Er DV að stela frá mér?

Ég bloggaði um Faraldur á Fáskrúðsfirði   í pistli hér á undan. Ég var fyrstur með þessa frétt í fjölmiðlum og svo virðist sem DV hafi tekið nánast orðrétt af bloggi mínu og sett sem "s(v)ína" frétt í vefmiðilinn.

Úr frétt DV um svínaflensu á Austurlandi, sjá HÉR :

"Um helmingur barna í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar liggur nú í flensu og einnig skólastjórinn".

"Flensan er sögð leggjast misjafnlega á nemendur. Sumir þeirra sem fóru heim úr skólanum vegna slappleika, voru komnir með um 40 stiga hita tveimur tímum síðar."

Úr mínum pistli:

"Um helmingur barna í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði liggur nú í flensu og skólastjórinn sömuleiðis"

"Flensan leggst misjafnlega á krakkana og sumir þeirra sem fóru heim um hádegisbil vegna slappleika, voru komnir með um 40 stiga hita tveimur tímum síðar."

Sumir hafa nú verið dæmdir fyrir svipaðar sakir Errm


mbl.is Svínaflensa á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

& í blöðum má leza um bloggzkrílinn okkur...

Steingrímur Helgason, 13.10.2009 kl. 01:09

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heitir það ekki ritstuldur ef ekki er getið heimilda?  Auðvitað er þetta hreinn og klár ritstuldur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.10.2009 kl. 02:23

3 identicon

Gefið börnunum Lýsi ! Amerískir læknar segja að D-vítamín sé besta vörnin gegn þessari hvimleiðu pest.

anna (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband