ekki það ég sé mikið að knúsa kvenfólk utan fjölskyldunnar, en maður skynjar þetta á tali þeirra. Aðallega ef viðkomandi "knúsari" er ekki þeirra týpa.
Kona sem hryllir sig og segir miðaldra karl með bjórvömb, að maður tali nú ekki um ef hann er í prestshempu, vera pervert ef hann snertir hana, bregst öðruvísi við ef maðurinn er einhver kvennaljómi.
Snerting af góðum hug hefur einhvern heilunarmátt, andlegan og jafnvel líkamlegan segja sumir. Ég trúi því alveg.
En nú mega prestar vara sig.
Viljum fá prestinn okkar aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Segja flugbraut Reykjavíkurflugvallar ekki örugga
- Gaukurinn breytist: Rokkið hörfar fyrir danstónlist
- Ísland mun styðja við uppbyggingu í lok stríðs
- Heimilisköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu
- Stefnt að því að auka ekki útgjöld á árinu
- Lét soninn horfa á meðan hann braut gegn móður hans
- Breytt fyrirkomulag til Bretlands: Aukið öryggi
- Þyngra en tárum taki
Erlent
- Hleypt úr fangelsum til að berjast við eldana
- Bandaríkin bjóða 3,5 milljarða fyrir Maduro
- Myrti móðurina og krefst forræðis barnsins
- 60 þúsund byggingar taldar í hættu
- Trump sekur án refsingar
- Guði sé lof, það var þarna enn
- Bregðast við: Framtíð Grænlands ræðst í Nuuk
- NATO sendir herskip á Eystrasalt
Athugasemdir
Þetta mál er best að lysa eins og ævintyri eftir HC. Andersen um fjöðrin sem varð að fimm hænum.
Heidi Strand, 17.10.2009 kl. 21:49
Ég get ekki einu sinni talið upp hversu mikið amar að þessari færslu, það er of mikið.
Tinna (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 21:50
Lestu þetta:
http://www.haestirettur.is/domar?nr=5767
og með orðum móður Eiríks Fjalars: Skammastu þín svo.
Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 22:02
Já, prestar sem að kyssa og stjúka stúlkum sem ekki vilja það eiga að vara sig. Þeir eiga sjálfssagt að leita sér hjálpar, sér í lagi ef þetta er leiðin til að nálgast Guð. Þvílík afskræming á stöðunni!
linda (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 23:14
Merkilegt hvað sumt fólk verður heiftúðugt ....
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2009 kl. 23:19
Já, þegar það kemur að misnotkun á sakleysi ungra stúlkna þá er það eðlilegt.
linda (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 23:51
Gunnar er flottur. Eftir að hafa verið hrakinn í hálfgerða útlegð fyrir 20 árum eða svo þá endaði hann í prestakallinu að Holti í Önundarfirði. Af e-m ástæðum sem ekki skal farið yfir hér þá slettist upp á vinskap og trúnað milli hans og sóknarbarnanna allra.
Eitt sinn vildi stelpa ein úr sveitinni gifta sig í kirkjunni en hún hafði útvegað annan klerk til starfa. Nú veit ég ekki af hverju hún kaus að fá annan til að framkvæma þetta verk enda skiptir það litlu máli því venjan er sú að klerkar "láni" kirkjur sínar öðrum klerkum fyrir ákveðnar athafnir.
Gunnar mótmælti og kvaðst ekki skildi fara enda væri þetta prestakallið hans og hún skildi bara átta sig á því að hann réði hvernig málum skildi hagað í þessari kirkju. Væntanlega hefur stúlkan ekki sætt sig við þessi málalok enda gekk það eftir að hann yrði að yfirgefa kirkjuna á meðan gestklerkurinn gæfi þau saman.
So listen to this; brúðkaupsdagurinn, blómangan í lofti, hún í hvítu, hann í strílaður upp í svörtu, ættimenni alls staðar að komin, athöfnin að hefjast í kirkjunni litlu (komast etv. 20 mann fyrir í henni). Hvað gerist? Jú, Gunni munni mætir með magnara og hátalara einum metra frá kirkjunni og blastar af fullum krafti! Alla athöfnina! Hann deyr sko ekki ráðalaus. Eftir þessa uppákomu kom ekki upp aftur að sóknarbarn bæði gestklerk að koma að Holti í Önundarfirði.
Þessi ákæra er ekki nema smá díll í annars flekkóttum ferli séra Gunnars Björnssonar. Auðvitað mun kirkjan skorta siðferðistlegt bolmagn til að koma þessum síkófanta úr sínum röðum. Hann veit það. Með þessari uppákomu er hann enn og aftur að blasta úr hátölurum; í þetta sinn að þjóðkirkjunni og grandalausum unglingsstúlkum frá Selfossi.
Björn (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 00:07
Komst Hæstiréttur Íslands að sömu niðurstöðu og þú, Linda?
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2009 kl. 00:08
Æ, það eru menn eins og þú sem koma óorði á okkur karlrembusvínin.
Lestu svo Björn og Svein eftir Megas.
Þeir voru líka leigubílstjórar.
Björn og Sveinn alltsvo.
Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 00:09
Stúlkurnar vildu ekki kjassið frá kallinum. Hefði þeim þótt þetta í lagi, eða fundist þetta eðlilegt, þá hefði þetta varla verið kært. Hver kærir vitandi um viðbrögð sem þessi? En það var kært og í þessu máli, eins og svo mörgum, var það orð karlsins sem að var tekið trúarlega. Hann viðurkenndi þó gjörninginn karlinn. Sagðist hafa kysst stúlkunum og strokið til að "nálgast Guð" og afþví að honum leið illa. Ég held það sé þeirra sem verða fyrir atlotum mannsins að dæma hvort það var gert með samþykki þeirra eða ekki. Eða hvað finnst þér?
Þannig að nei, hæstiréttur íslands komst ekki að sömu niðurstöðu og ég, frekar en í mörgum nauðgunarmálum. Það er ekkert nýtt að dómar falli hér þar sem orð karlanna er tekið trúanlega og konan eða stúlkan situr eftir í sárum sínum.
Mér þykir ótrúlegt að fólk skuli vera að verja þennan mann því þótt að hæstiréttur hafi sýknað hann, þá segir æðsti prestur þessa lands að hann þurfi að víkja. En nei, framferði kallsins sýnir hans innri mann. Eftir sitja stúlkur sem að líður sjálfssagt hræðilega. Það er verið að efast um sannleika þess sem þær upplifðu, eins og svo margar stúlkur þekkja því miður. Alltaf er það orð gegn orði, enda ekki oft að það eru vitni að atburðunum - perrarnir sjá til þess.
Ég trúi stúlkunum sama hvað hæstiréttur þessa lands segir.
linda (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 08:56
Eru það fermingarbörnin sem vilja prestinn aftur? Eða fullorðnir? Hvað dómstóll dæmir í þessu máli kemur þessu ekkert við. Af hverju vill ekki biskup að hann haldi áfram að vinna? Er þetta eitthvað flókið mál?
Óskar Arnórsson, 18.10.2009 kl. 09:51
http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2009/10/17/salusorgun-sera-gunnars-bjornssonar/
Hér er ágætis lýsing á þessu og vitnað beint í dóminn sjálfan. Spyrjum okkur nú, hvernig stendur á því að maðurinn var sýknaður?
linda (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 10:55
Prestar eru ekki dæmdir á Íslandi fyrir svona mál. Ef þetta hefði verið smiður eða rútubílstjóri, hefði hann fengið dóm. Þannig hefur það alltaf verið á Íslandi. þó prestar börnuðu aðra hverja fermingastelpu í ákveðnum sóknum, var ekkert gert. Prestdóttur og prestson var ekki óalgengt þar til einhver feðraði afkvæmin. Þeir lyfta bara krossi og biblíu og halda áfram að vera heilagt fólk...og svona er þetta enn. Fólk þarf að vakna úr forneskjunni...
Óskar Arnórsson, 18.10.2009 kl. 11:05
Það eru greinilega skiptar skoðanir um prestinn.
Ætti ég börn á fermingaraldri í þessari sókn myndi ég afdráttarlaust láta börnin mín njóta vafans en ekki prestinn.
Það kann að vera að aðrir hafi aðra forgangsröðun, ég veit það ekki, það verður hver að svara fyrir sig.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2009 kl. 11:31
Ég er reyndar þeirrar skoðunnar að Sr. Gunnar eigi ekki erindi í þennan söfnuð aftur, einfaldlega vegna þess hve umdeildur hann er. Hann mun aldrei geta unnið traust þeirra sem ekki hugnast hann.
-
Hann var væmdur sekur, þrátt fyrir sýknu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2009 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.