Kólnun, ekki hlýnun

Þeir gefast ekki upp, heimsendaspámennirnir. Í þessari mbl frétt er vitnað í "Opinbera bandaríska stofnun" og að "...meðalhiti hafanna í júlí hafi verið 17°C".

Það þarf ekki lærða menn til að gagnrýna svona fréttaflutning.

Bæði lofthiti og sjávarhiti hefur farið kólnandi undanfarin ár. Í ársgömlum blogg-pistli eftir Ágúst H. Bjarnason, HÉR , en hann hefur skrifað töluvert um þessi mál, segir m.a. eftirfarandi:

"Það hefur því komið vísindamönnum verulega á óvart að síðastliðin 5 ár hafa baujurnar ekki mælt neina hlýnun, heldur örlitla kónun. Sjálfsagt mæla þær hlýnun á sumum svæðum en kólnun á öðrum, en það er meðaltalið sem gildir. Eingöngu með miklum fjölda mælitækja er hægt að ffá nákvæma mynd af því sem er að gerast, en þannig er einmitt þetta kerfi."

Fram kom í mbl. frétt um daginn að vísindamenn væru að endurskoða fellibyljaspánna fyrir þetta ár í N-Atlantshafi. Komið hefur nefnilega í ljós að útlit er fyrir að þeir verði mun færri en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Og hversvegna skyldi það nú vera? Jú vegna þess að höfin eru ekki eins heit og upphaflegu spárnar gerðu ráð fyrir.

Ágúst H. Bjarnason er með afar fróðlega bloggsíðu og hefur hann nýverið flokkað pistla sína, sjá HÉR

gw_camels


mbl.is Höfin hafa aldrei verið heitari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Ég vísa bara í svör mín við samskonar staðhæfingum þínum hjá honum Sveini. Góða helgi.

Loftslag.is, 21.8.2009 kl. 12:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eru þá mælingarnar sem Ágúst bendir á, ómarktækar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: Loftslag.is

Kannski ekki algjörlega ómarktækar - en sérfræðingar segja:

There have been various difficulties in measuring ocean heat. Expendable bathythermographs, or XBT's, measured ocean temperatures before the Argo network was deployed. XBT's have been found to introduce a warming bias so when the warmer XBT data was combined with the later Argo data, the most recent trend showed exagerated cooling (more on that here). In addition, some Argo floats have had pressure sensor issues which impose a further cooling bias.

Loftslag.is, 21.8.2009 kl. 13:04

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þetta er allt í óvissu. Kannski heppilegt að svo sé.. fyrir suma

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband