Nokkur óheppileg bílanöfn

10

Mazda LaPuta ( Á spænsku: "Hóran" )

9

Mitsubishi Pajero ( Á spænsku: "Runkarinn" )

8

Nissan Moco  ( Á spænsku: "Hor" )

7

Buick LaCrosse ( Á frönsku: "Unglingur að fróa sér" )

6

Opel Ascona ( Á spænsku: "Kynfæri kvenna" )

5

Honda Fitta ( Á norsku og sænsku: "Píka" )

 


mbl.is Barrichello fljótastur á fyrstu æfingu í Valencia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég veit nú um mann sem setti Fiat Tipo uppí nýju VW Boruna sína! Þannig þetta er rétt hjá þér, sum bílanöfn geta verið afar óheppileg! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.8.2009 kl. 12:35

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður hehe

Norskar og sænskar konur koma sér áfram á "Píkunni"

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2009 kl. 12:48

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er upp á þér tippið núna Gunnar  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.8.2009 kl. 17:50

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég man ekki hvaða bandarísk bílategund ber heiti sem á spænsku þýðir "alltaf að bila".  Þetta var aukanafn á bílategund sem seldist vel utan S-Ameríku,  Spánar og Portúgals. 

Jens Guð, 21.8.2009 kl. 23:51

5 Smámynd: Sigurjón

Ástæðan fyrir því að Colgate-tannkrem selzt ekki í spænskumælandi löndum er sú, að orðið þýðir orðrétt á spænsku: ,,Hengdu þig"...

Sigurjón, 22.8.2009 kl. 01:21

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Chevy Nova var sagður hafa selst illa í spænskumælandi löndum, en ástæðan átti að vera sú að no va þýðir 'fer ekki' eða 'gengur ekki' á spænsku. Snopes er með ágætis grein um þessa (ósönnu) sögu.

Eftir því sem ég kemst næst þýðir 'hengdu þig' á argentínskri spænsku. Víðast hvar annarsstaðar væri það cuélgate og ætti nafnið því ekki að há tannkreminu í flestum spænskumælandi löndum.

'LaCrosse' er fransk-kanadískt slangur yfir sjálfsfróun, en það eru ansi miklar ýkjur að segja að orðið þýði 'táningur að fróa sér' á frönsku. Flestir frakkar (og fransk-kanadískir) myndu segja, rétt eins og íslendingar, að lacrosse væri íþrótt.  

'Pajero' er líka svæðisbundið slangur, í þetta sinn frá ákveðnum svæðum á Spáni og í Portúgal. 

Laputa (lítið p) dregur nafn sitt af eyju sem kemur fyrir í Ferðum Gúllivers eftir Jonathan Swift. Hann var hins vegar frægur fyrir svona kúk-piss-tippi-píka húmor...

Hér hafa spunnistt miklar og áhugaverðar umræður um þetta.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2009 kl. 15:31

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þarna átti að sjálfsögðu að standa ...þýðir colgate 'hengdu þig'...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2009 kl. 15:33

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Tinna

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 15:57

9 Smámynd: Sigurjón

Ég heyrði því fleygt að Colgate hafi frekar markaðssett tannkrem og fleiri vörur undir vörumerkinu ,,Palmolive" vegna þess að nafnið var of líkt hengingardæminu...

Sigurjón, 24.8.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband