Vinstrimenn í pólitík á Íslandi í dag, eru eins og börn í sælgætisverslun. Fyrir rúmu misseri síðan voru fáir tilbúnir í stjórnunarstíl vinstrimanna, þ.e. auknar skattpíningar og ríkisafskipti í atvinnulífinu. Í dag sitja þessir aðilar við stjórnvölinn við óvenjulegar aðstæður. Þeir komast upp með ríkisafskipti á ólíklegustu sviðum, án þess að fólk taki sérstaklega eftir því. Allt snýr hvort eð er á haus í þjóðfélaginu og í ringulreiðinni láta þeir hendur standa fram úr ermum.
Það mun taka langan tíma að vinda ofan af vinstrimennskunni.
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.6.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241114
- Trump hvað?
- Hvar finnur maður að Þórður Snær hafi beðið Rannveigu Rist afsökunar á skrifum sínum?
- Myrkur og óöld
- Kosning Trumps: Fremur óvissa en áframhald
- Bakarar hengdir fyrir smiði?
- ATF hættir sennilega að vera til á næsta ári
- Ný öryggisógn og hlutverk greiningardeildar: Nauðsyn nýrrar stofnunar?
- Móðsognir er mestur
- Erlend afskipti af kosningum!!
Athugasemdir
Stjórnmál snúast stundum meira um heiðarleika en endilega vinstri eða hægri stefnu.Stundum er bastarðurinn á milli hægri og vinstri stefnu verstur.Eins og til dæmis í haust þegar bankarnir voru ríkisvæddir úr misheppnuðu einkav.ferli og innistæðu tryggðir kannski átti að láta þá bara rúlla þeir voru bara einkafyrirtæki þegar allt kom til alls.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 15:21
Þetta er meira að segja verra en mann gat grunað ...
Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?
Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 15:28
Vinstri öflin hafa alltaf verið skattaglöð. Hver man ekki eftir Skattmann ÓRG þá var ekki kreppan og ekki AGS. Eða R Listinn í Rvkborg sem hækkaði öll þjónustugjöld upp úr öllu valdi, þá var ekki kreppan heldur. Það er víst munur á vinstri og hægri stefnu. En báðir öfgvarnir hvort er til hægri eða vinstri þ.e. í pólitík ganga ekki upp. Kapitilisminn vill gera fáa ríka á kostnað margra. Kommúnisminn vill gera alla jafnfátæka.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.6.2009 kl. 15:48
Kapitalisminn vill stækka kökuna og að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Kommúnisminn (kratar og aðrir vinstrimenn) vill einbeita sér að því að skipta kökunni. Allt annað situr á hakanum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.6.2009 kl. 19:41
Gunnar Th:
Þetta er sannleikurinn í hnotskurn og ég vona að þjóðin sé að átta sig á þessu.
Þeir eru á móti stóriðju og reyndar allri atvinnustarfsemi!
Sólveig Þóra:
Margir halda að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur sem er andsnúinn velferðarkerfinu, en staðreynd er að velferðarkerfið óx hvað hraðast á þeim 18 árum, sem hann var við völd.
Við gerðum vissulega mörg mistök á undanförnum 5-6 árum, en þar á undan byggðum við upp á Ísland algjört "El Dorado" norðursins!
Það var einmitt gert með því að stækka kökuna, en ekki minnka hana!!!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 20:36
Sjálfur var ég lengi haldin þeirri ranghugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri holdi klæddur, andstæðingur velferðarkerfisins. Þegar ég áttaði mig á að þetta var firra, þá hefur aldrei verið spurning að hjarta mitt slær með hugsjónum sjálfstæðismanna.
-
Ég var eitt sinn vinstrisinni. Ég veit hvernig þeir hugsa.
"It takes one to know one".
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.6.2009 kl. 22:45
Ekki misskilja mig. Ég er Sjálfstæðiskona. Hef líka fengið að heyra það óþvegið hér á moggablogginu. Ég fylgi stefnu grasrótar Sjálfstæðisflokksins þ.e. stétt með stétt og fl. Ég tel að einstaklingurinn eigi að njóta sín. Ég er á móti forræðishyggju. Ég var að tala um öfgastefnu vinstri og hægri. Ég tel að Flokkurinn minn hafi farið út í öfgar undanfarin ár þ.e fáir voru gerðir ríkir á kostnað margra, en það stendur vonandi til bóta. Hvað vinstri öflin varða þá eru þau alltaf öfgakennd þ.e. vilja gera alla jafnfátæka að mínu mati.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 21.6.2009 kl. 01:16
Kökulíkingin hjá þér Gunnar er mjög góð og er ég algjörlega sammála! Það stoðar lítt að hækka skatta og gjöld þegar kakan minnkar stöðugt...
Sigurjón, 21.6.2009 kl. 03:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.