Ég vil byrja á því að mótmæla því sem Saving Iceland heldur fram á síðu sinni, sjá HÉR .
"Álverið á Reyðarfirði var boltinn sem ýtti af stað þeirri hugmynd að álframleiðsla sé forsenda lífs."
"Og meðferð lögreglunnar á þeim sem voguðu sér að setja fót sinn fyrir framkvæmdirnar fyrir austan hvatti fólk varla til að halda andófinu áfram."
"Alcoa stjórnar nú Austurlandi. Ekkert markvert virðist eiga sér þar stað nema álframleiðandinn komi nálægt því."
"...fyrirtækið er ein af undirstoðum nútíma stríðsreksturs. "
Ég gæti svosem copy/paste allan pistilinn.
Ég var rétt í þessu að keyra ráðherra atvinnumála á Grænlandi og hluta fylgdarliðs hans. Ég átti áhugavert spjall við unga konu í fylgdarliðinu. Þau eru hér á ferð til að skoða álver Alcoa hér á Reyðarfirði en fyrirhugað er álver á vesturströnd Grænlands sem verður svipað að stærð og hér. Tvær vatnsaflsvirkjanir þarf til að sinna orkuþörfinni og teikningar og hönnun er langt komin.
Konan sagði mér að Grænlendingar væru bjartsýnir á að af þessu yrði á næstu mánuðum og að heimskreppan myndi ekki spilla því. Umhverfismat á framkvæmdunum væri að mestu lokið og álverið mun rísa í 2.300 manna byggðarlagi.
Ég óska Grænlendingum velfarnað í áformum sínum.
Skyri slett á aðsetur Alcoa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 5.8.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Röksemdafærsla Saving Icelands- liðsins er ekki auðskiljanleg. Líklega þarf að setja sig inn í hugarheim auðnuleysingja sem reyna að réttlæta ræfildóm sinn með orðagjálfri til að ,,skilja" bullið sem er ekkert annað en vesæl tilraun til að réttlæta afætulífsmátann sem þetta fólk stundar.
Ingimundur Bergmann, 5.8.2009 kl. 20:41
Þetta fólk stórskaðar málstaðinn sem það telur sig vera að berjast fyrir. Samt er eflaust svekkjandi að verða fyrir slettunum, er þó vonandi einhver huggun að nær allir "náttúruverndarsinnnar" eru hundfúlir út í þetta lið.
Guðrún Sævarsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:19
Á hvaða forsendum Guðrún? Ég er náttúruverndarsinni en er samt ekki fúll út í "þetta lið".
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.8.2009 kl. 22:29
Ég er sammála þér Ingimundur
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2009 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.