Vitleysa hjá Mbl.is

Um 5000 manns heimsækja Auschwitz á degi hverjum yfir sumarmánuðina. Sjálfur kom ég þarna sumarið 2007 og bloggaði um það, sjá HÉR

c_users_notandi_documents_095

Nokkrar myndir fylgja færslunni um heimsókn mína til Auschwitz. Margir líta á þennan hryllilega stað sem heilaga grund og staðurinn er á heimsmynjaskrá UNESCO. Ég efast um að Madonna fái að vekja athygli á sér með sínum fjölmiðlasirkus á þessum stað. Auk þess eiga börn varla erindi þarna, en engin börn voru þarna sjáanleg þegar ég var á staðnum.

En nú að vitleysunni í MBL. Innrásin í Pólland var auðvitað ekki árið 1941 heldur 1939 og strax árið 1940 var farið að skipuleggja og nota svæðið til þeirra voðaverka sem þarna voru framin.

Það voru ekki yfir þrjár miljónir manna sem dóu þarna, heldur 1,1 miljón. Hér að neðan er saga Auschwits í stuttu máli:

  • October 1939: the Nazis annex the ancient Polish town of Oswiecim to the Third Reich and rename it Auschwitz.
  • November 1939: new German administration installs a German mayor.
  • 1940-1944: Polish peasants are being driven out of the area to make room for German settlers.
  • 1940: on Himmler’s order Jewish slave workers change emptied army barracks into a concentration camp.
  • June 14, 1940: the Nazis bring political prisoners, all of them Poles, to Auschwitz Concentration Camp as its first inmates.
  • 1941: all Jews are forced out of Oswiecim.
  • October 1941: construction of the Birkenau Concentration Camp, i.e. Auschwitz II, starts near Oswiecim.
  • 1942: setting up of Auschwitz III-Monowitz Concentration Camp.
  • January 1945: evacuation of the Auschwitz camps.
  • January 27, 1945: the Soviets take over Oswiecim.
  • 1947: new Polish government creates Auschwitz-Birkenau State Museum on the site of the concentration camps.
  • 1967: erecting of the International Monument to the Victims of Fascism at Birkenau.
  • 1979: UNESCO enters the Auschwitz concentration camp and the Birkenau death camp in its list of World Heritage sites.

 


mbl.is Madonna með börnin í Auschwitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Og við má bæta að fyrsti fangabúðarstjórinn í þessum útrýmingarbúðum fékk að hanga þarna í gálganum eftir stríðið.

Rudolf Höss hét maðurinn og var hann dæmdur til dauða fyrir stríðsglæpi. Dómi var fullnægt þann 16. Apríl árið 1947.

Það má hins vegar ekki rugla þessum manni saman við Rudolf Hess sem var allt annar maður.

Tek svo fram að ég hef sjálfur litið inn í safnið og var áhugavert að skoða þó ég sé á þeirri skoðun að meira hafi verið að sjá í öðrum gömlum fangabúðum eins og t.d. Majdanek þar sem voru á því að þar hefði getað verið enn stærri útrýmingarbúðir, undanhald Þjóðverja kom í veg fyrir það sem betur fer.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 3.8.2009 kl. 18:46

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Ólafur.

Það er mynd af aftökupallinum þar sem Höss var hengdur, í bloggi mínu um Auschwitz, sem ég bendi á í þessari færslu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2009 kl. 20:56

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Annars mundi ég ekki kalla þetta safn ....

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2009 kl. 21:29

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég er líka með mynd af aftökupallinum í bók sem fjallar um manninn.

Takk fyrir samt, held reyndar að ég hafi lesið færsluna áður um Oswiecim eða Auschwitz. Í Póllandi er pólska nafnið reyndar oftar notað þegar talið berst að þessum stað.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 3.8.2009 kl. 21:29

5 identicon

Sæll Gunnar.

 Ég er ekki fróður í þessum málum, en fór að lesa mig til eftir þessa frétt.

Og eftir það tel ég að Mbl hafi rétt fyrir sér að 3 milljónir létust þarna.

Sjá nánar hér:

http://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/biography/Hoess.html

Sigurjón Örn Ólason (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 21:38

6 identicon

Sæll aftur Gunnar.

Ég var aðeins of fljótur á mér.

Þessi tala er úr yfirheyrslum Höss og hans frásögn.

Wikipedia segir að það hafi verið leiðrétt niður í 1,1 milljón.

Ég hef ekki farið þangað sjálfur og er ekki viss hvort ég hafi þrek í það. Þess á ég ekki von á að börnin mín fari þangað fyrir fullorðinsaldur.

Góðar stundir og kveðja frá Kanada.

Sigurjón Örn Ólason (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 21:49

7 identicon

Furðulegur staður til að fara með börn á! Og hún virðist svo ætla að nota þetta sem eh grílu á krakkana,láta þau sjá hvað þau eru heppin og hafa það gott! " ætlaru ekki að hlíða?Langar þig að enda í ofnunum í Auschwits krakki!" Er þetta málið hjá henni??

óli (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 22:21

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir félagar báðir.

Þó það hafi verið erfið lífsreynsla að koma á þennan stað, þá sé ég ekki eftir því og hvet í raun alla til að skoða þetta. Staðurinn er aðgengilegur í dag fyrir Íslendinga því nú er flogið beint frá Keflavík til Krakow sem er í klukkutíma bílfæri frá Auschwitz. Á svipuðum slóðum er saltnámurnar frægu sem eru magnaðar.... eitt af undrum veraldar.

Ég mæli með Krakow. Falleg borg, margt að skoða og flottar verslanir og veitingastaðir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2009 kl. 22:24

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mig langar til að árétta þá skoðun mína að Madonna eigi ekkert erindi með sinn fjölmiðlasirkus til Auschwitz og ég trúi því ekki fyrr en á reynir að hún fái að vekja athygli á sjálfri sér þarna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.8.2009 kl. 01:59

10 identicon

Ég var í Auswitch í gær og það voru 1,1 milljón manna sem voru tekin af lífi þarna og þ.á.m. voru 1 milljón Gyðingar. Það var ekki mikið af börnum þarna í gær en samt nokkur....

Inga Dís (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 12:49

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Inga Dís. Ertu búin að fara í saltnámurnar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.8.2009 kl. 12:58

12 Smámynd: Linda Pé

Sæll. Ég var svo heilluð af frásögn þinni um Auswitch að ég las alla ferðasöguna til Póllands. Skemmtileg frásögn hjá þér og myndirnar gæða söguna lífi. Greinilega frábær ferð.  Bestu kveðjur úr rigningunni á Ísafirði

Linda Pé, 5.8.2009 kl. 09:53

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Linda Pé

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.8.2009 kl. 10:58

14 identicon

því miður er búið að leggja hann niður hversu mörgum börnum hefði verið bjargað ef hilli hefði fengið frið til að klára að losa veröldina við juða pakkið

björn karl þórðarson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 14:23

15 identicon

Sæll aftur,

Já ég fór einmitt líka í saltnámurnar í ferðinni, það var alveg magnað að sjá og heyra sögulegu staðreyndir þeirra :)

Inga Dís (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:46

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jæa, þetta er ótrúlegt fyrirbæri

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband