Faraldur á Fáskrúðsfirði

sv%C3%ADnaflensaUm helmingur barna í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði liggur nú í flensu og skólastjórinn sömuleiðis. Talið er víst að um svínaflensu sé að ræða. Flensan leggst misjafnlega á krakkana og sumir þeirra sem fóru heim um hádegisbil vegna slappleika, voru komnir með um 40 stiga hita tveimur tímum síðar.

 

 

9. og 10. bekkir grunnskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar hafa staðið fyrir fjáröflun með kökubasar undanfarið til þess að taka þátt í Æsklýðsmóti Kirkjunnar sem fram á að fara í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Allir skólar í Fjarðabyggð, samtals um 80 krakkar í þessum bekkjum, hafa nú hætt við ferðina vegna flensunnar. Um 600 krakkar af öllu landinu voru væntanleg til Vestmannaeyja um helgina, en hugsanlega verður mótinu frestað ef afföll verða mikil.


mbl.is Bólusetning hafin í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér sýnist þú vera að segja frétt, félagi því að ef þetta er svínaflensan gefur það til kynna hvað fleiri samfélög eiga í vændum á næstunni.

Ómar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég var aðeins á undan 10 fréttunum á RUV í kvöld með þetta.

 Þetta var umræðuefni í Grunnskóla Reyðarfjarðar í dag þar sem ég er forfallakennari þessa vikuna. Sonur minn sem er í 9. bekk var á leiðinni á æskulýðsmótið í Eyjum og varð að sjálfsögðu fyrir miklum vonbrigðum.

Krakkarnir höfðu lagt töluvert á sig til að safna fyrir ferðinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur reyndar ekki verið staðfest að um svínaflensu sé að ræða en sýni eru í rannsókn og mér skilst að niðurstaða liggi fyrir á miðv.d.-fimmtud.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 23:53

4 identicon

og hvað var niðurstaðan ?

Rabbi (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband