Kajak eða tölva

Árið 1994 var ég á frystitogaranum Snæfugli SU 20 hér á Reyðarfirði. Túrarnir voru um 30 daga langir og fríin voru að sama skapi löng þegar þau gáfust. Ég var ákveðinn í því að fá mér eitthvert nýtt hobbí og hafði rennt hýru auga til kajakróðurs í dálítinn tíma. En ég var líka spenntur fyrir að fá mér tölvu með internetaðgangi, sem þá var rétt að byrja hjá almenningi.

kajakÁður en ég tæki ákvörðun um hvort það yrði tölva eða kajak, ákvað ég að fara á kajaknámskeið hjá kajakklúbbi Norðfjarðar sem þeir héldu í sundlauginni þar. Ég hafði einhversstaðar lesið að nauðsynlegt væri að geta snúið sér á réttan kjöl, án þess að fara úr kajaknum ef hann ylti. Í stuttu máli þá lærði ég það á námskeiðinu að ég var fjarri því að ná tökum á þessu.... svo ég keypti mér tölvu.

Ég var fyrstur Reyðfirðinga að fá mér internetaðgang hjá íslenskri netveitu, Eldhorni á Hornafirði, en þó hafði einn mikill tölvugúru, Arnór Baldvinsson, sem nú býr í Texas USA, haft netaðgang hjá erlendu fyrirtæki í gegnum gerfihnött. Á öllu Austurlandi var ég sá sjötti í röðinni. Ég man að einhverjir gerðu góðlátlegt grín að mér fyrir vikið og töldu þetta vera ómerkilegan og dýran leikaraskap.

underconstructionÞegar ég hafði verið tengdur í nokkrar vikur og kom um borð eftir fríið, sagði ég félögum mínum frá þessu stórmerkilega undri og fræddi þá um möguleika fyrirbærisins. Flestir voru fullir áhuga en vantrú og jafnvel vorkunsemi skein þó úr augum sumra. Nokkrum mánuðum seinna reyndi ég að fá útgerðina til þess að netvæða okkur um borð og sendi beiðni bréfleiðis þess efnis. Ég benti á að nota mætti tenginguna m.a. til þess að sækja sér menntun. Beiðninni var hafnað á þeirri forsendu að þetta væri of dýrt.


mbl.is Íslendingar hafa verið nettengdir í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins gott að það kom ekki" Rainbow "ryksugusölumaður til  þín  1994 .Þeir hjálpa þér að forgangsraða en þá myndi" Rainbow" vera nr. 1 hjá þér(allaveganna þangað til þú fattar að þær eru ekkert sérstakt ).Fékk svoleiðis tungulipran mann til mín  1996 og ég endaði með Rainbow og hætti við að kaupa mér tölvu sem ég hafði hug á.

Deijó (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband