Bíómyndir

MV5BMTQxMDQ2Mjc2OV5BMl5BanBnXkFtZTcwMTk4MzgxMQ@@__V1__SX100_SY139_MV5BMTkwMzk4NTE4Ml5BMl5BanBnXkFtZTcwNTIwNjQxMQ@@__V1__SX96_SY140_Ég var að leigubílast alla helgina en það var ekkert að gera hjá mér á frídegi verslunarmanna. Ég svaf til hádegis og horfði á sjónvarpið og sá myndina The Appartment sem er gerð á fæðingarári mínu, 1960, með Jack Lemmon og Shirley MacLaine í aðalhlutverkunum. Þessi mynd er svokölluð "klassiker".  Ég hafði gaman af henni og hafði ekki séð hana áður.

Ég verð þó að segja að ánægjan við áhorfið var aðallega fólgið í nostalgíunni. Myndin er barn síns tíma, bæði leikurinn og handritið.  

MV5BNTk5MTI0NjIxN15BMl5BanBnXkFtZTcwMjk0NzYyMQ@@__V1__SX100_SY140_MV5BMjY0NjUxMzMwM15BMl5BanBnXkFtZTcwNTM4NTE0MQ@@__V1__SX100_SY127_Í kvöld (nótt) horfði ég svo á American Beauty frá árinu 1999, með þeim Kevin Spacey og Anette Bening í aðalhlutverkum, en Bening er eiginkona Warren Beatty, sem er bróðir Shirley MacLean. Ég sá American Beauty á sínum tíma og þótti hún fantagóð og hún eldist mjög vel. Þessi mynd er hrein snilld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband